Spítalainnlögn vegna Covid-19 Stefán Ó. Jónsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 30. júlí 2020 10:47 Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Vísir/Vilhelm Einstaklingur hefur verið lagður inn á Landspítalann vegna kórónuveirusýkingar. Þetta er fyrsta innlögnin á sjúkrahús vegna Covid-19 síðan í maí. Ríkisútvarpið greindi frá þessu fyrst en Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild, staðfestir þetta við fréttastofu. Farsóttarnefnd og viðbragðsstjórn Landspítala ákváðu í gær að grípa til aðgerða á spítalanum vegna þess hversu hratt smituðum af kórónuveirunni hefur fjölgað síðustu daga. Nýja reglurnar tóku gildi á miðnætti en vegna innlagnarinnar er þessi vænst að viðbúnaðarstig á spítalanum verði hækkað yfir á hættustig. Í samtali við fréttastofu segir Már að tilefni hafi þótt til að leggja einstaklinginn inn en kvaðst ekki geta tjáð sig frekar um ástand viðkomandi. Innlögnin sé táknræn að mati Más og til marks um að „það séu meiri veikindi út í samfélaginu heldur en við höfum getað staðfest.“ Már segir þá að gera verði ráð fyrir því að fleiri séu smitaðir í samfélaginu, og því mögulegt að fleiri innlagnir muni fylgja í kjölfarið. Viðbragðsstjórn spítalans mun koma saman klukkan 12 í dag. Eftir þann fund gerir Már ráð fyrir því að spítalinn verði formlega settur á hættustig. „Ef maður gerir þessar reikningskúnstir aftur á bak miðað við það sem var hérna í vor, þá má gera ráð fyrir því að það séu fleiri einstaklingar þarna úti. Þá ræðst þetta svolítið á næstu dögum, hvað er að gerast,“ segir Már. Hann segir spítalinn sé þegar kominn í stellingar og haldi vel utan um alla tölfræði er varðar innlagnir á Covid-göngudeild og annað slíkt. „Þannig getur maður áttað sig á umfanginu og viðbragðið helgast svolítið af því.“ Síðasti smitaði einstaklingurinn var útskrifaður af Landspítalanum þann 13. maí síðastliðinn. Þegar mest lét voru 44 inniliggjandi á sama tíma í byrjun apríl. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
Einstaklingur hefur verið lagður inn á Landspítalann vegna kórónuveirusýkingar. Þetta er fyrsta innlögnin á sjúkrahús vegna Covid-19 síðan í maí. Ríkisútvarpið greindi frá þessu fyrst en Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild, staðfestir þetta við fréttastofu. Farsóttarnefnd og viðbragðsstjórn Landspítala ákváðu í gær að grípa til aðgerða á spítalanum vegna þess hversu hratt smituðum af kórónuveirunni hefur fjölgað síðustu daga. Nýja reglurnar tóku gildi á miðnætti en vegna innlagnarinnar er þessi vænst að viðbúnaðarstig á spítalanum verði hækkað yfir á hættustig. Í samtali við fréttastofu segir Már að tilefni hafi þótt til að leggja einstaklinginn inn en kvaðst ekki geta tjáð sig frekar um ástand viðkomandi. Innlögnin sé táknræn að mati Más og til marks um að „það séu meiri veikindi út í samfélaginu heldur en við höfum getað staðfest.“ Már segir þá að gera verði ráð fyrir því að fleiri séu smitaðir í samfélaginu, og því mögulegt að fleiri innlagnir muni fylgja í kjölfarið. Viðbragðsstjórn spítalans mun koma saman klukkan 12 í dag. Eftir þann fund gerir Már ráð fyrir því að spítalinn verði formlega settur á hættustig. „Ef maður gerir þessar reikningskúnstir aftur á bak miðað við það sem var hérna í vor, þá má gera ráð fyrir því að það séu fleiri einstaklingar þarna úti. Þá ræðst þetta svolítið á næstu dögum, hvað er að gerast,“ segir Már. Hann segir spítalinn sé þegar kominn í stellingar og haldi vel utan um alla tölfræði er varðar innlagnir á Covid-göngudeild og annað slíkt. „Þannig getur maður áttað sig á umfanginu og viðbragðið helgast svolítið af því.“ Síðasti smitaði einstaklingurinn var útskrifaður af Landspítalanum þann 13. maí síðastliðinn. Þegar mest lét voru 44 inniliggjandi á sama tíma í byrjun apríl.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira