Í athugun hvort grípa þurfi til hertari aðgerða Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. júlí 2020 12:22 Kamilla Sigríður Jósefsdóttir er sérfræðingur á sóttvarnarsviði embættis landlæknis. ARNAR HALLDÓRSSON Tuttugu og einn er með staðfest kórónuveirusmit hér á landi og 173 eru í sóttkví. Í athugun er hvort grípa þurfi til hertari aðgerða. Af þeim tuttugu og einum sem er smitaður eru tíu innanlandssmit. „Þar af eru sjö sem tengjast hópsýkingu sem var staðfest i gær. Nú í dag kom í ljós út frá raðgreiningarupplýsingum að sennilega tengjast þessi smit á einhvern hátt smitunum sem komu upp og voru kennd við íþróttamót,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, sérfræðingur á sóttvarnarsviði embættis landlæknis í samtali við fréttastofu. Verið sé að skoða hver möguleg tengsl smitaðra séu. Ellefu af málunum tuttugu og einu eru aðskilin og í tveimur þeirra hefur uppruni smits ekki fengist staðfestur. Þeir einstaklingar sem eru með staðfest smit hafa sýnt einkenni sjúkdómsins sem veiran veldur en enginn er á sjúkrahúsi vegna þessa. 173 eru í sóttkví vegna þessa og enginn þeirra með einkenni enn sem stendur. Þarf að grípa til hertari aðgerða? „Það er enn bara allt í athugun,“ segir Kamilla. „Fyrst og fremst er ástæða til að vera vel vakandi fyrir því hverjir þurfa að fara i sýnatöku og gefa út skýrar línur með það. Slíkt er á dagskrá og verður rætt við heilsugæsluna og aðra aðila sem málið varðar.“ Of snemmt sé að segja til um hvort önnur bylgja faraldursins sé hafin. Einn hinna smituðu er með erlent ríkisfang og kom hingað til lands vegna starfs síns. Kamilla biðlar til vinnuveitenda sem eru með erlent vinnuafl í starfi að vera vakandi fyrir einkennum. „Það er mjög mikilvægt að þakka fyrir það að vinnuveitendur séu meðvitaðir um það að ef þeir eru með stóran hóp af erlendu vinnuafli að biðja um og ýta á að það séu tekin sýni ef það koma upp veikindi sem gætu verið vegna kórónuveirunnar,“ segir Kamilla. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 21 með virkt kórónuveirusmit hér á landi Í dag eru í heildina 21 með staðfest smit veirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 27. júlí 2020 10:34 Sex ný smit greindust innanlands Sex ný innanlandssmit kórónuveirunnar hafa greinst hér á landi í kvöld. Smitin tengjast öll einstaklingi sem kom til landsins 15. júlí síðastliðinn 26. júlí 2020 19:44 Tugir í sóttkví og nokkrir þeirra farnir að sýna einkenni sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur Fimm hafa greinst með kórónuveiruna innanlands á síðustu þremur dögum og eru flest hinna smituðu ótengd. Tugir eru komnir í sóttkví vegna þessa og nokkrir þeirra farnir að sýna einkenni sjúkdómsins sem veiran veldur. 26. júlí 2020 19:00 Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Tuttugu og einn er með staðfest kórónuveirusmit hér á landi og 173 eru í sóttkví. Í athugun er hvort grípa þurfi til hertari aðgerða. Af þeim tuttugu og einum sem er smitaður eru tíu innanlandssmit. „Þar af eru sjö sem tengjast hópsýkingu sem var staðfest i gær. Nú í dag kom í ljós út frá raðgreiningarupplýsingum að sennilega tengjast þessi smit á einhvern hátt smitunum sem komu upp og voru kennd við íþróttamót,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, sérfræðingur á sóttvarnarsviði embættis landlæknis í samtali við fréttastofu. Verið sé að skoða hver möguleg tengsl smitaðra séu. Ellefu af málunum tuttugu og einu eru aðskilin og í tveimur þeirra hefur uppruni smits ekki fengist staðfestur. Þeir einstaklingar sem eru með staðfest smit hafa sýnt einkenni sjúkdómsins sem veiran veldur en enginn er á sjúkrahúsi vegna þessa. 173 eru í sóttkví vegna þessa og enginn þeirra með einkenni enn sem stendur. Þarf að grípa til hertari aðgerða? „Það er enn bara allt í athugun,“ segir Kamilla. „Fyrst og fremst er ástæða til að vera vel vakandi fyrir því hverjir þurfa að fara i sýnatöku og gefa út skýrar línur með það. Slíkt er á dagskrá og verður rætt við heilsugæsluna og aðra aðila sem málið varðar.“ Of snemmt sé að segja til um hvort önnur bylgja faraldursins sé hafin. Einn hinna smituðu er með erlent ríkisfang og kom hingað til lands vegna starfs síns. Kamilla biðlar til vinnuveitenda sem eru með erlent vinnuafl í starfi að vera vakandi fyrir einkennum. „Það er mjög mikilvægt að þakka fyrir það að vinnuveitendur séu meðvitaðir um það að ef þeir eru með stóran hóp af erlendu vinnuafli að biðja um og ýta á að það séu tekin sýni ef það koma upp veikindi sem gætu verið vegna kórónuveirunnar,“ segir Kamilla.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 21 með virkt kórónuveirusmit hér á landi Í dag eru í heildina 21 með staðfest smit veirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 27. júlí 2020 10:34 Sex ný smit greindust innanlands Sex ný innanlandssmit kórónuveirunnar hafa greinst hér á landi í kvöld. Smitin tengjast öll einstaklingi sem kom til landsins 15. júlí síðastliðinn 26. júlí 2020 19:44 Tugir í sóttkví og nokkrir þeirra farnir að sýna einkenni sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur Fimm hafa greinst með kórónuveiruna innanlands á síðustu þremur dögum og eru flest hinna smituðu ótengd. Tugir eru komnir í sóttkví vegna þessa og nokkrir þeirra farnir að sýna einkenni sjúkdómsins sem veiran veldur. 26. júlí 2020 19:00 Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
21 með virkt kórónuveirusmit hér á landi Í dag eru í heildina 21 með staðfest smit veirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 27. júlí 2020 10:34
Sex ný smit greindust innanlands Sex ný innanlandssmit kórónuveirunnar hafa greinst hér á landi í kvöld. Smitin tengjast öll einstaklingi sem kom til landsins 15. júlí síðastliðinn 26. júlí 2020 19:44
Tugir í sóttkví og nokkrir þeirra farnir að sýna einkenni sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur Fimm hafa greinst með kórónuveiruna innanlands á síðustu þremur dögum og eru flest hinna smituðu ótengd. Tugir eru komnir í sóttkví vegna þessa og nokkrir þeirra farnir að sýna einkenni sjúkdómsins sem veiran veldur. 26. júlí 2020 19:00