Damian Lillard var magnaður í nótt er hann skoraði 51 stig þegar Portland Trail Blazers vann þriggja stiga sigur á Philadelphia 76ers, 124-121.
Lillard hefur verið frábær í síðustu leikjum í Disney World, þar sem NBA-deildin klárast, en hann dró lið sitt í land í nótt og rúmlega það.
Watch the top plays from the three #KiaDPOY finalists @Giannis_An34, @AntDavis23 and @rudygobert27! pic.twitter.com/SiqYjd6u1Y
— NBA (@NBA) August 10, 2020
Sacramento Kings og New Orleans Pelicans misstu af tækifærinu í nótt til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Sacramento tapaði fyrir Houston og Pelicans tapaði fyrir San Antonio.
Síðasta sætið í vesturdeildinni, sem mun gefa þáttökurétt í úrslitakeppninni, mun þar af leiðandi falla í skaut Phoenix, Portland, San Antonio eða Memphis.
Playoff hopes are alive for the @memgrizz, @trailblazers, @spurs & @Suns! #WholeNewGame
— NBA (@NBA) August 10, 2020
Who will face-off in Play-In Games? pic.twitter.com/lbewCDHns3
Úrslit næturinnar:
Washington - Oklahoma 103-121
Memphis - Toronto 99-108
San Antonio - New Orleans 122-113
Orlando - Boston 119-122
Philadephia - Portland 121-124
Houston - Sacramento 129-112
Brooklyn - LA Clippers 129-120