Lækka hraða á sex götum og setja upp „snjallgangbrautir“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júlí 2020 16:41 Við Reykjavíkurtjörn, ráðhús Reykjavíkur í baksýn. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Alls verður 190 milljónum króna varið í umferðaröryggismál í Reykjavík á þessu ári. Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir á því sviði, t.a.m. að lækka umferðarhraðann á sex götum í borginni og setja upp svokallaðar snjallgangbrautir á fjórum stöðum. Í orðsendingu borgarinnar segir að verkefnin séu að hluta samkvæmt áætlun um að flýta fjárfestingaverkefnum Reykjavíkurborgar í kórónuveirufaraldrinum. Þá verði áfram unnið að ýmsum öðrum aðgerðum í umferðaröryggismálum í samræmi við ábendingar og forgangsröðun. Kostnaðaráætlun vegna verkefna ársins 2020 sé 190 milljónir króna sem fyrr segir. Umræddar umferðaröryggisaðgerðir sem kynntar eru í þessari fyrstu atrennu eru í fjórum liðum: Snjallgangbrautir Tækni sem gerir gangandi vegfarendur sýnilegri þegar þeir fara yfir gangbrautir. Um er að ræða tæknibúnað sem skynjar þegar gangandi vegfarendur nálgast gangbraut og kveikir þá á LED götulýsingu, sem sett er upp þannig að einungis gangbrautin og sá sem fer yfir verða lýstir upp. Einnig kviknar lýsing í gangbrautarmerkinu og viðvörunarljós fyrir akandi umferð. Snjallgöngubrautum verður komið upp á eftirtöldum stöðum: •Neshagi v. Furumel •Rofabær v. Árbæjarskóla •Seljaskógar v. Seljabraut •Fjallkonuvegur v. Logafold Gangbrautir og bættar gönguþveranir •Sólvallagata v. Framnesveg, gangbraut og upphækkun •Framnesvegur v. Brekkustíg, gangbrautarlýsing, þrenging og upphækkun •Ægisgata v. Ránargötu, gangbraut og upphækkun •Hverfisgata v. Frakkastíg og Barónsstíg, gangbrautir •Háteigsvegur v. Hjálmholt, gangbrautarlýsing og biðstöð strætó •Háteigsvegur v. Stakkahlíð, gangbrautarlýsing •Hrísateigur v. Otrateig, bætt gönguþverun og upphækkun •Engjateigur, bættar gönguþveranir og upphækkanir •Reykjavegur v. Hrísateig, gangbraut •Laugarásvegur, gangbrautarlýsing og upphækkanir •Reykjahlíð v. Eskihlíð, gangbraut og upphækkun •Sogavegur, gangbrautarlýsing •Smárarimi, gangbraut og upphækkun •Jaðarsel, bætt gönguþverun og biðstöð strætó •Lambhagavegur, bætt gönguþverun Hraðalækkun: •Engjateigur •Reykjavegur, milli Sigtúns og Kirkjuteigs •Sundlaugavegur, milli Laugalækjar og Laugarásvegar •Laugarásvegur •Lokinhamrar •Haukdælabraut, Reynisvatnsás Annað •Grandavegur, bætt sýn við innkeyrslu Ægissíða, •Innkeyrsla að bílastæði Stakkahlíð, •Eyra við innkeyrslu Laugar, •Loka innkeyrslu að bílastæði Sogavegur, •Bætt sýn Austurberg breikka gangstétt Reykjavík Borgarstjórn Samgöngur Samgönguslys Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Alls verður 190 milljónum króna varið í umferðaröryggismál í Reykjavík á þessu ári. Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir á því sviði, t.a.m. að lækka umferðarhraðann á sex götum í borginni og setja upp svokallaðar snjallgangbrautir á fjórum stöðum. Í orðsendingu borgarinnar segir að verkefnin séu að hluta samkvæmt áætlun um að flýta fjárfestingaverkefnum Reykjavíkurborgar í kórónuveirufaraldrinum. Þá verði áfram unnið að ýmsum öðrum aðgerðum í umferðaröryggismálum í samræmi við ábendingar og forgangsröðun. Kostnaðaráætlun vegna verkefna ársins 2020 sé 190 milljónir króna sem fyrr segir. Umræddar umferðaröryggisaðgerðir sem kynntar eru í þessari fyrstu atrennu eru í fjórum liðum: Snjallgangbrautir Tækni sem gerir gangandi vegfarendur sýnilegri þegar þeir fara yfir gangbrautir. Um er að ræða tæknibúnað sem skynjar þegar gangandi vegfarendur nálgast gangbraut og kveikir þá á LED götulýsingu, sem sett er upp þannig að einungis gangbrautin og sá sem fer yfir verða lýstir upp. Einnig kviknar lýsing í gangbrautarmerkinu og viðvörunarljós fyrir akandi umferð. Snjallgöngubrautum verður komið upp á eftirtöldum stöðum: •Neshagi v. Furumel •Rofabær v. Árbæjarskóla •Seljaskógar v. Seljabraut •Fjallkonuvegur v. Logafold Gangbrautir og bættar gönguþveranir •Sólvallagata v. Framnesveg, gangbraut og upphækkun •Framnesvegur v. Brekkustíg, gangbrautarlýsing, þrenging og upphækkun •Ægisgata v. Ránargötu, gangbraut og upphækkun •Hverfisgata v. Frakkastíg og Barónsstíg, gangbrautir •Háteigsvegur v. Hjálmholt, gangbrautarlýsing og biðstöð strætó •Háteigsvegur v. Stakkahlíð, gangbrautarlýsing •Hrísateigur v. Otrateig, bætt gönguþverun og upphækkun •Engjateigur, bættar gönguþveranir og upphækkanir •Reykjavegur v. Hrísateig, gangbraut •Laugarásvegur, gangbrautarlýsing og upphækkanir •Reykjahlíð v. Eskihlíð, gangbraut og upphækkun •Sogavegur, gangbrautarlýsing •Smárarimi, gangbraut og upphækkun •Jaðarsel, bætt gönguþverun og biðstöð strætó •Lambhagavegur, bætt gönguþverun Hraðalækkun: •Engjateigur •Reykjavegur, milli Sigtúns og Kirkjuteigs •Sundlaugavegur, milli Laugalækjar og Laugarásvegar •Laugarásvegur •Lokinhamrar •Haukdælabraut, Reynisvatnsás Annað •Grandavegur, bætt sýn við innkeyrslu Ægissíða, •Innkeyrsla að bílastæði Stakkahlíð, •Eyra við innkeyrslu Laugar, •Loka innkeyrslu að bílastæði Sogavegur, •Bætt sýn Austurberg breikka gangstétt
Reykjavík Borgarstjórn Samgöngur Samgönguslys Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira