Tónlistamaðurinn Axel Ómarsson frumsýnir nýtt myndband við lagið Take Me Home, Country Roads hér á Vísi í dag.
Um er að ræða lag frá árið 1971 sem margir ættu að kannast við, sérstaklega stuðningsmenn Manchester United.
Lagið er eftir John Denver, Bill Danhoff og Taffy Nivert.
Útgáfa Axels er unnin í samstarfi við Milo Deering.
„Milo Deering er einn af virtari country hljóðfæraleikurum í Bandaríkjunum. Hann hefur spilað inn á mörg hundruð plötur á sínum ferli með listamönnum eins og LeeAnn Rimes, Eli Young Band, Madonna, Don Henley og mörgum fleirum,“ segir Axel.
„Milo hefur verið í tónleikasveit Eagles og Don Henley um árabil, og hefur komið fram á CMA Awards, the Grammys, Tonight Show, David Letterman og fl. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna sem hljóðfæraleikari í country heiminum vestra.“
Myndbandið var tekið upp Grímsnesi og í Dallas í Texas.