Faraldur kórónuveirunnar hér á landi er ekki lengur átaksverkefni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. ágúst 2020 20:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Faraldur kórónuveirunnar hér á landi er ekki lengur átaksverkefni heldur þarf samfélagið að undirbúa sig undir að lifa með veirunni í nokkurn tíma að sögn heilbrigðisráðherra. Hún segir fjölgun smita vera mikið áhyggjuefni en ekki sé ljóst hvort takmarkanir verði hertar. Ekkert nýtt kemur fram í minnisblaði sem sóttvarnarlæknir sendi heilbrigðisráðherra í gær og tekið var fyrir á ríkisstjórnarfundi í dag. Á fundinum var ákveðið að skimun á landamærum verði óbreytt. Heilbrigðisráðherra segir að nú fari viðbrögðin við faraldrinum úr þeim fasa að um átaksverkefni sé að ræða. „Nú erum við að búa okkur undir það að við komum til með að lifa með veirunni enn um sinn. Að minnsta kosti einhverja mánuði en mögulega einhver misseri. Þá þurfum við að endurstilla okkur öll í þá veru að við séum ekki bara að snúa bökum saman og klára þennan slag heldur miklu frekar þannig að við þurfum að finna út úr því hvernig samfélagið á að haldast gangandi sem allra best og sem allra öflugast þrátt fyrir veiruna,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Ekki liggur fyrir hve lengi Íslensk erfðagreining mun aðstoða við skimun og ómögulegt að segja á þessari stundum hver kostnaðurinn af þeirri aðstoð verður að sögn heilbrigðisráðherra. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.Vísir/Vilhelm Ekki liggur fyrir hvort gripið verði til hertari aðgerða. Nú sé verið að skoða hvort núverandi aðgerðir skili árangri. „Aðgerðirnar sem við gripum til í síðustu viku þurfa að sýna sig á tveimur vikum. Við þurfum að fá tíma til að sjá hvernig þær hafa áhrif en þetta eru áhyggjuefni sannarlega þessar tölur sem eru að koma upp núna,“ sagði Svandís. Í ljósi þess hve margir greindust í gær, er ekki hættulegt að bíða með frekari takmarkanir? „Þarna þurfum við að hlusta á okkar vísindafólk. Það er það sem við höfum verið að gera í gegnum allan þennan faraldur frá því snemma á þessu ári. Við erum í stöðugu samtali við okkar vísindafólk að vega og meta valkosti og það kann auðvitað vel að koma til þess að aðgerðir veðri hertar en sömuleiðis erum við meðvituð um það að við göngum ekki lengra en við teljum þörf á,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Fimm manna verkefnateymi verður skipað í lok ágúst og mun það annast framkvæmd aðgerða vegna kórónuveirunnar út árið 2021 undir stjórn sóttvarnarlæknis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikilvægt að fólk átti sig á hve staðan sé alvarleg Forsætisráðherra telur að gripið verði til hertra og slakari aðgerða á víxl næstu mánuði og jafnvel lengur. 7. ágúst 2020 14:26 Fjölgun smita mikið áhyggjuefni Heilbrigðisráðherra segir fjölgun kórónuveirusmitaðra hér á landi mikið áhyggjuefni. Hún segist áfram fara eftir ráðleggingum sóttvarnalæknis en segir áhrif hertra samkomutakmarkana, sem komið var á í síðustu viku, enn eiga eftir að koma í ljós. 7. ágúst 2020 12:40 Skipar kórónuveiruteymi sem mun starfa út árið 2021 Fimm manna verkefnateymi sem mun annast framkvæmd aðgerða vegna kórónuveirunnar út árið 2021 verður komið á fót í kjölfar vinnustofu sem heilbrigðisráðherra hefur boðað til þann 20. ágúst næstkomandi. 7. ágúst 2020 11:27 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Faraldur kórónuveirunnar hér á landi er ekki lengur átaksverkefni heldur þarf samfélagið að undirbúa sig undir að lifa með veirunni í nokkurn tíma að sögn heilbrigðisráðherra. Hún segir fjölgun smita vera mikið áhyggjuefni en ekki sé ljóst hvort takmarkanir verði hertar. Ekkert nýtt kemur fram í minnisblaði sem sóttvarnarlæknir sendi heilbrigðisráðherra í gær og tekið var fyrir á ríkisstjórnarfundi í dag. Á fundinum var ákveðið að skimun á landamærum verði óbreytt. Heilbrigðisráðherra segir að nú fari viðbrögðin við faraldrinum úr þeim fasa að um átaksverkefni sé að ræða. „Nú erum við að búa okkur undir það að við komum til með að lifa með veirunni enn um sinn. Að minnsta kosti einhverja mánuði en mögulega einhver misseri. Þá þurfum við að endurstilla okkur öll í þá veru að við séum ekki bara að snúa bökum saman og klára þennan slag heldur miklu frekar þannig að við þurfum að finna út úr því hvernig samfélagið á að haldast gangandi sem allra best og sem allra öflugast þrátt fyrir veiruna,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Ekki liggur fyrir hve lengi Íslensk erfðagreining mun aðstoða við skimun og ómögulegt að segja á þessari stundum hver kostnaðurinn af þeirri aðstoð verður að sögn heilbrigðisráðherra. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.Vísir/Vilhelm Ekki liggur fyrir hvort gripið verði til hertari aðgerða. Nú sé verið að skoða hvort núverandi aðgerðir skili árangri. „Aðgerðirnar sem við gripum til í síðustu viku þurfa að sýna sig á tveimur vikum. Við þurfum að fá tíma til að sjá hvernig þær hafa áhrif en þetta eru áhyggjuefni sannarlega þessar tölur sem eru að koma upp núna,“ sagði Svandís. Í ljósi þess hve margir greindust í gær, er ekki hættulegt að bíða með frekari takmarkanir? „Þarna þurfum við að hlusta á okkar vísindafólk. Það er það sem við höfum verið að gera í gegnum allan þennan faraldur frá því snemma á þessu ári. Við erum í stöðugu samtali við okkar vísindafólk að vega og meta valkosti og það kann auðvitað vel að koma til þess að aðgerðir veðri hertar en sömuleiðis erum við meðvituð um það að við göngum ekki lengra en við teljum þörf á,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Fimm manna verkefnateymi verður skipað í lok ágúst og mun það annast framkvæmd aðgerða vegna kórónuveirunnar út árið 2021 undir stjórn sóttvarnarlæknis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikilvægt að fólk átti sig á hve staðan sé alvarleg Forsætisráðherra telur að gripið verði til hertra og slakari aðgerða á víxl næstu mánuði og jafnvel lengur. 7. ágúst 2020 14:26 Fjölgun smita mikið áhyggjuefni Heilbrigðisráðherra segir fjölgun kórónuveirusmitaðra hér á landi mikið áhyggjuefni. Hún segist áfram fara eftir ráðleggingum sóttvarnalæknis en segir áhrif hertra samkomutakmarkana, sem komið var á í síðustu viku, enn eiga eftir að koma í ljós. 7. ágúst 2020 12:40 Skipar kórónuveiruteymi sem mun starfa út árið 2021 Fimm manna verkefnateymi sem mun annast framkvæmd aðgerða vegna kórónuveirunnar út árið 2021 verður komið á fót í kjölfar vinnustofu sem heilbrigðisráðherra hefur boðað til þann 20. ágúst næstkomandi. 7. ágúst 2020 11:27 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Mikilvægt að fólk átti sig á hve staðan sé alvarleg Forsætisráðherra telur að gripið verði til hertra og slakari aðgerða á víxl næstu mánuði og jafnvel lengur. 7. ágúst 2020 14:26
Fjölgun smita mikið áhyggjuefni Heilbrigðisráðherra segir fjölgun kórónuveirusmitaðra hér á landi mikið áhyggjuefni. Hún segist áfram fara eftir ráðleggingum sóttvarnalæknis en segir áhrif hertra samkomutakmarkana, sem komið var á í síðustu viku, enn eiga eftir að koma í ljós. 7. ágúst 2020 12:40
Skipar kórónuveiruteymi sem mun starfa út árið 2021 Fimm manna verkefnateymi sem mun annast framkvæmd aðgerða vegna kórónuveirunnar út árið 2021 verður komið á fót í kjölfar vinnustofu sem heilbrigðisráðherra hefur boðað til þann 20. ágúst næstkomandi. 7. ágúst 2020 11:27