Benedikt víkur úr máli eftir útskriftarveislu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júlí 2020 15:11 Benedikt Bogason, hæstaréttardómari. mynd/ valgarður Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur vikið úr máli þrotabús EK1923 gegn Sjöstjörnunni sem flutt verður fyrir Hæstarétti í október. Þetta staðfestir Heiðar Ásberg Atlason, lögmaður Sjöstjörnunnar, í samtali við Vísi en tilkynning þess efnis barst í morgun. Heiðar hafði krafist þess að Benedikt viki úr málinu eftir að sá síðarnefndi sótti útskriftarveislu dætra Sveins Andra Sveinssonar, skiptastjóra þrotabús EK1923. Sjöstjarnan, félag athafnamannsins Skúla Gunnars Sigfússonar, hafði í héraði verið dæmd til að greiða þrotabúinu 223 milljóna króna riftun annars vegar og 21 milljón hins vegar auk vaxta sem Sveinn hafði farið fram á. Landsréttur taldi hins vegar að greiða ætti lægri upphæðina og kyrrsetning á eignum sem höfðu tengst hærri upphæðinni hafði einnig verið felld út. Sveinn Andri áfrýjaði málinu til Hæstaréttar og samþykkti Hæstiréttur málskotsbeiðnina. Heiðar Ásberg, lögmaður Sjöstjörnunnar, sendi forseta Hæstaréttar bréf í síðustu viku þar sem þess var krafist að hæfi Benedikts Bogasonar yrði metið í málinu en hann væri góðvinur Sveins Andra og því ekki í stöðu til að dæma í málinu. Vísaði hann þá til þess að Benedikt hefði nýlega sótt útskriftarveislur tveggja dætra Sveins Andra, sem mbl.is greindi frá. „Ég vil ekki að vinir andstæðinga minna dæmi í málinu þeirra. Það segir sig sjálft,“ segir Heiðar. Ekki liggur fyrir hver taki við málinu en nýlega sögðu Gréta Baldvinsdóttir og Þorgeir Erlingsson af sér en þau voru dómarar í Hæstarétti. Umsóknarfrestur í stöðu dómara rann út í gær og munu því þrír taka dómarasæti í málinu í haust. „Svo kom tilkynning í morgun um að þau og Benedikt væru ekki lengur í málinu þannig að við vitum bara að Sigurður Tómas og Ingveldur eru en við vitum ekki hverjir koma í staðin fyrir hin,“ segir Heiðar. „Ég hef vitað það lengi að þeir væru félagar en það að hann kæmi í útskriftarveislu barnanna var eitthvað sem ég vissi ekki fyrr en bara eftir á. Þú býður ekki einhverjum kunningjum þínum í útskriftarveislu barnanna þinna, þú býður bestu vinum þínum. Þess vegna krafðist ég þess að hann myndi víkja úr sæti sem hann gerði.“ Dómsmál Tengdar fréttir Sigrihrósandi Skúli sakar Svein Andra um endurtekin „handarbaksvinnubrögð“ Skúli í Subway fer hörðum orðum um hæstaréttarlögmanninn Svein Andra Sveinsson eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá máli gegn Skúla í gær. 3. apríl 2020 12:02 Hæstiréttur veitir Sveini Andra áfrýjunarleyfi í máli gegn Skúla í Subway Hæstiréttur hefur ákveðið að veita Sveini Andra Sveinssyni lögmanni og skiptastjóra EK1923 ehf. leyfi til áfrýjunar í máli Sjöstjörnunnar, fasteignafélags í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar sem oft er kenndur við Subway, gegn félaginu. 29. apríl 2020 18:14 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur vikið úr máli þrotabús EK1923 gegn Sjöstjörnunni sem flutt verður fyrir Hæstarétti í október. Þetta staðfestir Heiðar Ásberg Atlason, lögmaður Sjöstjörnunnar, í samtali við Vísi en tilkynning þess efnis barst í morgun. Heiðar hafði krafist þess að Benedikt viki úr málinu eftir að sá síðarnefndi sótti útskriftarveislu dætra Sveins Andra Sveinssonar, skiptastjóra þrotabús EK1923. Sjöstjarnan, félag athafnamannsins Skúla Gunnars Sigfússonar, hafði í héraði verið dæmd til að greiða þrotabúinu 223 milljóna króna riftun annars vegar og 21 milljón hins vegar auk vaxta sem Sveinn hafði farið fram á. Landsréttur taldi hins vegar að greiða ætti lægri upphæðina og kyrrsetning á eignum sem höfðu tengst hærri upphæðinni hafði einnig verið felld út. Sveinn Andri áfrýjaði málinu til Hæstaréttar og samþykkti Hæstiréttur málskotsbeiðnina. Heiðar Ásberg, lögmaður Sjöstjörnunnar, sendi forseta Hæstaréttar bréf í síðustu viku þar sem þess var krafist að hæfi Benedikts Bogasonar yrði metið í málinu en hann væri góðvinur Sveins Andra og því ekki í stöðu til að dæma í málinu. Vísaði hann þá til þess að Benedikt hefði nýlega sótt útskriftarveislur tveggja dætra Sveins Andra, sem mbl.is greindi frá. „Ég vil ekki að vinir andstæðinga minna dæmi í málinu þeirra. Það segir sig sjálft,“ segir Heiðar. Ekki liggur fyrir hver taki við málinu en nýlega sögðu Gréta Baldvinsdóttir og Þorgeir Erlingsson af sér en þau voru dómarar í Hæstarétti. Umsóknarfrestur í stöðu dómara rann út í gær og munu því þrír taka dómarasæti í málinu í haust. „Svo kom tilkynning í morgun um að þau og Benedikt væru ekki lengur í málinu þannig að við vitum bara að Sigurður Tómas og Ingveldur eru en við vitum ekki hverjir koma í staðin fyrir hin,“ segir Heiðar. „Ég hef vitað það lengi að þeir væru félagar en það að hann kæmi í útskriftarveislu barnanna var eitthvað sem ég vissi ekki fyrr en bara eftir á. Þú býður ekki einhverjum kunningjum þínum í útskriftarveislu barnanna þinna, þú býður bestu vinum þínum. Þess vegna krafðist ég þess að hann myndi víkja úr sæti sem hann gerði.“
Dómsmál Tengdar fréttir Sigrihrósandi Skúli sakar Svein Andra um endurtekin „handarbaksvinnubrögð“ Skúli í Subway fer hörðum orðum um hæstaréttarlögmanninn Svein Andra Sveinsson eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá máli gegn Skúla í gær. 3. apríl 2020 12:02 Hæstiréttur veitir Sveini Andra áfrýjunarleyfi í máli gegn Skúla í Subway Hæstiréttur hefur ákveðið að veita Sveini Andra Sveinssyni lögmanni og skiptastjóra EK1923 ehf. leyfi til áfrýjunar í máli Sjöstjörnunnar, fasteignafélags í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar sem oft er kenndur við Subway, gegn félaginu. 29. apríl 2020 18:14 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
Sigrihrósandi Skúli sakar Svein Andra um endurtekin „handarbaksvinnubrögð“ Skúli í Subway fer hörðum orðum um hæstaréttarlögmanninn Svein Andra Sveinsson eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá máli gegn Skúla í gær. 3. apríl 2020 12:02
Hæstiréttur veitir Sveini Andra áfrýjunarleyfi í máli gegn Skúla í Subway Hæstiréttur hefur ákveðið að veita Sveini Andra Sveinssyni lögmanni og skiptastjóra EK1923 ehf. leyfi til áfrýjunar í máli Sjöstjörnunnar, fasteignafélags í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar sem oft er kenndur við Subway, gegn félaginu. 29. apríl 2020 18:14