Biðja foreldra um að sækja börn sín á höfuðborgarsvæðinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. janúar 2020 13:35 Það mun blása hressilega í dag. Vísir/vilhelm Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fer þess á leit við foreldra og forráðamenn að þeir sæki börn sín í lok skóla eða frístundastarfs í dag vegna afar óhagstæðrar veðurspár en gul veðurviðvörun er í gildi, meðal annars fyrir höfuðborgarsvæðið. Í tilkynningu frá slökkviliðinu segir að ekki sé þörf á að sækja börn fyrir neinn tiltekinn tíma heldur sé verið að hvetja til þess að börn yngri en 12 ára gangi ekki ein heim í lok skóladags. Þó eru einstaka skólar sem telja aðstæður ekki þannig að sækja þurfi börnin. Skólastjóri Melaskóla telur aðstæður vestur í bæ ekki þannig að sækja þurfi börnin. Í nótt virkjaði Veðurstofan appelsínugula veðurviðvörun fyrir Breiðafjörð og Vestfirði en þær renna ekki út fyrr en síðdegis. Suðvestan hríðarveður með vindhraða á bilinu 20-28 m/s, éljagangur og skafrenningur. Skyggni er slæmt, einkum í éljum og akstursskilyrði víðast hvar slæm. Gul viðvörun er síðan í gildi fyrir höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa, Suðurland, Strandir, Norðurland Vestra og miðhálendið. Snjóflóðahætta mikil Ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands segir snjóflóðahættu vera til fjalla því talsvert hefur snjóað í fjöll á þriðjudag og því mikið skafrenningsfóður. Mikil snjóflóðahætta er í utanverðum Tröllaskaga og töluverð hætta á Suðvesturhorninu og á norðanverðum Vestfjörðum. Siglufjarðarvegi hefur verið lokað utan Fljóta vegna snjóflóðahættu og það sama á við um Súðavíkurhlið. Snjóflóð féll í Súgandafirði í morgun og því þurfti að loka veginum. Víða ýmist ófært eða lokað Vetrarfærð er um mest allt land í dag en í sumum landshlutum er vonskuveður. Vegir eru víða ýmist ófærir eða lokaðir, því er mælst til þess að fólk fylgist vel með færð á vegum og veðurspá. Á Snæfellsnesi eru flestar leiðir ófærar og ófært er á Laxárdalsheiði. Brattabrekka er lokuð sem og Holtavörðuheiði. Þá eru flestir vegir á norðanverðum Vestfjörðum ófærar. Öxnadalsheiði sem og veginum um Þverárfjall og Vatnsskarð hefur verið lokað.Sjá einnig: Flug liggur niðri og vegum víða lokað Röskun á flugsamgöngum Innanlandsflugi hefur verið aflýst í til að minnsta kosti korter yfir fjögur en þá verður staðan metin að nýju og nýjar upplýsingar liggja fyrir um flug. Óveðrið hefur einnig haft áhrif á millilandaflug. Í hádegisfréttum Bylgjunnar var Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi spurður út í stöðuna á Keflavíkurflugvelli. „Það hefur verið ansi slæmt veður á svæðinu núna síðan í nótt. Landgangar okkar voru teknir úr notkun á fimmta tímanum í nótt en þeir voru reyndar teknir í notkun í um hálftíma á áttunda tímanum á meðan vindinn lægði örlítið. Sex vélar Icelandair lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun, fimm frá Bandaríkjunum og ein frá Kanada. Voru stigabílar og um tíma landgangarnir notaðir til að hleypa fólki frá borði. En eins og staðan er núna er gert ráð fyrir að tólf vélar fari af stað upp úr hádegi en við hvetjum farþega til þess að fylgjast vandlega með áætlun á vefsíðu Keflavíkurflugvallar til að fylgjast með hver staðan er hverju sinni vegna þess að það getur reynst erfitt að afgreiða vélar vegna veðurs,“ segir Guðjón. Hefur veðrið sett dagskrána alveg úr skorðum?„Já, það hefur verið núna í dag og í gær. Flugfélög hafa verið að fresta eða jafnvel flýta ferðum. Í sumum tilvikum fóru vélar af stað fljótlega eftir miðnætti sem áttu að fara af stað síðar þannig að það er búið að flýta og seinka ferðum og aflýsa núna í dag og síðustu daga,“ segir Guðjón en eins og Vísir greindi frá í morgun er ekki útlit fyrir að veðrið skáni næstu daga, nema síður sé. Búið er að aflýsa flugi Icelandair annars vegar til Lundúna sem átti að fara klukkan 15.20 og hins vegar til Dyflinnar en fyrirhuguð brottför var klukkan 14:05. Lufthansa hefur þá aflýst flugi sínu til Frankfurt sem átti að fara laust fyrir klukkan tvö. Samgöngur Veður Tengdar fréttir Lægðaganginum „hvergi nærri lokið“ Í dag geisar suðvestanstormur eða -rok, jafnvel ofsaveður, á heiðum Vestfjarða með éljagangi á vestanverðu landinu. 9. janúar 2020 06:30 Flug liggur niðri og vegum víða lokað Nær allt flug liggur nú niðri á landinu, bæði innanlands- og millilandaflug, vegna veðurs. Vetrarfærð er á mestöllu landinu og víða hefur vegum verið lokað. 9. janúar 2020 08:56 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fer þess á leit við foreldra og forráðamenn að þeir sæki börn sín í lok skóla eða frístundastarfs í dag vegna afar óhagstæðrar veðurspár en gul veðurviðvörun er í gildi, meðal annars fyrir höfuðborgarsvæðið. Í tilkynningu frá slökkviliðinu segir að ekki sé þörf á að sækja börn fyrir neinn tiltekinn tíma heldur sé verið að hvetja til þess að börn yngri en 12 ára gangi ekki ein heim í lok skóladags. Þó eru einstaka skólar sem telja aðstæður ekki þannig að sækja þurfi börnin. Skólastjóri Melaskóla telur aðstæður vestur í bæ ekki þannig að sækja þurfi börnin. Í nótt virkjaði Veðurstofan appelsínugula veðurviðvörun fyrir Breiðafjörð og Vestfirði en þær renna ekki út fyrr en síðdegis. Suðvestan hríðarveður með vindhraða á bilinu 20-28 m/s, éljagangur og skafrenningur. Skyggni er slæmt, einkum í éljum og akstursskilyrði víðast hvar slæm. Gul viðvörun er síðan í gildi fyrir höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa, Suðurland, Strandir, Norðurland Vestra og miðhálendið. Snjóflóðahætta mikil Ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands segir snjóflóðahættu vera til fjalla því talsvert hefur snjóað í fjöll á þriðjudag og því mikið skafrenningsfóður. Mikil snjóflóðahætta er í utanverðum Tröllaskaga og töluverð hætta á Suðvesturhorninu og á norðanverðum Vestfjörðum. Siglufjarðarvegi hefur verið lokað utan Fljóta vegna snjóflóðahættu og það sama á við um Súðavíkurhlið. Snjóflóð féll í Súgandafirði í morgun og því þurfti að loka veginum. Víða ýmist ófært eða lokað Vetrarfærð er um mest allt land í dag en í sumum landshlutum er vonskuveður. Vegir eru víða ýmist ófærir eða lokaðir, því er mælst til þess að fólk fylgist vel með færð á vegum og veðurspá. Á Snæfellsnesi eru flestar leiðir ófærar og ófært er á Laxárdalsheiði. Brattabrekka er lokuð sem og Holtavörðuheiði. Þá eru flestir vegir á norðanverðum Vestfjörðum ófærar. Öxnadalsheiði sem og veginum um Þverárfjall og Vatnsskarð hefur verið lokað.Sjá einnig: Flug liggur niðri og vegum víða lokað Röskun á flugsamgöngum Innanlandsflugi hefur verið aflýst í til að minnsta kosti korter yfir fjögur en þá verður staðan metin að nýju og nýjar upplýsingar liggja fyrir um flug. Óveðrið hefur einnig haft áhrif á millilandaflug. Í hádegisfréttum Bylgjunnar var Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi spurður út í stöðuna á Keflavíkurflugvelli. „Það hefur verið ansi slæmt veður á svæðinu núna síðan í nótt. Landgangar okkar voru teknir úr notkun á fimmta tímanum í nótt en þeir voru reyndar teknir í notkun í um hálftíma á áttunda tímanum á meðan vindinn lægði örlítið. Sex vélar Icelandair lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun, fimm frá Bandaríkjunum og ein frá Kanada. Voru stigabílar og um tíma landgangarnir notaðir til að hleypa fólki frá borði. En eins og staðan er núna er gert ráð fyrir að tólf vélar fari af stað upp úr hádegi en við hvetjum farþega til þess að fylgjast vandlega með áætlun á vefsíðu Keflavíkurflugvallar til að fylgjast með hver staðan er hverju sinni vegna þess að það getur reynst erfitt að afgreiða vélar vegna veðurs,“ segir Guðjón. Hefur veðrið sett dagskrána alveg úr skorðum?„Já, það hefur verið núna í dag og í gær. Flugfélög hafa verið að fresta eða jafnvel flýta ferðum. Í sumum tilvikum fóru vélar af stað fljótlega eftir miðnætti sem áttu að fara af stað síðar þannig að það er búið að flýta og seinka ferðum og aflýsa núna í dag og síðustu daga,“ segir Guðjón en eins og Vísir greindi frá í morgun er ekki útlit fyrir að veðrið skáni næstu daga, nema síður sé. Búið er að aflýsa flugi Icelandair annars vegar til Lundúna sem átti að fara klukkan 15.20 og hins vegar til Dyflinnar en fyrirhuguð brottför var klukkan 14:05. Lufthansa hefur þá aflýst flugi sínu til Frankfurt sem átti að fara laust fyrir klukkan tvö.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Lægðaganginum „hvergi nærri lokið“ Í dag geisar suðvestanstormur eða -rok, jafnvel ofsaveður, á heiðum Vestfjarða með éljagangi á vestanverðu landinu. 9. janúar 2020 06:30 Flug liggur niðri og vegum víða lokað Nær allt flug liggur nú niðri á landinu, bæði innanlands- og millilandaflug, vegna veðurs. Vetrarfærð er á mestöllu landinu og víða hefur vegum verið lokað. 9. janúar 2020 08:56 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira
Lægðaganginum „hvergi nærri lokið“ Í dag geisar suðvestanstormur eða -rok, jafnvel ofsaveður, á heiðum Vestfjarða með éljagangi á vestanverðu landinu. 9. janúar 2020 06:30
Flug liggur niðri og vegum víða lokað Nær allt flug liggur nú niðri á landinu, bæði innanlands- og millilandaflug, vegna veðurs. Vetrarfærð er á mestöllu landinu og víða hefur vegum verið lokað. 9. janúar 2020 08:56