Íslenski boltinn

Gunnhildur Yrsa semur við Val

Ísak Hallmundarson skrifar
Gunnhildur er mætt á Hlíðarenda.
Gunnhildur er mætt á Hlíðarenda. mynd/valurfótbolti

Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er gengin til liðs við ríkjandi Íslandsmeistara Vals í Pepsi Max deild kvenna.

Hún kemur á lánssamningi til Vals út leiktíðina frá bandaríska liðinu Utah Royals.

Gunnhildur er 31 árs gömul, miðjumaður sem er uppalin í Stjörnunni. Hún hefur verið atvinnumaður síðan árið 2013 og hefur skorað tíu landsliðsmörk í 71 landsleik fyrir Ísland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×