Þingeysk ungmenni græða upp landið með gömlum heyrúllum Kristján Már Unnarsson skrifar 30. júlí 2020 22:28 Sigurlína Tryggvadóttir, landfræðingur og bóndi í Svartárkoti, stýrir verkefninu. Bárðardalur sést fyrir aftan. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Gamlar heyrúllur nýtast nú við uppgræðslu lands í Þingeyjarsýslu í samstarfsverkefni Bárðdælinga og Mývetninga. Ungmenni sem urðu af sumarstarfi vegna kórónufaraldursins fengu verkefni um leið og bændur losnuðu við ónýtt hey. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Við fundum þau í Bárðardal á lítt grónum melum. Bændurnir á Halldórsstöðum voru að koma heyrúllum fyrir á hentugum stað efst í brekku, þar tóku ungmenni við þeim og ristu utan af þeim plastið. Okkur var sagt að sumar rúllurnar væru 20-30 ára gamlar. „Þetta er uppgræðsluverkefni þar sem verið að dreifa gömlum heyrúllum, sem eru ónýtar. Þannig að það er ekki verið að gefa þær og þær verða notaðar við uppræðslu,“ sagði verkefnisstjórinn Sigurlína Tryggvadóttir, landfræðingur og bóndi í Svartárkoti. Plastið rifið utan af heyrúllunum áður en heyinu er dreift um svæðið.Stð 2/Arnar Halldórsson. Við sáum hvernig hópurinn nýtti sér þyngdaraflið til að rúlla heyrúllunum undan brekku og dreifa heyinu þannig um svæðið. „Þetta er tvíþætt. Þú losnar svona við þessa afganga og getur gengið frá þessu plasti. Síðan notar þú heyið við uppgræðslu, sem annars væri ónýtt. Það er ekkert hægt að nýta það á annan hátt.“ Þetta er samstarfsverkefni Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps með stuðningi Landgræðslunnar. Sigurlína segir það hafa sprottið upp af grasrótarstarfi í Bárðardal. „Þar sem tveir bændur fengu þessa hugmynd að telja gamlar heyfyrningar, rúllur, og komust að því að þetta væru um það bil 900 rúllur.“ En hugmyndin var líka sú að skapa atvinnu fyrir ungmenni í sveitinni eftir að störfum sem þau annars hefðu sinnt í ferðaþjónustu fækkaði vegna covid. „Það eru nokkrir krakkar, eða fjórir krakkar, að vinna við þetta,“ segir Sigurlína. Bændur sjá um að flytja heyrúllurnar á uppgræðslusvæðið.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Bændur koma einnig að þessu með því að leggja til heyrúllur og dráttarvélar og hjálpa til við að flytja rúllurnar. „Þannig að þetta er stórt samvinnuverkefni.“ Gamla heyið er auðvitað ekkert annað en lífrænn áburður og kjörið landgræðsluefni, að mati Bárðdælinga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Þingeyjarsveit Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Gamlar heyrúllur nýtast nú við uppgræðslu lands í Þingeyjarsýslu í samstarfsverkefni Bárðdælinga og Mývetninga. Ungmenni sem urðu af sumarstarfi vegna kórónufaraldursins fengu verkefni um leið og bændur losnuðu við ónýtt hey. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Við fundum þau í Bárðardal á lítt grónum melum. Bændurnir á Halldórsstöðum voru að koma heyrúllum fyrir á hentugum stað efst í brekku, þar tóku ungmenni við þeim og ristu utan af þeim plastið. Okkur var sagt að sumar rúllurnar væru 20-30 ára gamlar. „Þetta er uppgræðsluverkefni þar sem verið að dreifa gömlum heyrúllum, sem eru ónýtar. Þannig að það er ekki verið að gefa þær og þær verða notaðar við uppræðslu,“ sagði verkefnisstjórinn Sigurlína Tryggvadóttir, landfræðingur og bóndi í Svartárkoti. Plastið rifið utan af heyrúllunum áður en heyinu er dreift um svæðið.Stð 2/Arnar Halldórsson. Við sáum hvernig hópurinn nýtti sér þyngdaraflið til að rúlla heyrúllunum undan brekku og dreifa heyinu þannig um svæðið. „Þetta er tvíþætt. Þú losnar svona við þessa afganga og getur gengið frá þessu plasti. Síðan notar þú heyið við uppgræðslu, sem annars væri ónýtt. Það er ekkert hægt að nýta það á annan hátt.“ Þetta er samstarfsverkefni Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps með stuðningi Landgræðslunnar. Sigurlína segir það hafa sprottið upp af grasrótarstarfi í Bárðardal. „Þar sem tveir bændur fengu þessa hugmynd að telja gamlar heyfyrningar, rúllur, og komust að því að þetta væru um það bil 900 rúllur.“ En hugmyndin var líka sú að skapa atvinnu fyrir ungmenni í sveitinni eftir að störfum sem þau annars hefðu sinnt í ferðaþjónustu fækkaði vegna covid. „Það eru nokkrir krakkar, eða fjórir krakkar, að vinna við þetta,“ segir Sigurlína. Bændur sjá um að flytja heyrúllurnar á uppgræðslusvæðið.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Bændur koma einnig að þessu með því að leggja til heyrúllur og dráttarvélar og hjálpa til við að flytja rúllurnar. „Þannig að þetta er stórt samvinnuverkefni.“ Gamla heyið er auðvitað ekkert annað en lífrænn áburður og kjörið landgræðsluefni, að mati Bárðdælinga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Þingeyjarsveit Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira