Yfirheyrslur hafa farið fram í rannsókn á Samherja Kjartan Kjartansson skrifar 23. júlí 2020 14:12 Kjarninn segir að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri og einn aðaleigandi Samherja, sé á meðal þeirra sem séu nefndir í rannsókn sem fer fram í Namibíu. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari hefur yfirheyrt einstaklinga í tengslum við rannsókn hans á málefnum Samherja í Namibíu. Kjarninn fullyrðir að nokkrir einstaklingar hafi réttarstöðu grunaðra í íslensku rannsókninni. Auk heimilda um íslensku rannsóknina er vísað til málsgagna sem voru lögð fyrir dómstóla í Namibíu um að yfirvöld þar telji fimm Íslendinga tengda spillingarmáli þar sem félög Samherja eru sökuð um að bera fé á embættismenn til að tryggja sér aflaheimildir í umfjöllun Kjarnans í dag. Auk Þorsteins Más eru þeir Ingvar Júlíusson, fjármálstjóri Samherja á Kýpur og í Afríku, Aðalsteinn Helgason, fyrrum starfsmaður Samherja, Egill Helgi Árnason, framkvæmdastjóri Mermaria Seafood Namibia og Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu, sagði nefndir í málinu í Namibíu. Jóhannes staðfestir við Kjarnann að hann hafi haft réttastöðu grunaðs á Íslandi frá því í nóvember. Hann var yfirheyrður hjá héraðssaksóknara sama dag og fréttaskýringarþáttur Ríkisútvarpsins um ásakanirnar á hendur Samherja fór í loftið 12. nóvember. Þar sagðist Jóhannes hafa framið lögbrot fyrir hönd Samherja í Namibíu. Samkvæmt heimildum Vísis hafa yfirheyrslur farið fram í tengslum við rannsókn héraðssaksóknara á ásökununum. Fram hefur komið að embætti skattrannsóknarstjóra sé einnig með mál tengd starfsemi Samherja í Namibíu til rannsóknar. Namibísk yfirvöld hafa lagt fram réttarbeiðnir til héraðssaksóknara vegna rannsóknarinnar sem fer fram þar í landi. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, segist ekki geta tjáð sig um fullyrðingar Kjarnans en staðfestir að embættið hafi málið til rannsóknar og að það sé einnig í samskiptum við yfirvöld í Namibíu. Ekki náðist strax í forsvarsmenn Samherja við vinnslu þessarar fréttar. Dómari spurði hvort að um „rán um hábjartan dag“ væri að ræða Tveimur sakborningum í spillingarmálinu í Namibíu var neitað um lausn gegn tryggingu í Namibíu í gær, þeim Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og tengdasyni hans. Þeir eru sakaðir um að hafa þegið mútur frá félögum Samherja í skiptum fyrir veitingu aflaheimilda. Taldi dómarinn í málinu afar ólíklegt að Esau hefði ekki verið kunnugt um fjármuni sem tengdasonur hans hafði upp úr úthlutun kvóta til félaga Samherja. Við fyrstu skoðun virtust gögn staðfesta að allt hafi verið með felldu og að lögum hafi verið fylgt en „þegar maður tekur eitt eða tvö skref til baka og horfir á stærri myndina verður að spyrja spurningarinnar: var þetta rán um hábjartan dag?“, sagði dómarinn að sögn staðarblaðsins The Namibian. Margt af því sem Jóhannes Stefánsson hefði borið vitni um í málinu eigi sér stoð í gögnum málsins, fjármagnsflutningum og framburði annarra vitna. Fréttin hefur verið uppfærð. Samherjaskjölin Namibía Tengdar fréttir Samherjaskjölin: Fyrrverandi ráðherra synjað um lausn gegn tryggingu Dómstóll í Namibíu hafnaði ósk Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og tengdasonar hans um að þeir verði látnir lausir gegn tryggingu í dag, að sögn namibískra fjölmiðla. 22. júlí 2020 16:07 Samherji kannast ekki við mögulegar handtökur á Íslandi Namibísk stjórnvöld hafa ekki verið í sambandi við starfsfólk Samherja vegna spillingarrannsóknar þar í landi, að sögn fyrirtækisins. Aðstoðarríkissaksóknari í Namibíu hélt því fram að handtökur á Íslandi væru væntanlegar. 4. júní 2020 15:23 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur yfirheyrt einstaklinga í tengslum við rannsókn hans á málefnum Samherja í Namibíu. Kjarninn fullyrðir að nokkrir einstaklingar hafi réttarstöðu grunaðra í íslensku rannsókninni. Auk heimilda um íslensku rannsóknina er vísað til málsgagna sem voru lögð fyrir dómstóla í Namibíu um að yfirvöld þar telji fimm Íslendinga tengda spillingarmáli þar sem félög Samherja eru sökuð um að bera fé á embættismenn til að tryggja sér aflaheimildir í umfjöllun Kjarnans í dag. Auk Þorsteins Más eru þeir Ingvar Júlíusson, fjármálstjóri Samherja á Kýpur og í Afríku, Aðalsteinn Helgason, fyrrum starfsmaður Samherja, Egill Helgi Árnason, framkvæmdastjóri Mermaria Seafood Namibia og Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu, sagði nefndir í málinu í Namibíu. Jóhannes staðfestir við Kjarnann að hann hafi haft réttastöðu grunaðs á Íslandi frá því í nóvember. Hann var yfirheyrður hjá héraðssaksóknara sama dag og fréttaskýringarþáttur Ríkisútvarpsins um ásakanirnar á hendur Samherja fór í loftið 12. nóvember. Þar sagðist Jóhannes hafa framið lögbrot fyrir hönd Samherja í Namibíu. Samkvæmt heimildum Vísis hafa yfirheyrslur farið fram í tengslum við rannsókn héraðssaksóknara á ásökununum. Fram hefur komið að embætti skattrannsóknarstjóra sé einnig með mál tengd starfsemi Samherja í Namibíu til rannsóknar. Namibísk yfirvöld hafa lagt fram réttarbeiðnir til héraðssaksóknara vegna rannsóknarinnar sem fer fram þar í landi. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, segist ekki geta tjáð sig um fullyrðingar Kjarnans en staðfestir að embættið hafi málið til rannsóknar og að það sé einnig í samskiptum við yfirvöld í Namibíu. Ekki náðist strax í forsvarsmenn Samherja við vinnslu þessarar fréttar. Dómari spurði hvort að um „rán um hábjartan dag“ væri að ræða Tveimur sakborningum í spillingarmálinu í Namibíu var neitað um lausn gegn tryggingu í Namibíu í gær, þeim Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og tengdasyni hans. Þeir eru sakaðir um að hafa þegið mútur frá félögum Samherja í skiptum fyrir veitingu aflaheimilda. Taldi dómarinn í málinu afar ólíklegt að Esau hefði ekki verið kunnugt um fjármuni sem tengdasonur hans hafði upp úr úthlutun kvóta til félaga Samherja. Við fyrstu skoðun virtust gögn staðfesta að allt hafi verið með felldu og að lögum hafi verið fylgt en „þegar maður tekur eitt eða tvö skref til baka og horfir á stærri myndina verður að spyrja spurningarinnar: var þetta rán um hábjartan dag?“, sagði dómarinn að sögn staðarblaðsins The Namibian. Margt af því sem Jóhannes Stefánsson hefði borið vitni um í málinu eigi sér stoð í gögnum málsins, fjármagnsflutningum og framburði annarra vitna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Samherjaskjölin Namibía Tengdar fréttir Samherjaskjölin: Fyrrverandi ráðherra synjað um lausn gegn tryggingu Dómstóll í Namibíu hafnaði ósk Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og tengdasonar hans um að þeir verði látnir lausir gegn tryggingu í dag, að sögn namibískra fjölmiðla. 22. júlí 2020 16:07 Samherji kannast ekki við mögulegar handtökur á Íslandi Namibísk stjórnvöld hafa ekki verið í sambandi við starfsfólk Samherja vegna spillingarrannsóknar þar í landi, að sögn fyrirtækisins. Aðstoðarríkissaksóknari í Namibíu hélt því fram að handtökur á Íslandi væru væntanlegar. 4. júní 2020 15:23 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Samherjaskjölin: Fyrrverandi ráðherra synjað um lausn gegn tryggingu Dómstóll í Namibíu hafnaði ósk Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og tengdasonar hans um að þeir verði látnir lausir gegn tryggingu í dag, að sögn namibískra fjölmiðla. 22. júlí 2020 16:07
Samherji kannast ekki við mögulegar handtökur á Íslandi Namibísk stjórnvöld hafa ekki verið í sambandi við starfsfólk Samherja vegna spillingarrannsóknar þar í landi, að sögn fyrirtækisins. Aðstoðarríkissaksóknari í Namibíu hélt því fram að handtökur á Íslandi væru væntanlegar. 4. júní 2020 15:23