Mikill viðbúnaður var hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík í dag eftir að tilkynning barst um að drengur hafi lent í vandræðum á Kleifarvatni á Reykjanesskaga.
Hafði drenginn rekið út á vatnið í uppblásnu rekaldi eftir því sem fram kemur á Facebook-síðu björgunarsveitarinnar. Sveitin hélt raklétt af stað í verkefnið og sendi af stað tvo slöngubáta ásamt mannskap og búnaði.
Að björguninni kom lið Þorbjarnar, björgunarsveit frá Hafnarfirði og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins.
Í tilkynningu Þorbjarnar segir að vindar hafi breyst þannig að drenginn hafi rekið aftur að landi þar sem hann komst heill á húfi í fang foreldra sinna.