Ísland komið á rauða lista Eystrasaltsríkjanna Andri Eysteinsson skrifar 7. ágúst 2020 13:32 Íslendingar þurfa að nýju að sæta sóttkví við komuna til Lettlands og Eistlands. Getty/Ullstein Bild Ekki er mælst með því að Lettar ferðist til Íslands sökum smithættu. Íslendingar fá ekki inngöngu í Litháen. Þá er ferðalöngum sem koma til Lettlands eða Eistlands frá Íslandi skylt að sæta fjórtán daga sóttkví. Faraldur kórónuveirunnar hefur tekið við sér hér á landi undanfarnar vikur og hefur landinn ekki farið varhuga af hertum sóttvarnaraðgerðum sem tekið hafa gildi. Gærdagurinn, 6. ágúst var þá stærsti dagurinn í þessari seinni bylgju faraldursins samkvæmt Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni. Þá hefur nýgengni smita aukist verulega með auknum fjölda smita eins og gefur að skilja. Nýgengni smita, sem birt hefur verið á Covid.is, er samanlagður fjöldi smita síðustu fjórtán daga deilt á hverja hundrað þúsund íbúa landsins. Eftir að tölfræði á Covid.is var uppfærð nú klukkan 11 stendur nýgengi innanlandssmita í 26,5. Með þessari aukningu liggur fyrir að Íslendingar munu ekki geta notið sama ferðafrelsis og áður í faraldrinum en fjöldi ríkja miðar við ákveðna tölu nýgengis þegar ákveðið er hvaða þjóðir fá inngöngu í landið án sóttkvíar og takmarkana. Í gær tilkynntu Norðmenn að þrátt fyrir að Ísland væri yfir þeim mörkum sem norsk yfirvöld hafa sett væri Ísland ekki komið á svokallaðan rauða lista norskra yfirvalda. Vegna fámennis Íslendinga þótti yfirvöldum ekki rétt að setja þjóðina á listann þar sem fá smit þarf til að skjóta nýgengistölunni hátt upp. Á meðal þeirra þjóða sem miða við nýgengi þegar raðað er á lista eru Eystrasaltsríkin, Danmörk, Sviss og Þýskaland. Þjóðirnar miða þó ekki allar við sama fjölda smita og koma jafnvel önnur atriði að ákvörðuninni líkt og hjá Norðmönnum. Þjóðverjar miða við 50 smit á hverja hundrað þúsund íbúa á síðustu viku en Danir setja markið við 20 smit. Sé fjöldinn undir þeirri tölu telst landið vera opið og á gulum lista. Til þess að koma í veg fyrir of mikið flökt ríkja hafa Danir þá ákveðið að land fari ekki yfir á rauða listann fyrr en smitin eru orðin 30 á hverja 100 þúsund íbúa í vikunni. Sömu reglur gilda þá einnig í Færeyjum og á Grænlandi. Svisslendingar miða sinn rauða lista við nýgengi upp á 60 smit en Eystrasaltsríkin miða nú öll við 16 smit. Eistneski listinn var uppfærður nú í dag og tekur gildi næstkomandi mánudag. Er Ísland nú á rauða listanum og þurfa Íslendingar og aðrir sem ferðast til Eistlands frá Íslandi að sæta fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins. Þá eru Íslendingar líka á rauðum lista Letta og er ekki mælst með því að ferðast sé til Íslands. Fyrr í sumar var Íslendinga einnig að finna á listum Eista og Letta. Þá breyttu stjórnvöld verkferlum við talningu smita þar sem að gömul smit með mótefnum voru talin með í opinberum gögnum WHO og Sóttvarnarstofnunar Evrópu. Var beiðni stjórnvalda um breytingar samþykkt og Ísland tekið af listum ríkjanna. Uppfært 16:15 Litháar hafa nú einnig bætt Íslandi við á rauðan lista og þurfa ferðalangar héðan að sæta fjórtán daga sóttkví við komuna til Litháen. Íslendingar mega þá ekki ferðast til Litháen frá og með mánudeginum. Eistland Lettland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Kveikti í konu í lest Erlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Fleiri fréttir Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Sjá meira
