Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar

Tveir eru nú á sjúkrahúsi vegna kórónuveirusmits. Kári Stefánsson vill loka landinu svo hægt sé að ná utan um hópsmitið sem hefur blossað upp. Valið stendur nú á milli að berjast við hópsýkingar eða hruns í ferðaþjónustu.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Vegfarendur sem fréttastofa tók tali í dag töldu flestir að herða eigi tökin og loka landamærunum. Fólk sakni þess að geta heimsótt ættingja á hjúkrunarheimilum.

Lögreglan mun hér eftir sekta eða loka veitingastöðum sem ekki fara eftir sóttvarrnareglum. Brotin voru svo mörg í gær að lögregla telur að ekki sé lengur hægt að treysta á samvisku gesta og veitingamanna. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Einnig verður rætt við Rauða krossinn um aðgerðir þeirra fyrir íbúa Beirút og við skoðum við fyrsta íslensku vefsíðuna sem gerir fólki kleift að máta húsgögn inn á heimilið í þrívídd.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×