Flugfreyjur Icelandair næstu tvo mánuði verði um 200 talsins Andri Eysteinsson skrifar 27. júlí 2020 19:09 Icelandair sagði upp öllum flugfreyjum sínum 17. júlí. Hluti þeirra verður nú endurráðinn. Vísir/Vilhelm Forstjóri Icelandair Group segir um 200 flugfreyjur og flugþjónar verði á mála hjá félaginu í ágúst og september, þetta kom fram í viðtali við Boga Nils í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Bogi segir þá að mikið tap félagsins sé ekki í takti við áætlanir en ánægjulegt sé að kjarasamningur Flugfreyjufélagsins hafi verið samþykktur. „Það er mjög ánægjulegt að samningurinn hafi verið samþykktur í dag og gríðarlega mikilvægt skref í þessu verkefni sem við erum í. Við erum að gera ráð fyrir að vera nú með 200 flugfreyjur og flugþjóna í ágúst – september. Síðan verðum við að sjá til hvernig veturinn lítur út hvað þetta varðar,“ sagði Bogi Nils. Uppgjör Icelandair Group fyrir annan ársfjórðung var birt í dag eftir lokun markaða en þar kom fram að tap félagsins hafi numið 12,3 milljörðum króna. Bogi segir að tapið sé meira en gert hafi verið ráð fyrir. „Þetta er að sjálfsögðu ekki í takti við okkar áætlun fyrir árið í heild eins og við lögðum það upp í upphafi árs. Þetta er mun meira tap en við gerðum ráð fyrir en það er ákveðinn varnarsigur í þessu,“ sagði Bogi. Icelandair flaug eingöngu um 2-3% af áætlun sinni á tímabilinu en tekjur voru 15% af því sem þær voru í fyrra. Bogi segir að það hafi náðst með auknu fraktflugi og þakkar útsjónarsemi og sveigjanleika starfsfólks félagsins fyrir. Forstjórinn segir þá að auðvitað sé slæmt að félagið tapi jafn háum fjárhæðum og raun ber vitni. „Tekjubrestur hjá okkur og öðrum flugfélögum í farþegaflugi er næstum því algjör og þess vegna er staðan svona. Það jákvæða í þessu er að við höfum verið að byggja leiðakerfið upp aftur síðustu vikur og vonandi mun það halda áfram þó að óvissan sé enn mjög mikil,“ sagði Bogi. Mörg stór mál hafa verið á dagskrá Icelandair undanfarnar vikur og mánuði en eitt af þeim er væntanlegt hlutafjárútboð félagsins. Bogi segir að enn sé unnið að því að gera allt tilbúið fyrir það. „Það er ekki allt tilbúið. Við erum að vinna að því og það eru mörg verkefni í gangi,“ sagði Bogi og tók til dæmis samninga við lánardrottna sem unnið er að. Stefnt sé að útboðið fari fram í ágúst. Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur látinn af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur látinn af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Forstjóri Icelandair Group segir um 200 flugfreyjur og flugþjónar verði á mála hjá félaginu í ágúst og september, þetta kom fram í viðtali við Boga Nils í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Bogi segir þá að mikið tap félagsins sé ekki í takti við áætlanir en ánægjulegt sé að kjarasamningur Flugfreyjufélagsins hafi verið samþykktur. „Það er mjög ánægjulegt að samningurinn hafi verið samþykktur í dag og gríðarlega mikilvægt skref í þessu verkefni sem við erum í. Við erum að gera ráð fyrir að vera nú með 200 flugfreyjur og flugþjóna í ágúst – september. Síðan verðum við að sjá til hvernig veturinn lítur út hvað þetta varðar,“ sagði Bogi Nils. Uppgjör Icelandair Group fyrir annan ársfjórðung var birt í dag eftir lokun markaða en þar kom fram að tap félagsins hafi numið 12,3 milljörðum króna. Bogi segir að tapið sé meira en gert hafi verið ráð fyrir. „Þetta er að sjálfsögðu ekki í takti við okkar áætlun fyrir árið í heild eins og við lögðum það upp í upphafi árs. Þetta er mun meira tap en við gerðum ráð fyrir en það er ákveðinn varnarsigur í þessu,“ sagði Bogi. Icelandair flaug eingöngu um 2-3% af áætlun sinni á tímabilinu en tekjur voru 15% af því sem þær voru í fyrra. Bogi segir að það hafi náðst með auknu fraktflugi og þakkar útsjónarsemi og sveigjanleika starfsfólks félagsins fyrir. Forstjórinn segir þá að auðvitað sé slæmt að félagið tapi jafn háum fjárhæðum og raun ber vitni. „Tekjubrestur hjá okkur og öðrum flugfélögum í farþegaflugi er næstum því algjör og þess vegna er staðan svona. Það jákvæða í þessu er að við höfum verið að byggja leiðakerfið upp aftur síðustu vikur og vonandi mun það halda áfram þó að óvissan sé enn mjög mikil,“ sagði Bogi. Mörg stór mál hafa verið á dagskrá Icelandair undanfarnar vikur og mánuði en eitt af þeim er væntanlegt hlutafjárútboð félagsins. Bogi segir að enn sé unnið að því að gera allt tilbúið fyrir það. „Það er ekki allt tilbúið. Við erum að vinna að því og það eru mörg verkefni í gangi,“ sagði Bogi og tók til dæmis samninga við lánardrottna sem unnið er að. Stefnt sé að útboðið fari fram í ágúst.
Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur látinn af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur látinn af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira