Flúði Hvíta-Rússland vegna barnanna Samúel Karl Ólason skrifar 11. ágúst 2020 23:00 Svetlana Tikhanovskaya, segist viss um að einhverjir verði reiðir yfir ákvörðun hennar. AP/Sergei Grits Svetlana Tikhanovskaya, mótframbjóðandi Alexander Lukashenko, sem kallaður hefur verið „síðasti einræðisherra Evrópu“, flúði frá Hvíta-Rússlandi til Litháen vegna barna sinna. Umfangsmikil mótmæli eiga sér stað í Hvíta-Rússlandi, þriðja kvöldið í röð. Opinberar tölur úr forsetakosningunum um helgina segja Lukashenko hafa unnið yfirburðasigur. Kosningarnar hafa þó verið gagnrýndar víða og Lukashenko sakaður um kosningasvindl. Alþjóðlegir eftirlitsaðilar með framkvæmd kosninga fengu ekki að fylgjast með forsetakosningunum, rétt eins og í síðustu forsetakosningum, og hafa þeir lýst yfir áhyggjum um kosningasvindl. Bæði Bandaríkin og Evrópusambandið hafa fordæmt framkvæmd kosninganna. Tikhanovskaya er fyrrverandi enskukennari sem bauð sig fram til forseta eftir að eiginmaður hennar, sem hafði þá boðið sig fram til forseta, var handtekinn í maí. Í aðdraganda kosninganna sendi hún börn þeirra til Litháen og flúði hún sjálf þangað í gærkvöldi. Í dag sendi hún svo frá sér myndband þar sem hún sagðist ekki vera jafn sterk og hún hafði vonast til. Hún sagðist hafa flúið land vegna barna sinna. Þau væru það mikilvægasta í lífi hennar. Hún sagðist einnig átta sig á því að margir yrðu reiðir yfir ákvörðun hennar. Áður en hún flúði land fór Tikhanovskaya til yfirkjörstjórnar Hvíta-Rússlands til að leggja fram formleg mótmæli vegna framkvæmd kosninganna. Þar var hún handtekinn og var hún í haldi í sjö klukkustundir, samkvæmt frétt BBC. Eftir að henni var sleppt birtist annað myndband af henni í ríkisfjölmiðlum, sem var tekið þegar hún var í haldi. Í frétt BBC segir að Tikhanovskaya hafi virst stressuð og að hún hafi lesið upp úr handriti. Hún sagði stuðningsmönnum sínum og mótmælendum að fara eftir lögum. Bandamenn hennar segja hana hafa verið þvingaða til að flytja þá ræðu. Heimildarmaður BBC heldur því fram að Tikhanovskaya hafi í raun ekki farið sjálfviljug úr landi. Henni hafi verið vísað úr landi ásamt kosningastjóra sínum, sem hafði einnig verið handtekin í aðdraganda kosninganna, og flótti þeirra hafi verið liður í samkomulagi við ríkisstjórn Lukashenko. Linas Linkevicius, utanríkisráðherra Litháen, staðfesti við BBC að þær hefðu ferðast saman. Hvíta-Rússland Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Svetlana Tikhanovskaya, mótframbjóðandi Alexander Lukashenko, sem kallaður hefur verið „síðasti einræðisherra Evrópu“, flúði frá Hvíta-Rússlandi til Litháen vegna barna sinna. Umfangsmikil mótmæli eiga sér stað í Hvíta-Rússlandi, þriðja kvöldið í röð. Opinberar tölur úr forsetakosningunum um helgina segja Lukashenko hafa unnið yfirburðasigur. Kosningarnar hafa þó verið gagnrýndar víða og Lukashenko sakaður um kosningasvindl. Alþjóðlegir eftirlitsaðilar með framkvæmd kosninga fengu ekki að fylgjast með forsetakosningunum, rétt eins og í síðustu forsetakosningum, og hafa þeir lýst yfir áhyggjum um kosningasvindl. Bæði Bandaríkin og Evrópusambandið hafa fordæmt framkvæmd kosninganna. Tikhanovskaya er fyrrverandi enskukennari sem bauð sig fram til forseta eftir að eiginmaður hennar, sem hafði þá boðið sig fram til forseta, var handtekinn í maí. Í aðdraganda kosninganna sendi hún börn þeirra til Litháen og flúði hún sjálf þangað í gærkvöldi. Í dag sendi hún svo frá sér myndband þar sem hún sagðist ekki vera jafn sterk og hún hafði vonast til. Hún sagðist hafa flúið land vegna barna sinna. Þau væru það mikilvægasta í lífi hennar. Hún sagðist einnig átta sig á því að margir yrðu reiðir yfir ákvörðun hennar. Áður en hún flúði land fór Tikhanovskaya til yfirkjörstjórnar Hvíta-Rússlands til að leggja fram formleg mótmæli vegna framkvæmd kosninganna. Þar var hún handtekinn og var hún í haldi í sjö klukkustundir, samkvæmt frétt BBC. Eftir að henni var sleppt birtist annað myndband af henni í ríkisfjölmiðlum, sem var tekið þegar hún var í haldi. Í frétt BBC segir að Tikhanovskaya hafi virst stressuð og að hún hafi lesið upp úr handriti. Hún sagði stuðningsmönnum sínum og mótmælendum að fara eftir lögum. Bandamenn hennar segja hana hafa verið þvingaða til að flytja þá ræðu. Heimildarmaður BBC heldur því fram að Tikhanovskaya hafi í raun ekki farið sjálfviljug úr landi. Henni hafi verið vísað úr landi ásamt kosningastjóra sínum, sem hafði einnig verið handtekin í aðdraganda kosninganna, og flótti þeirra hafi verið liður í samkomulagi við ríkisstjórn Lukashenko. Linas Linkevicius, utanríkisráðherra Litháen, staðfesti við BBC að þær hefðu ferðast saman.
Hvíta-Rússland Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira