Appelsínugular viðvaranir, vegalokanir og snjóflóð Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. janúar 2020 10:13 Svona er staðan á viðvörunum veðurstofu á hádegi í dag. Skjáskot/veðurstofa íslands Gular viðvaranir veðurstofunnar eru orðnar að appelsínugulum á Breiðafirði, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Viðvaranirnar taka þegar gildi og renna ekki út fyrr en síðdegis. Vindur nær hámarki norðaustan og austanlands frá hádegi í dag og þar til undir kvöld, að því er fram kemur í viðvörun frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar. Búist er við hviðum allt að 40 m/s við vestanverðan Eyjafjörð til Dalvíkur, í Ljósavatnsskarði og eins á Héraði og staðbundið á Austfjörðum. Aðstæður verða mjög varasamar á vegum, þar sem hált er eða snjóþekja. Þá verður hríðarveður á Norðurlandi, víða 20-28 m/s og víðtækar samgöngutruflanir, einkum á Norðurlandi vestra. Ekkert ferðaveður verður í landshlutanum á meðan viðvörunin er í gildi, eða þar til klukkan 2 í dag. Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra segir að búið sé að loka veginum frá Lónsbakka við Akureyri til Dalvíkur vegna mikils skafrennings og lélegs skyggnis. Þá er einnig lokað frá Dalvík og til Ólafsfjarðar vegna snjóflóðs sem féll á veginn í morgun. Mælst er til þess að vegfarendur fylgist vel með veðurspám. Búið er að opna vegina um Hellisheiði og Þrengsli en enn er þó hvasst á svæðinu og Mosfellsheiði er enn lokuð, sem og Lyngdalsheiði og vegir í kringum Þingvallavatn. Þá er enn lokað á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku og ófært um Svínadal. Flestir vegir á Snæfellsnesi eru jafnframt ýmist ófærir eða lokaðir. Á Vestfjörðum eru flestir fjallvegir ófærir og beðið verður með mokstur. Þá er vegum lokað á utanverðum Tröllaskaga vegna snjóflóðahættu en einnig er lokað á Þverárfjalli, Vatnsskarði og Öxnadalsheiði. Víða er þæfingsfærð og slæmt skyggni og sumstaðar yfirgefnir bílar í vegkanti. Hér má nálgast upplýsingar um færð á vegum. Gular viðvaranir eru jafnframt enn í gildi í öðrum landshlutum þangað til síðdegis í dag. Skólaakstur hefur raskast og þá féllu allar morgunferðir Strætó á landsbyggðinni niður í morgun. Veður Tengdar fréttir Lægir í kvöld en annar stormur á morgun Vegir eru víða lokaðir enn og röskun er á skólahaldi- og akstri á nokkrum stöðum í dag. 8. janúar 2020 07:50 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Gular viðvaranir veðurstofunnar eru orðnar að appelsínugulum á Breiðafirði, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Viðvaranirnar taka þegar gildi og renna ekki út fyrr en síðdegis. Vindur nær hámarki norðaustan og austanlands frá hádegi í dag og þar til undir kvöld, að því er fram kemur í viðvörun frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar. Búist er við hviðum allt að 40 m/s við vestanverðan Eyjafjörð til Dalvíkur, í Ljósavatnsskarði og eins á Héraði og staðbundið á Austfjörðum. Aðstæður verða mjög varasamar á vegum, þar sem hált er eða snjóþekja. Þá verður hríðarveður á Norðurlandi, víða 20-28 m/s og víðtækar samgöngutruflanir, einkum á Norðurlandi vestra. Ekkert ferðaveður verður í landshlutanum á meðan viðvörunin er í gildi, eða þar til klukkan 2 í dag. Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra segir að búið sé að loka veginum frá Lónsbakka við Akureyri til Dalvíkur vegna mikils skafrennings og lélegs skyggnis. Þá er einnig lokað frá Dalvík og til Ólafsfjarðar vegna snjóflóðs sem féll á veginn í morgun. Mælst er til þess að vegfarendur fylgist vel með veðurspám. Búið er að opna vegina um Hellisheiði og Þrengsli en enn er þó hvasst á svæðinu og Mosfellsheiði er enn lokuð, sem og Lyngdalsheiði og vegir í kringum Þingvallavatn. Þá er enn lokað á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku og ófært um Svínadal. Flestir vegir á Snæfellsnesi eru jafnframt ýmist ófærir eða lokaðir. Á Vestfjörðum eru flestir fjallvegir ófærir og beðið verður með mokstur. Þá er vegum lokað á utanverðum Tröllaskaga vegna snjóflóðahættu en einnig er lokað á Þverárfjalli, Vatnsskarði og Öxnadalsheiði. Víða er þæfingsfærð og slæmt skyggni og sumstaðar yfirgefnir bílar í vegkanti. Hér má nálgast upplýsingar um færð á vegum. Gular viðvaranir eru jafnframt enn í gildi í öðrum landshlutum þangað til síðdegis í dag. Skólaakstur hefur raskast og þá féllu allar morgunferðir Strætó á landsbyggðinni niður í morgun.
Veður Tengdar fréttir Lægir í kvöld en annar stormur á morgun Vegir eru víða lokaðir enn og röskun er á skólahaldi- og akstri á nokkrum stöðum í dag. 8. janúar 2020 07:50 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Lægir í kvöld en annar stormur á morgun Vegir eru víða lokaðir enn og röskun er á skólahaldi- og akstri á nokkrum stöðum í dag. 8. janúar 2020 07:50