Heimir: Óli Kalli gæti farið í næsta glugga Andri Már Eggertsson skrifar 23. júlí 2020 22:00 Túfa (aðstoðarþjálfari Vals) og Heimir Guðjónsson. Vísir/Sigurjón Leikið var í áttundu umferð Pepsi Max deildarinnar á Origo vellinum í kvöld. Stigasöfnun liðanna fyrir leik var mjög jöfn. Valur var í öðru sæti deildarinnar með 13 stig er Fylkir var í því þriðja með 12 stig stigi minna en Valur. Það var því ljóst að mikið var í húfi á Origo vellinum í kvöld. Valsmenn gengu á lagið þegar tæpar 15 mínútur voru komnar á klukkuna. Birkir Már lagði boltann á Kristinn Freyr sem var í engum vandræðum með að koma boltanum í netið. Umdeilt annað mark Vals kom eftir hornspyrnu frá Sigurði Agli sem Sebastian Hedlund stangaði í netið. Seinni hálfleikur var heldur rólegri en sá fyrri. Orri Sveinn gerði sig brotlegan inn í sínum eigin vítateig á lokamínútum leiksins sem endaði með að Sigurður Egill skoraði þriðja mark Vals og gerði út um leikinn. „Það er frábært að vinna loksins á heimavelli. Allir vita að það hefur ekki gengið vel hjá okkur á Origo vellinum þannig það var ljúft að snúa þessu við og vinna allavega einn leik hérna,” sagði Heimir ánægður eftir sigurinn. Eftir sigurinn á Fylki er Valur kominn í efsta sæti Pepsi Max deildarinnar Heimir var ánægður með að vera kominn á toppinn en benti á það að það eru mörg lið sem stefna þangað og Valur tekur bara einn leik í einu. Fjölnir er næsti leikur Vals sem verður mjög erfitt verkefni að mati Heimis sem sá leikinn þeirra á móti KR. „Í seinni hálfleik vorum við sjálfum okkur verstir, við vorum búnir að ræða um að Fylkis liðið myndi koma út og pressa okkur sem við leistum ekki nógu vel. Við fengum möguleika í bæði fyrri og seinni hálfleik til að gera út um leikinn en okkur tókst það ekki. Sigurinn er þó góður þeir hafa gert mjög góða hluti í sumar,” sagði Heimir Patrick Pedersen fór meiddur af velli þegar tæplega korter var eftir af leiknum. Heimir vissi ekki hvernig staðan væri á honum og talaði hann um að þetta væri tak í bakið sem Patrick hafði fengið og átti hann eftir að kanna málið betur. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Ólafs Karls Finsen hjá Val, Ólafur Karl var ekki í leikmannahóp Vals í kvöld. „Það er möguleiki á því að Ólafur Karl Finsen gæti farið í næsta glugga,” sagði Heimir aðspurður hvort Ólafur Karl gæti farið. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Fylkir 3-0 | Loks unnu Valsmenn heimaleik Loksins, loksins unnu Valsmenn leik á Hlíðarenda. Fylkir sá aldrei til sólar í dag en heimamenn unnu einkar öruggan 3-0 sigur. 23. júlí 2020 22:05 Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Leikið var í áttundu umferð Pepsi Max deildarinnar á Origo vellinum í kvöld. Stigasöfnun liðanna fyrir leik var mjög jöfn. Valur var í öðru sæti deildarinnar með 13 stig er Fylkir var í því þriðja með 12 stig stigi minna en Valur. Það var því ljóst að mikið var í húfi á Origo vellinum í kvöld. Valsmenn gengu á lagið þegar tæpar 15 mínútur voru komnar á klukkuna. Birkir Már lagði boltann á Kristinn Freyr sem var í engum vandræðum með að koma boltanum í netið. Umdeilt annað mark Vals kom eftir hornspyrnu frá Sigurði Agli sem Sebastian Hedlund stangaði í netið. Seinni hálfleikur var heldur rólegri en sá fyrri. Orri Sveinn gerði sig brotlegan inn í sínum eigin vítateig á lokamínútum leiksins sem endaði með að Sigurður Egill skoraði þriðja mark Vals og gerði út um leikinn. „Það er frábært að vinna loksins á heimavelli. Allir vita að það hefur ekki gengið vel hjá okkur á Origo vellinum þannig það var ljúft að snúa þessu við og vinna allavega einn leik hérna,” sagði Heimir ánægður eftir sigurinn. Eftir sigurinn á Fylki er Valur kominn í efsta sæti Pepsi Max deildarinnar Heimir var ánægður með að vera kominn á toppinn en benti á það að það eru mörg lið sem stefna þangað og Valur tekur bara einn leik í einu. Fjölnir er næsti leikur Vals sem verður mjög erfitt verkefni að mati Heimis sem sá leikinn þeirra á móti KR. „Í seinni hálfleik vorum við sjálfum okkur verstir, við vorum búnir að ræða um að Fylkis liðið myndi koma út og pressa okkur sem við leistum ekki nógu vel. Við fengum möguleika í bæði fyrri og seinni hálfleik til að gera út um leikinn en okkur tókst það ekki. Sigurinn er þó góður þeir hafa gert mjög góða hluti í sumar,” sagði Heimir Patrick Pedersen fór meiddur af velli þegar tæplega korter var eftir af leiknum. Heimir vissi ekki hvernig staðan væri á honum og talaði hann um að þetta væri tak í bakið sem Patrick hafði fengið og átti hann eftir að kanna málið betur. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Ólafs Karls Finsen hjá Val, Ólafur Karl var ekki í leikmannahóp Vals í kvöld. „Það er möguleiki á því að Ólafur Karl Finsen gæti farið í næsta glugga,” sagði Heimir aðspurður hvort Ólafur Karl gæti farið.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Fylkir 3-0 | Loks unnu Valsmenn heimaleik Loksins, loksins unnu Valsmenn leik á Hlíðarenda. Fylkir sá aldrei til sólar í dag en heimamenn unnu einkar öruggan 3-0 sigur. 23. júlí 2020 22:05 Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Leik lokið: Valur - Fylkir 3-0 | Loks unnu Valsmenn heimaleik Loksins, loksins unnu Valsmenn leik á Hlíðarenda. Fylkir sá aldrei til sólar í dag en heimamenn unnu einkar öruggan 3-0 sigur. 23. júlí 2020 22:05