Endurtaka sig fyrir unga fólkið Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. ágúst 2020 14:30 Frá upplýsingafundi dagsins. vísir/arnar Landlæknir segir almannavarnir hafa nokkrar áhyggjur af því að upplýsingar um sýkingavarnir berist ekki nógu vel til yngri aldurshópa. Það megi til að mynda sjá af aldri þeirra sem sýkst hafa að undanförnu. Landlæknir biðlar því til foreldra að ræða við börn sín um einstaklingsbundnar smitvarnir. Alma Möller landlæknir varaði viðstadda við því að hún myndi endurtaka sig við upphaf ræðu sinnar á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hún hóf mál sitt á því að útskýra hvernig kórónuveiran smitast á milli fólks, með dropasmiti, en Alma hefur einmitt drepið á þessu í ræðum sínum á síðustu upplýsingafundum. Alma sagði þó mikilvægt að tæpa á þessu, meðal annars vegna þess að þau telji sig eiga erfitt með að ná til ungs fólks. Það sýni aldursdreifing þeirra sem veikst hafa af Covid-19 á síðustu dögum en þau eru flestir undir þrítugu. Því biðlaði Alma til þeirra foreldra sem hlýddu á fund dagsins að ræða við börn sín um einstaklingsbundnar smitvarnir. Huga vel að handþvotti og sprittun, sem ætti að vera orðið flestum landsmönnum tamt eftir fimm mánaða reynslu. Þar að auki sagðist Alma vona að landsmenn héldu áfram að miðla upplýsingum til þeirra Íslendinga sem hafa ekki góð tök á íslensku. Þær megi t.a.m. nálgast á vef Landlæknis. Fólk sem finnur til kvíða eða er áhyggjufullt í faraldrinum getur jafnframt fundið gagnlegar upplýsingar á vefnum covid.is. Þá aðstoð Rauði krossinn fólk í síma 1717 og í netspjalli sínu. Alma sagði að sama skapi að óljóst væri á þessari stundu í hvað stefnir í faraldrinum. Hún telur þannig líklegt að heimsbyggðin verði að læra að lifa með veirunni til langframa, að alltaf verði einhver smit í gangi. Engu að síður hafi verið nauðsynlegt að grípa til aðgerða núna til að hafa betri stjórn á þróuninni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Börn og uppeldi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Landlæknir segir almannavarnir hafa nokkrar áhyggjur af því að upplýsingar um sýkingavarnir berist ekki nógu vel til yngri aldurshópa. Það megi til að mynda sjá af aldri þeirra sem sýkst hafa að undanförnu. Landlæknir biðlar því til foreldra að ræða við börn sín um einstaklingsbundnar smitvarnir. Alma Möller landlæknir varaði viðstadda við því að hún myndi endurtaka sig við upphaf ræðu sinnar á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hún hóf mál sitt á því að útskýra hvernig kórónuveiran smitast á milli fólks, með dropasmiti, en Alma hefur einmitt drepið á þessu í ræðum sínum á síðustu upplýsingafundum. Alma sagði þó mikilvægt að tæpa á þessu, meðal annars vegna þess að þau telji sig eiga erfitt með að ná til ungs fólks. Það sýni aldursdreifing þeirra sem veikst hafa af Covid-19 á síðustu dögum en þau eru flestir undir þrítugu. Því biðlaði Alma til þeirra foreldra sem hlýddu á fund dagsins að ræða við börn sín um einstaklingsbundnar smitvarnir. Huga vel að handþvotti og sprittun, sem ætti að vera orðið flestum landsmönnum tamt eftir fimm mánaða reynslu. Þar að auki sagðist Alma vona að landsmenn héldu áfram að miðla upplýsingum til þeirra Íslendinga sem hafa ekki góð tök á íslensku. Þær megi t.a.m. nálgast á vef Landlæknis. Fólk sem finnur til kvíða eða er áhyggjufullt í faraldrinum getur jafnframt fundið gagnlegar upplýsingar á vefnum covid.is. Þá aðstoð Rauði krossinn fólk í síma 1717 og í netspjalli sínu. Alma sagði að sama skapi að óljóst væri á þessari stundu í hvað stefnir í faraldrinum. Hún telur þannig líklegt að heimsbyggðin verði að læra að lifa með veirunni til langframa, að alltaf verði einhver smit í gangi. Engu að síður hafi verið nauðsynlegt að grípa til aðgerða núna til að hafa betri stjórn á þróuninni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Börn og uppeldi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira