Víðir undrast gagnrýni á pistil Sigríðar Andersen Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. júlí 2020 11:14 Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, velti vöngum yfir viðbrögðum stjórnvalda við nýjustu tilfellum kórónuveirunnar. Spurði hún hvort þær bæru með sér stefnubreytingu, að ætlunin væri ekki lengur að fleyja út kúrfuna heldur að koma í veg fyrir öll smit. vísir/vilhelm Skrif Sigríðar Á. Andersen um boðuð viðbrögð stjórnvalda við kórónuveirunni voru málefnaleg og yfirveguð að mati Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns. Pistill hennar sætti nokkurri gagnrýni en þar ýjar hún að því að fólk kunni að hafa misst sjónar á markmiðum sóttvarnaaðgerða gegn veirunni. Gagnrýni sem þessi hjálpar hins vegar stjórnvöldum við ákvarðanir sínar í baráttunni við veiruna að sögn Víðis, það væri beinlínis hættulegt ef allir væru þeim alltaf sammála. Þórarinn Ævarsson, eigandi Spaðans, vakti máls á færslu Sigríðar Andersen í Bítinu í morgun. Þar rifjar Sigríður upp að þeim aðgerðum sem gripið var til í baráttunni við veiruna í vor hafi verið ætlað að „fletja kúrfuna“ svo að heilbrigðiskerfið gæti betur ráðið við smittilfelli. „Nú finnst mér farið að örla á einhvers konar nýju markmiði sem virðist vera það að engin smit greinist hér á landi,“ skrifaði Sigríður. Það sé hins vegar mat sérfræðinga að það sé óraunhæft markmið. „Skilaboð þeirra hafa þvert á móti verið þau að við munum þurfa að lifa með þessari veiru næstu árin. Verkefnið hlýtur því að vera að undirbúa okkur fyrir það. Ekki með hræðsluáróðri eða síendurteknum opinberum hugleiðingum um ,,skref til baka" í átt að einangrun og hafta sem við vitum nú þegar að hefur feigðina í för með sér þótt ekki endilega af völdum C19.“ Sigríður segist því heldur vilja aukna áherslu á að miðla upplýsingum um rannsóknir og meðferðir við kórónuveirunni. Það gæfi fólki færi á að leggja mat á eigin lífstíl næstu misserin. „Mér finnst skortur á þessu viðhorfi hjá stjórnvöldum,“ skrifar Sigríður og segist vona að ekki sé ástæða til að óttast að fólk hafi misst sjónar af markmiðum sóttvarnaaðgerða. Samtalið hjálpar Þórarinn sagði að sér þætti færsla Sigríðar málefnaleg og að það hafi komið honum á óvart hversu mikilli gagnrýni hún sætti. Víðir tók í sama streng. „Mér fannst þessi pistill hennar mjög áhugaverður. Það hjálpar okkur mjög í þessari umræðu að taka einmitt svona samtal, þar sem verið er að benda á hluti og ræða hlutina málefnalega. Það gerir bara gott. Þannig að mér finnst mjög ósanngjörn sú gagnrýni sem hún fékk fyrir þennan pistil,“ segir Víðir. Hann benti þó á að stjórnvöld séu ekki að grípa til jafn harðra aðgerða og gert var í vor. Þá var t.a.m. margvíslegri þjónustu gert að hætta starfsemi sem ekki er farið fram á núna. Fólk þurfi ekki að vera sammála svo að hægt sé að ræða viðbrögð stjórnvalda. „Þessi umræða þarf að vera í gangi. Ég hef oft sagt það í þessu ferli að það hættulegasta sem getur gerst fyrir okkur í svona krísustjórnun er að allir verða bara sammála okkur. Að við förum að spila einhvern leik án þess að nokkur spyrji okkur spurninga. Það væri mjög vont.“ Hlusta má á þá Víði og Þórarinn ræða um pistil Sigríðar, nýjustu höftin, smit síðustu daga og fréttir vikunnar í spilaranum hér að neðan. Bítið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Skrif Sigríðar Á. Andersen um boðuð viðbrögð stjórnvalda við kórónuveirunni voru málefnaleg og yfirveguð að mati Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns. Pistill hennar sætti nokkurri gagnrýni en þar ýjar hún að því að fólk kunni að hafa misst sjónar á markmiðum sóttvarnaaðgerða gegn veirunni. Gagnrýni sem þessi hjálpar hins vegar stjórnvöldum við ákvarðanir sínar í baráttunni við veiruna að sögn Víðis, það væri beinlínis hættulegt ef allir væru þeim alltaf sammála. Þórarinn Ævarsson, eigandi Spaðans, vakti máls á færslu Sigríðar Andersen í Bítinu í morgun. Þar rifjar Sigríður upp að þeim aðgerðum sem gripið var til í baráttunni við veiruna í vor hafi verið ætlað að „fletja kúrfuna“ svo að heilbrigðiskerfið gæti betur ráðið við smittilfelli. „Nú finnst mér farið að örla á einhvers konar nýju markmiði sem virðist vera það að engin smit greinist hér á landi,“ skrifaði Sigríður. Það sé hins vegar mat sérfræðinga að það sé óraunhæft markmið. „Skilaboð þeirra hafa þvert á móti verið þau að við munum þurfa að lifa með þessari veiru næstu árin. Verkefnið hlýtur því að vera að undirbúa okkur fyrir það. Ekki með hræðsluáróðri eða síendurteknum opinberum hugleiðingum um ,,skref til baka" í átt að einangrun og hafta sem við vitum nú þegar að hefur feigðina í för með sér þótt ekki endilega af völdum C19.“ Sigríður segist því heldur vilja aukna áherslu á að miðla upplýsingum um rannsóknir og meðferðir við kórónuveirunni. Það gæfi fólki færi á að leggja mat á eigin lífstíl næstu misserin. „Mér finnst skortur á þessu viðhorfi hjá stjórnvöldum,“ skrifar Sigríður og segist vona að ekki sé ástæða til að óttast að fólk hafi misst sjónar af markmiðum sóttvarnaaðgerða. Samtalið hjálpar Þórarinn sagði að sér þætti færsla Sigríðar málefnaleg og að það hafi komið honum á óvart hversu mikilli gagnrýni hún sætti. Víðir tók í sama streng. „Mér fannst þessi pistill hennar mjög áhugaverður. Það hjálpar okkur mjög í þessari umræðu að taka einmitt svona samtal, þar sem verið er að benda á hluti og ræða hlutina málefnalega. Það gerir bara gott. Þannig að mér finnst mjög ósanngjörn sú gagnrýni sem hún fékk fyrir þennan pistil,“ segir Víðir. Hann benti þó á að stjórnvöld séu ekki að grípa til jafn harðra aðgerða og gert var í vor. Þá var t.a.m. margvíslegri þjónustu gert að hætta starfsemi sem ekki er farið fram á núna. Fólk þurfi ekki að vera sammála svo að hægt sé að ræða viðbrögð stjórnvalda. „Þessi umræða þarf að vera í gangi. Ég hef oft sagt það í þessu ferli að það hættulegasta sem getur gerst fyrir okkur í svona krísustjórnun er að allir verða bara sammála okkur. Að við förum að spila einhvern leik án þess að nokkur spyrji okkur spurninga. Það væri mjög vont.“ Hlusta má á þá Víði og Þórarinn ræða um pistil Sigríðar, nýjustu höftin, smit síðustu daga og fréttir vikunnar í spilaranum hér að neðan.
Bítið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira