Fólk hamstraði andlitsgrímur í dag Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. júlí 2020 20:30 Óhætt er að segja að andlitsgrímur hafi rokið út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu. Nokkuð er um að fólk hamstri grímurnar og hafa einhverjar verslanir takmarkað kaup fólks á þeim. Meðal hertra aðgerða sem taka gildi í hádeginu á morgun er grímuskylda á stöðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli fólks. Almenningssamgöngur voru sérstaklega nefndar í því samhengi en ætla má að aðgerðin taki einnig til þjónustu þar sem mikil nálægð er á milli fólks. Strætó hefur þegar gefið út að grímulausu fólki verði ekki hleypt inn í vagnana eftir hádegi á morgun. Á tólfta tímanum í dag hafði heildsalan Kemí selt 33 þúsund grímur frá því að upplýsingafundinum lauk. Mikil örtröð var í verslanir Lyfju í dag og hafði síminn vart stoppað. „Salan hefur stóraukist og það eru margir birgjar sem við höfum á bakvið okkur, en eins og er þá er staðan góð hjá okkur. Nóg til af grímum og meira sem kemur á morgun,“ sagði Ingibjörg Jóhannesdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Lyfju. Nokkuð er um að fólk hamstri grímur og til að tryggja að sem flestir geti keypt þær takmarkaði Lyfja Lágmúla kaup einstaklinga við tíu grímur í einu. „Þetta er þessi hefðbundna gríma sem fæst í apótekum og matvöruverslunum. Hún er einföld notkunar og verður maður að passa að halda í böndin svo að sýklar fari ekki í grímuna sjálfa. Ég set hana upp svona og svo verður maður að passa að hafa hverja og eina grímu einungis í svona klukkutíma í senn því eftir þann tíma getur byrjað að myndast raki í grímunni.“ Nokkrar tegundir eru til af grímum á markaði og er helsti munurinn fólginn í því hversu þykk gríman er en þykkar grímur verja eðli málsins samkvæmt betur en þær þunnu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Óhætt er að segja að andlitsgrímur hafi rokið út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu. Nokkuð er um að fólk hamstri grímurnar og hafa einhverjar verslanir takmarkað kaup fólks á þeim. Meðal hertra aðgerða sem taka gildi í hádeginu á morgun er grímuskylda á stöðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli fólks. Almenningssamgöngur voru sérstaklega nefndar í því samhengi en ætla má að aðgerðin taki einnig til þjónustu þar sem mikil nálægð er á milli fólks. Strætó hefur þegar gefið út að grímulausu fólki verði ekki hleypt inn í vagnana eftir hádegi á morgun. Á tólfta tímanum í dag hafði heildsalan Kemí selt 33 þúsund grímur frá því að upplýsingafundinum lauk. Mikil örtröð var í verslanir Lyfju í dag og hafði síminn vart stoppað. „Salan hefur stóraukist og það eru margir birgjar sem við höfum á bakvið okkur, en eins og er þá er staðan góð hjá okkur. Nóg til af grímum og meira sem kemur á morgun,“ sagði Ingibjörg Jóhannesdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Lyfju. Nokkuð er um að fólk hamstri grímur og til að tryggja að sem flestir geti keypt þær takmarkaði Lyfja Lágmúla kaup einstaklinga við tíu grímur í einu. „Þetta er þessi hefðbundna gríma sem fæst í apótekum og matvöruverslunum. Hún er einföld notkunar og verður maður að passa að halda í böndin svo að sýklar fari ekki í grímuna sjálfa. Ég set hana upp svona og svo verður maður að passa að hafa hverja og eina grímu einungis í svona klukkutíma í senn því eftir þann tíma getur byrjað að myndast raki í grímunni.“ Nokkrar tegundir eru til af grímum á markaði og er helsti munurinn fólginn í því hversu þykk gríman er en þykkar grímur verja eðli málsins samkvæmt betur en þær þunnu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent