Faraldur kórónuveirunnar hér á landi er ekki lengur átaksverkefni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. ágúst 2020 20:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Faraldur kórónuveirunnar hér á landi er ekki lengur átaksverkefni heldur þarf samfélagið að undirbúa sig undir að lifa með veirunni í nokkurn tíma að sögn heilbrigðisráðherra. Hún segir fjölgun smita vera mikið áhyggjuefni en ekki sé ljóst hvort takmarkanir verði hertar. Ekkert nýtt kemur fram í minnisblaði sem sóttvarnarlæknir sendi heilbrigðisráðherra í gær og tekið var fyrir á ríkisstjórnarfundi í dag. Á fundinum var ákveðið að skimun á landamærum verði óbreytt. Heilbrigðisráðherra segir að nú fari viðbrögðin við faraldrinum úr þeim fasa að um átaksverkefni sé að ræða. „Nú erum við að búa okkur undir það að við komum til með að lifa með veirunni enn um sinn. Að minnsta kosti einhverja mánuði en mögulega einhver misseri. Þá þurfum við að endurstilla okkur öll í þá veru að við séum ekki bara að snúa bökum saman og klára þennan slag heldur miklu frekar þannig að við þurfum að finna út úr því hvernig samfélagið á að haldast gangandi sem allra best og sem allra öflugast þrátt fyrir veiruna,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Ekki liggur fyrir hve lengi Íslensk erfðagreining mun aðstoða við skimun og ómögulegt að segja á þessari stundum hver kostnaðurinn af þeirri aðstoð verður að sögn heilbrigðisráðherra. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.Vísir/Vilhelm Ekki liggur fyrir hvort gripið verði til hertari aðgerða. Nú sé verið að skoða hvort núverandi aðgerðir skili árangri. „Aðgerðirnar sem við gripum til í síðustu viku þurfa að sýna sig á tveimur vikum. Við þurfum að fá tíma til að sjá hvernig þær hafa áhrif en þetta eru áhyggjuefni sannarlega þessar tölur sem eru að koma upp núna,“ sagði Svandís. Í ljósi þess hve margir greindust í gær, er ekki hættulegt að bíða með frekari takmarkanir? „Þarna þurfum við að hlusta á okkar vísindafólk. Það er það sem við höfum verið að gera í gegnum allan þennan faraldur frá því snemma á þessu ári. Við erum í stöðugu samtali við okkar vísindafólk að vega og meta valkosti og það kann auðvitað vel að koma til þess að aðgerðir veðri hertar en sömuleiðis erum við meðvituð um það að við göngum ekki lengra en við teljum þörf á,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Fimm manna verkefnateymi verður skipað í lok ágúst og mun það annast framkvæmd aðgerða vegna kórónuveirunnar út árið 2021 undir stjórn sóttvarnarlæknis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikilvægt að fólk átti sig á hve staðan sé alvarleg Forsætisráðherra telur að gripið verði til hertra og slakari aðgerða á víxl næstu mánuði og jafnvel lengur. 7. ágúst 2020 14:26 Fjölgun smita mikið áhyggjuefni Heilbrigðisráðherra segir fjölgun kórónuveirusmitaðra hér á landi mikið áhyggjuefni. Hún segist áfram fara eftir ráðleggingum sóttvarnalæknis en segir áhrif hertra samkomutakmarkana, sem komið var á í síðustu viku, enn eiga eftir að koma í ljós. 7. ágúst 2020 12:40 Skipar kórónuveiruteymi sem mun starfa út árið 2021 Fimm manna verkefnateymi sem mun annast framkvæmd aðgerða vegna kórónuveirunnar út árið 2021 verður komið á fót í kjölfar vinnustofu sem heilbrigðisráðherra hefur boðað til þann 20. ágúst næstkomandi. 7. ágúst 2020 11:27 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira
Faraldur kórónuveirunnar hér á landi er ekki lengur átaksverkefni heldur þarf samfélagið að undirbúa sig undir að lifa með veirunni í nokkurn tíma að sögn heilbrigðisráðherra. Hún segir fjölgun smita vera mikið áhyggjuefni en ekki sé ljóst hvort takmarkanir verði hertar. Ekkert nýtt kemur fram í minnisblaði sem sóttvarnarlæknir sendi heilbrigðisráðherra í gær og tekið var fyrir á ríkisstjórnarfundi í dag. Á fundinum var ákveðið að skimun á landamærum verði óbreytt. Heilbrigðisráðherra segir að nú fari viðbrögðin við faraldrinum úr þeim fasa að um átaksverkefni sé að ræða. „Nú erum við að búa okkur undir það að við komum til með að lifa með veirunni enn um sinn. Að minnsta kosti einhverja mánuði en mögulega einhver misseri. Þá þurfum við að endurstilla okkur öll í þá veru að við séum ekki bara að snúa bökum saman og klára þennan slag heldur miklu frekar þannig að við þurfum að finna út úr því hvernig samfélagið á að haldast gangandi sem allra best og sem allra öflugast þrátt fyrir veiruna,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Ekki liggur fyrir hve lengi Íslensk erfðagreining mun aðstoða við skimun og ómögulegt að segja á þessari stundum hver kostnaðurinn af þeirri aðstoð verður að sögn heilbrigðisráðherra. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.Vísir/Vilhelm Ekki liggur fyrir hvort gripið verði til hertari aðgerða. Nú sé verið að skoða hvort núverandi aðgerðir skili árangri. „Aðgerðirnar sem við gripum til í síðustu viku þurfa að sýna sig á tveimur vikum. Við þurfum að fá tíma til að sjá hvernig þær hafa áhrif en þetta eru áhyggjuefni sannarlega þessar tölur sem eru að koma upp núna,“ sagði Svandís. Í ljósi þess hve margir greindust í gær, er ekki hættulegt að bíða með frekari takmarkanir? „Þarna þurfum við að hlusta á okkar vísindafólk. Það er það sem við höfum verið að gera í gegnum allan þennan faraldur frá því snemma á þessu ári. Við erum í stöðugu samtali við okkar vísindafólk að vega og meta valkosti og það kann auðvitað vel að koma til þess að aðgerðir veðri hertar en sömuleiðis erum við meðvituð um það að við göngum ekki lengra en við teljum þörf á,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Fimm manna verkefnateymi verður skipað í lok ágúst og mun það annast framkvæmd aðgerða vegna kórónuveirunnar út árið 2021 undir stjórn sóttvarnarlæknis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikilvægt að fólk átti sig á hve staðan sé alvarleg Forsætisráðherra telur að gripið verði til hertra og slakari aðgerða á víxl næstu mánuði og jafnvel lengur. 7. ágúst 2020 14:26 Fjölgun smita mikið áhyggjuefni Heilbrigðisráðherra segir fjölgun kórónuveirusmitaðra hér á landi mikið áhyggjuefni. Hún segist áfram fara eftir ráðleggingum sóttvarnalæknis en segir áhrif hertra samkomutakmarkana, sem komið var á í síðustu viku, enn eiga eftir að koma í ljós. 7. ágúst 2020 12:40 Skipar kórónuveiruteymi sem mun starfa út árið 2021 Fimm manna verkefnateymi sem mun annast framkvæmd aðgerða vegna kórónuveirunnar út árið 2021 verður komið á fót í kjölfar vinnustofu sem heilbrigðisráðherra hefur boðað til þann 20. ágúst næstkomandi. 7. ágúst 2020 11:27 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira
Mikilvægt að fólk átti sig á hve staðan sé alvarleg Forsætisráðherra telur að gripið verði til hertra og slakari aðgerða á víxl næstu mánuði og jafnvel lengur. 7. ágúst 2020 14:26
Fjölgun smita mikið áhyggjuefni Heilbrigðisráðherra segir fjölgun kórónuveirusmitaðra hér á landi mikið áhyggjuefni. Hún segist áfram fara eftir ráðleggingum sóttvarnalæknis en segir áhrif hertra samkomutakmarkana, sem komið var á í síðustu viku, enn eiga eftir að koma í ljós. 7. ágúst 2020 12:40
Skipar kórónuveiruteymi sem mun starfa út árið 2021 Fimm manna verkefnateymi sem mun annast framkvæmd aðgerða vegna kórónuveirunnar út árið 2021 verður komið á fót í kjölfar vinnustofu sem heilbrigðisráðherra hefur boðað til þann 20. ágúst næstkomandi. 7. ágúst 2020 11:27