Ekki er mælst með því að Lettar ferðist til Íslands sökum smithættu. Íslendingar fá ekki inngöngu í Litháen. Þá er ferðalöngum sem koma til Lettlands eða Eistlands frá Íslandi skylt að sæta fjórtán daga sóttkví. Faraldur kórónuveirunnar hefur tekið við sér hér á landi undanfarnar vikur og hefur landinn ekki farið varhuga af hertum sóttvarnaraðgerðum sem tekið hafa gildi. Gærdagurinn, 6. ágúst var þá stærsti dagurinn í þessari seinni bylgju faraldursins samkvæmt Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni. Þá hefur nýgengni smita aukist verulega með auknum fjölda smita eins og gefur að skilja. Nýgengni smita, sem birt hefur verið á Covid.is, er samanlagður fjöldi smita síðustu fjórtán daga deilt á hverja hundrað þúsund íbúa landsins. Eftir að tölfræði á Covid.is var uppfærð nú klukkan 11 stendur nýgengi innanlandssmita í 26,5. Með þessari aukningu liggur fyrir að Íslendingar munu ekki geta notið sama ferðafrelsis og áður í faraldrinum en fjöldi ríkja miðar við ákveðna tölu nýgengis þegar ákveðið er hvaða þjóðir fá inngöngu í landið án sóttkvíar og takmarkana. Í gær tilkynntu Norðmenn að þrátt fyrir að Ísland væri yfir þeim mörkum sem norsk yfirvöld hafa sett væri Ísland ekki komið á svokallaðan rauða lista norskra yfirvalda. Vegna fámennis Íslendinga þótti yfirvöldum ekki rétt að setja þjóðina á listann þar sem fá smit þarf til að skjóta nýgengistölunni hátt upp. Á meðal þeirra þjóða sem miða við nýgengi þegar raðað er á lista eru Eystrasaltsríkin, Danmörk, Sviss og Þýskaland. Þjóðirnar miða þó ekki allar við sama fjölda smita og koma jafnvel önnur atriði að ákvörðuninni líkt og hjá Norðmönnum. Þjóðverjar miða við 50 smit á hverja hundrað þúsund íbúa á síðustu viku en Danir setja markið við 20 smit. Sé fjöldinn undir þeirri tölu telst landið vera opið og á gulum lista. Til þess að koma í veg fyrir of mikið flökt ríkja hafa Danir þá ákveðið að land fari ekki yfir á rauða listann fyrr en smitin eru orðin 30 á hverja 100 þúsund íbúa í vikunni. Sömu reglur gilda þá einnig í Færeyjum og á Grænlandi. Svisslendingar miða sinn rauða lista við nýgengi upp á 60 smit en Eystrasaltsríkin miða nú öll við 16 smit. Eistneski listinn var uppfærður nú í dag og tekur gildi næstkomandi mánudag. Er Ísland nú á rauða listanum og þurfa Íslendingar og aðrir sem ferðast til Eistlands frá Íslandi að sæta fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins. Þá eru Íslendingar líka á rauðum lista Letta og er ekki mælst með því að ferðast sé til Íslands. Fyrr í sumar var Íslendinga einnig að finna á listum Eista og Letta. Þá breyttu stjórnvöld verkferlum við talningu smita þar sem að gömul smit með mótefnum voru talin með í opinberum gögnum WHO og Sóttvarnarstofnunar Evrópu. Var beiðni stjórnvalda um breytingar samþykkt og Ísland tekið af listum ríkjanna. Uppfært 16:15 Litháar hafa nú einnig bætt Íslandi við á rauðan lista og þurfa ferðalangar héðan að sæta fjórtán daga sóttkví við komuna til Litháen. Íslendingar mega þá ekki ferðast til Litháen frá og með mánudeginum.
Eistland Lettland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Kveikti í konu í lest Erlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Fleiri fréttir Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Sjá meira