Fólk hamstraði andlitsgrímur í dag Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. júlí 2020 20:30 Óhætt er að segja að andlitsgrímur hafi rokið út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu. Nokkuð er um að fólk hamstri grímurnar og hafa einhverjar verslanir takmarkað kaup fólks á þeim. Meðal hertra aðgerða sem taka gildi í hádeginu á morgun er grímuskylda á stöðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli fólks. Almenningssamgöngur voru sérstaklega nefndar í því samhengi en ætla má að aðgerðin taki einnig til þjónustu þar sem mikil nálægð er á milli fólks. Strætó hefur þegar gefið út að grímulausu fólki verði ekki hleypt inn í vagnana eftir hádegi á morgun. Á tólfta tímanum í dag hafði heildsalan Kemí selt 33 þúsund grímur frá því að upplýsingafundinum lauk. Mikil örtröð var í verslanir Lyfju í dag og hafði síminn vart stoppað. „Salan hefur stóraukist og það eru margir birgjar sem við höfum á bakvið okkur, en eins og er þá er staðan góð hjá okkur. Nóg til af grímum og meira sem kemur á morgun,“ sagði Ingibjörg Jóhannesdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Lyfju. Nokkuð er um að fólk hamstri grímur og til að tryggja að sem flestir geti keypt þær takmarkaði Lyfja Lágmúla kaup einstaklinga við tíu grímur í einu. „Þetta er þessi hefðbundna gríma sem fæst í apótekum og matvöruverslunum. Hún er einföld notkunar og verður maður að passa að halda í böndin svo að sýklar fari ekki í grímuna sjálfa. Ég set hana upp svona og svo verður maður að passa að hafa hverja og eina grímu einungis í svona klukkutíma í senn því eftir þann tíma getur byrjað að myndast raki í grímunni.“ Nokkrar tegundir eru til af grímum á markaði og er helsti munurinn fólginn í því hversu þykk gríman er en þykkar grímur verja eðli málsins samkvæmt betur en þær þunnu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Óhætt er að segja að andlitsgrímur hafi rokið út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu. Nokkuð er um að fólk hamstri grímurnar og hafa einhverjar verslanir takmarkað kaup fólks á þeim. Meðal hertra aðgerða sem taka gildi í hádeginu á morgun er grímuskylda á stöðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli fólks. Almenningssamgöngur voru sérstaklega nefndar í því samhengi en ætla má að aðgerðin taki einnig til þjónustu þar sem mikil nálægð er á milli fólks. Strætó hefur þegar gefið út að grímulausu fólki verði ekki hleypt inn í vagnana eftir hádegi á morgun. Á tólfta tímanum í dag hafði heildsalan Kemí selt 33 þúsund grímur frá því að upplýsingafundinum lauk. Mikil örtröð var í verslanir Lyfju í dag og hafði síminn vart stoppað. „Salan hefur stóraukist og það eru margir birgjar sem við höfum á bakvið okkur, en eins og er þá er staðan góð hjá okkur. Nóg til af grímum og meira sem kemur á morgun,“ sagði Ingibjörg Jóhannesdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Lyfju. Nokkuð er um að fólk hamstri grímur og til að tryggja að sem flestir geti keypt þær takmarkaði Lyfja Lágmúla kaup einstaklinga við tíu grímur í einu. „Þetta er þessi hefðbundna gríma sem fæst í apótekum og matvöruverslunum. Hún er einföld notkunar og verður maður að passa að halda í böndin svo að sýklar fari ekki í grímuna sjálfa. Ég set hana upp svona og svo verður maður að passa að hafa hverja og eina grímu einungis í svona klukkutíma í senn því eftir þann tíma getur byrjað að myndast raki í grímunni.“ Nokkrar tegundir eru til af grímum á markaði og er helsti munurinn fólginn í því hversu þykk gríman er en þykkar grímur verja eðli málsins samkvæmt betur en þær þunnu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira