„Forgangsmál“ að halda skólastarfi gangandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. ágúst 2020 19:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikilvægt að skólastarf geti verið með eðlilegum hætti í upphafi skólaárs. Hins vegar gæti þurft að grípa til harðari sóttvarnaaðgerða náist ekki að halda kórónufaraldrinum í skefjum. Ríkisstjórnin fundaði með þríeykinu svokallaða í morgun. „Það er alveg ljóst að við gripum inn í með tiltölulega afgerandi hætti með þeim aðgerðum sem tóku gildi á föstudag, þannig að við vorum bara aðeins að fara yfir stöðu mála og mat manna á því hvort það muni duga til,“ segir Katrín. Hún útilokar ekki að herða þurfi aðgerðir. „Við erum auðvitað meðvituð um það að ef að ekki næst að ná tökum á þessu ástandi sem er núna þá kann að þurfa að herða aðgerðir. En við viljum líka bíða og sjá hverju þessar aðgerðir munu skila. Það mun taka einhvern tíma,“ segir Katrín. „Við metum það svo að til þess að ná tökum á aðstæðum þá er betra að grípa inn í með mjög afgerandi hætti þannig að þá sé hægt að slaka á aftur. En um leið erum við meðvituð um það að þessi veira, hún er í gríðarlegum uppgangi núna í Evrópu, fyrir utan bara víða annars staðar í heiminum, þannig að það er alveg ljóst að við þurfum að búa okkur undir að þurfa að grípa inn í með nokkuð reglulegum hætti. Fram hefur komið að það sé til skoðunar hvort setja eigi einhver þeirra sex ríkja sem talin eru örugg, aftur á hættulista. Það gæti þýtt að takmarka þurfi fjölda ferðamanna sem koma til landsins, í ljósi takmarkaðar afkastagetu við skimun á landamærum. „Það kann að koma til þess,“ segir Katrín. Skólastarf hefst á flestum skólastigum um eða upp úr miðjum þessum mánuði. „Ég held að það hafi verið lykilatriði að það tókst að halda skólahaldi gangandi hér á Íslandi ólíkt mjög mörgum öðrum löndum. Bæði þegar kemur að leik- og grunnskólum og síðan var kennsla færð að miklu leiti yfir í fjarnám í framhaldsskólum sem var vel að verki staðið,“ segir Katrín. „Ég veit að það verður forgangsmál að halda skólastarfi gangandi áfram. Því það skiptir máli ekki bara fyrir menntun unga fólksins okkar heldur skiptir það máli bara fyrir samfélagið allt, fjölskyldurnar í landinu og auðvitað atvinnulífið.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikilvægt að skólastarf geti verið með eðlilegum hætti í upphafi skólaárs. Hins vegar gæti þurft að grípa til harðari sóttvarnaaðgerða náist ekki að halda kórónufaraldrinum í skefjum. Ríkisstjórnin fundaði með þríeykinu svokallaða í morgun. „Það er alveg ljóst að við gripum inn í með tiltölulega afgerandi hætti með þeim aðgerðum sem tóku gildi á föstudag, þannig að við vorum bara aðeins að fara yfir stöðu mála og mat manna á því hvort það muni duga til,“ segir Katrín. Hún útilokar ekki að herða þurfi aðgerðir. „Við erum auðvitað meðvituð um það að ef að ekki næst að ná tökum á þessu ástandi sem er núna þá kann að þurfa að herða aðgerðir. En við viljum líka bíða og sjá hverju þessar aðgerðir munu skila. Það mun taka einhvern tíma,“ segir Katrín. „Við metum það svo að til þess að ná tökum á aðstæðum þá er betra að grípa inn í með mjög afgerandi hætti þannig að þá sé hægt að slaka á aftur. En um leið erum við meðvituð um það að þessi veira, hún er í gríðarlegum uppgangi núna í Evrópu, fyrir utan bara víða annars staðar í heiminum, þannig að það er alveg ljóst að við þurfum að búa okkur undir að þurfa að grípa inn í með nokkuð reglulegum hætti. Fram hefur komið að það sé til skoðunar hvort setja eigi einhver þeirra sex ríkja sem talin eru örugg, aftur á hættulista. Það gæti þýtt að takmarka þurfi fjölda ferðamanna sem koma til landsins, í ljósi takmarkaðar afkastagetu við skimun á landamærum. „Það kann að koma til þess,“ segir Katrín. Skólastarf hefst á flestum skólastigum um eða upp úr miðjum þessum mánuði. „Ég held að það hafi verið lykilatriði að það tókst að halda skólahaldi gangandi hér á Íslandi ólíkt mjög mörgum öðrum löndum. Bæði þegar kemur að leik- og grunnskólum og síðan var kennsla færð að miklu leiti yfir í fjarnám í framhaldsskólum sem var vel að verki staðið,“ segir Katrín. „Ég veit að það verður forgangsmál að halda skólastarfi gangandi áfram. Því það skiptir máli ekki bara fyrir menntun unga fólksins okkar heldur skiptir það máli bara fyrir samfélagið allt, fjölskyldurnar í landinu og auðvitað atvinnulífið.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira