Fjögur ný innanlandssmit greindust í gær Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júlí 2020 10:43 Alls eru 28 í einangrun með virk smit á landinu. Þorkell Þorkelsson/Landspítali háskólasjúkrahús Fjögur ný innanlandssmit kórónuveiru greindust á landinu síðasta sólarhringinn. Ekki er búið að skera úr um það hvort þau séu tengd þeim sýkingum sem komið hafa upp síðustu daga. Fundi samráðshóps um næstu skref veiruaðgerða lauk nú á ellefta tímanum. Jóhann K. Jóhannsson samskiptastjóri almannavarna segir í samtali við fréttastofu að á fundinum, þar sem eiga sæti landlæknir, sóttvarnalæknir, fulltrúi stjórnvalda og almannavarnir, hafi verið farið yfir tölulegar upplýsingar fyrir síðasta sólarhring. „Og staðan er þannig núna að það eru 28 komnir í einangrun og einn bíður eftir niðurstöðu mótefnamælingar. 201 er kominn í sóttkví og það hafa bæst við fjögur innlend smit frá því í gær,“ segir Jóhann. „Í þessum heildarfjölda eru níu tengdir aðilar og hafa verið gerðar átta raðgreiningar, sem hafa sýnt fram á að það er sama mynstur í þeim.“ Ekki sé komin niðurstaða úr raðgreiningu á þessum nýju smitum og því ekki komið í ljós hvort þau séu tengd þeim sýkingum sem hafa verið til umfjöllunar undanfarna daga. Gert er ráð fyrir að yfirvöld boði hertari aðgerðir til að hefta útbreiðslu veirunnar í ljósi þeirrar stöðu sem komin er upp. Um næstu skref segir Jóhann að það sé nú sóttvarnalæknis að taka ákvörðun þess efnis. „Hann mun skila minnisblaði til heilbrigðisráðherra í dag um stöðuna og hann þarf að taka ákvörðun um framhaldið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þrjú innanlandssmit til viðbótar Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. 28. júlí 2020 11:32 Covid-tengdir sjúkraflutningar hvorki ávísun á smit né innlögn Enginn liggur inni á Landspítalanum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. 29. júlí 2020 10:25 Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Erlent Skipulögðu viðburðinn á rúmum mánuði: Framhaldsskólar á Norður- og Austurlandi með sína söngkeppni á laugardag Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Fjögur ný innanlandssmit kórónuveiru greindust á landinu síðasta sólarhringinn. Ekki er búið að skera úr um það hvort þau séu tengd þeim sýkingum sem komið hafa upp síðustu daga. Fundi samráðshóps um næstu skref veiruaðgerða lauk nú á ellefta tímanum. Jóhann K. Jóhannsson samskiptastjóri almannavarna segir í samtali við fréttastofu að á fundinum, þar sem eiga sæti landlæknir, sóttvarnalæknir, fulltrúi stjórnvalda og almannavarnir, hafi verið farið yfir tölulegar upplýsingar fyrir síðasta sólarhring. „Og staðan er þannig núna að það eru 28 komnir í einangrun og einn bíður eftir niðurstöðu mótefnamælingar. 201 er kominn í sóttkví og það hafa bæst við fjögur innlend smit frá því í gær,“ segir Jóhann. „Í þessum heildarfjölda eru níu tengdir aðilar og hafa verið gerðar átta raðgreiningar, sem hafa sýnt fram á að það er sama mynstur í þeim.“ Ekki sé komin niðurstaða úr raðgreiningu á þessum nýju smitum og því ekki komið í ljós hvort þau séu tengd þeim sýkingum sem hafa verið til umfjöllunar undanfarna daga. Gert er ráð fyrir að yfirvöld boði hertari aðgerðir til að hefta útbreiðslu veirunnar í ljósi þeirrar stöðu sem komin er upp. Um næstu skref segir Jóhann að það sé nú sóttvarnalæknis að taka ákvörðun þess efnis. „Hann mun skila minnisblaði til heilbrigðisráðherra í dag um stöðuna og hann þarf að taka ákvörðun um framhaldið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þrjú innanlandssmit til viðbótar Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. 28. júlí 2020 11:32 Covid-tengdir sjúkraflutningar hvorki ávísun á smit né innlögn Enginn liggur inni á Landspítalanum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. 29. júlí 2020 10:25 Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Erlent Skipulögðu viðburðinn á rúmum mánuði: Framhaldsskólar á Norður- og Austurlandi með sína söngkeppni á laugardag Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Þrjú innanlandssmit til viðbótar Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. 28. júlí 2020 11:32
Covid-tengdir sjúkraflutningar hvorki ávísun á smit né innlögn Enginn liggur inni á Landspítalanum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. 29. júlí 2020 10:25
Skipulögðu viðburðinn á rúmum mánuði: Framhaldsskólar á Norður- og Austurlandi með sína söngkeppni á laugardag Innlent
Skipulögðu viðburðinn á rúmum mánuði: Framhaldsskólar á Norður- og Austurlandi með sína söngkeppni á laugardag Innlent