Yfirmaður sóttvarna í Kína sprautaði sig með tilraunamótefni Samúel Karl Ólason skrifar 28. júlí 2020 08:48 Gao Fu, yfirmaður Sóttvarnastofnunar Kína. AP/Mark Schiefelbein Gao Fu, yfirmaður Sóttvarnastofnunar Kína, CCDC, segist hafa verið sprautaður af tilraunamótefni gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Það segist Gao hafa gert til að sannfæra almenning um að það væri öruggt þegar umfangsmeiri tilraunir verða samþykktar. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar sagði Gao ekki hvort hann hefði verið sprautaður af mótefninu vegna samþykktar tilraunar og hefur hann ekki svarað fyrirspurnum fréttaveitunnar. Fyrr í þessum mánuði voru stjórnendur og starfsmenn lyfjafyrirtækis í eigu ríkisins sprautaðir af tilraunamótefni, þrátt fyrir að tilraunir á mönnum hafi ekki verið samþykktar þá. Lyfjafyrirtæki um heim allan keppast nú um að framleiða mótefni við Covid-19. Slíkt yrði mikill sigur fyrir það ríki sem verður fyrst, bæði pólitískt séð og vísindalega. Þar að auki gæti það verið reynst ríkjunum vel, efnahagslega. Af þeim mótefnum sem þykja líklegust til að bera árangur koma minnst átta frá Kína. Samkvæmt AP eru þau rúmlega tuttugu og þar af átta frá Kína. Gao vildi ekki segja hvaða mótefni hann hefði verið sprautaður og sagðist hann ekki vilja líta út fyrir að ganga erinda einhverra sérstakra lyfjafyrirtækja. Gao hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni í Kína og um heim allan vegna upprunalegra viðbragða CCDC á faraldri nýju kórónuveirunnar. AP segir hann hafa stigið úr sviðsljósinu í kjölfar faraldursins og að hann hafi ekki sést opinberlega í marga mánuði. Um 30 þúsund Bandaríkjamenn taka þátt í stærstu mótefnatilrauninni hingað til sem hófst í gær. Fólk víðsvegar um landið voru sprautuð af mótefni eða lyfleysu. Sú tilraun er á vegum National Institutes of Health og Moderna. Annað fyrirtæki, Pfizer, tilkynnti einnig að það væri að byrja eigin tilraun sem ætti að ná til 30 þúsund manna. Það eru þó nokkrir mánuðir þar til niðurstöður munu liggja fyrir. Í dag hafa um 16 og hálf milljón manna smitast af Covid-19, svo vitað sé, og rúmlega 650 þúsund manns hafa dáið. Þar af hafa nærri því 150 þúsund dáið í Bandaríkjunum, nærri því 90 þúsund í Brasilíu og rúmlega 45 þúsund í Bretlandi. Kína Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Gao Fu, yfirmaður Sóttvarnastofnunar Kína, CCDC, segist hafa verið sprautaður af tilraunamótefni gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Það segist Gao hafa gert til að sannfæra almenning um að það væri öruggt þegar umfangsmeiri tilraunir verða samþykktar. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar sagði Gao ekki hvort hann hefði verið sprautaður af mótefninu vegna samþykktar tilraunar og hefur hann ekki svarað fyrirspurnum fréttaveitunnar. Fyrr í þessum mánuði voru stjórnendur og starfsmenn lyfjafyrirtækis í eigu ríkisins sprautaðir af tilraunamótefni, þrátt fyrir að tilraunir á mönnum hafi ekki verið samþykktar þá. Lyfjafyrirtæki um heim allan keppast nú um að framleiða mótefni við Covid-19. Slíkt yrði mikill sigur fyrir það ríki sem verður fyrst, bæði pólitískt séð og vísindalega. Þar að auki gæti það verið reynst ríkjunum vel, efnahagslega. Af þeim mótefnum sem þykja líklegust til að bera árangur koma minnst átta frá Kína. Samkvæmt AP eru þau rúmlega tuttugu og þar af átta frá Kína. Gao vildi ekki segja hvaða mótefni hann hefði verið sprautaður og sagðist hann ekki vilja líta út fyrir að ganga erinda einhverra sérstakra lyfjafyrirtækja. Gao hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni í Kína og um heim allan vegna upprunalegra viðbragða CCDC á faraldri nýju kórónuveirunnar. AP segir hann hafa stigið úr sviðsljósinu í kjölfar faraldursins og að hann hafi ekki sést opinberlega í marga mánuði. Um 30 þúsund Bandaríkjamenn taka þátt í stærstu mótefnatilrauninni hingað til sem hófst í gær. Fólk víðsvegar um landið voru sprautuð af mótefni eða lyfleysu. Sú tilraun er á vegum National Institutes of Health og Moderna. Annað fyrirtæki, Pfizer, tilkynnti einnig að það væri að byrja eigin tilraun sem ætti að ná til 30 þúsund manna. Það eru þó nokkrir mánuðir þar til niðurstöður munu liggja fyrir. Í dag hafa um 16 og hálf milljón manna smitast af Covid-19, svo vitað sé, og rúmlega 650 þúsund manns hafa dáið. Þar af hafa nærri því 150 þúsund dáið í Bandaríkjunum, nærri því 90 þúsund í Brasilíu og rúmlega 45 þúsund í Bretlandi.
Kína Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira