NBA stjarna sér eftir því að hafa hegðað sér eins og þrettán ára strákur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2020 18:00 Kevin Love í leik með Cleveland Cavaliers en samningur hans rennur ekki út fyrr en sumarið 2022. Getty/ Jason Miller Bandaríski körfuboltamaðurinn Kevin Love er orðinn mjög pirraður á ástandinu hjá Cleveland Cavaliers en fyrr í vetur komu fréttir af því að félagið var að skoða það að skipta honum til annars liðs í NBA-deildinni. Ekkert hefur orðið að þeim skiptum ennþá og það gengur lítið hjá liði Cleveland Cavaliers inn á vellinum. Pirringur Love og slæmt gengi var greinilega farið að hafa mikil áhrif á leikmanninn. Kevin Love brann síðan tvisvar sinnum yfir á dögunum, fyrst á bekknum í leik í Toronto og svo í tapi á móti Oklahoma City Thunder á sunnudaginn. Hann reifst líka við framkvæmdastjóri Cavaliers, Koby Altman, fyrir Thunder leikinn. Kevin Love apologized for his recent "childish" outbursts. pic.twitter.com/ARpP6S8ufM— NBA on ESPN (@ESPNNBA) January 7, 2020 Í leiknum sjálfum veifaði Love margoft höndunum til að sýna óánægju sína með liðsfélagana, snéri síðan baki í andstæðing í varnarleiknum og henti boltanum í liðsfélaga. Kevin Love baðst afsökunar á hegðun sinni fyrir leikinn á móti Detorit Pistons í nótt þar sem Love var með 30 stig, 9 fráköst, 4 stoðsendingar og 80 prósent skotnýtingu (12 af 15) en lið hans tapaði enn einum leiknum. in one week Kevin Love got fined for talking shit, dared GM to do it again bc he's too rich to care, posted a cryptic IG Joker pic, threw a tantrum in front of coach, then pledged loyalty to his teammates. this trade demand rules we are so close to him scoring on his own basket.— Rob Perez (@WorldWideWob) January 5, 2020 „Ég hegðaði mér ekki eins og 31 árs karlmaður heldur eins og 13 ára krakki. Þetta skrifast bara á mig,“ sagði Kevin Love. Kevin Love appeared to be visibly frustrated with Collin Sexton. pic.twitter.com/NKA02hBOt4— SportsCenter (@SportsCenter) January 5, 2020 Kevin Love vildi ekki gera mikið úr rifrildinu við Koby Altman og segir að það sé allt í góðu á milli þeirra. Þeir hafi ekki verið að öskra á hvorn annan heldur aðeins rætt málin af hreinskilni. Skömmu eftir að LeBron James yfirgaf Cleveland Cavaliers sumarið 2018 þá skrifaði Kevin Love nýjan fjögurra ára samning sem skilaði honum 120 milljónum dollara eða 14,8 milljörðum íslenskra króna. Love segist ekki sjá eftir því að hafa skrifað undir þennan samning og segist hafa alla tíð viljað vera hjá Cleveland Cavaliers. Hann talaði einnig um að það gæti eitthvað gerst á næstu vikum en menn verði bara að bíða og sjá Love hefur einnig rætt áður opinberlega um baráttu sína við þunglyndi. Kevin Love was fined $1,000 by the Cavs for this outburst on the bench, per @ShamsCharania Kevin Love reportedly told Cavs GM Koby Altman, “Go ahead. I have plenty of money.” after Altman threatened to fine him last season after a similar outburst.pic.twitter.com/4StYaWJIbq— NBA Central (@TheNBACentral) January 5, 2020 NBA Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Sjá meira
Bandaríski körfuboltamaðurinn Kevin Love er orðinn mjög pirraður á ástandinu hjá Cleveland Cavaliers en fyrr í vetur komu fréttir af því að félagið var að skoða það að skipta honum til annars liðs í NBA-deildinni. Ekkert hefur orðið að þeim skiptum ennþá og það gengur lítið hjá liði Cleveland Cavaliers inn á vellinum. Pirringur Love og slæmt gengi var greinilega farið að hafa mikil áhrif á leikmanninn. Kevin Love brann síðan tvisvar sinnum yfir á dögunum, fyrst á bekknum í leik í Toronto og svo í tapi á móti Oklahoma City Thunder á sunnudaginn. Hann reifst líka við framkvæmdastjóri Cavaliers, Koby Altman, fyrir Thunder leikinn. Kevin Love apologized for his recent "childish" outbursts. pic.twitter.com/ARpP6S8ufM— NBA on ESPN (@ESPNNBA) January 7, 2020 Í leiknum sjálfum veifaði Love margoft höndunum til að sýna óánægju sína með liðsfélagana, snéri síðan baki í andstæðing í varnarleiknum og henti boltanum í liðsfélaga. Kevin Love baðst afsökunar á hegðun sinni fyrir leikinn á móti Detorit Pistons í nótt þar sem Love var með 30 stig, 9 fráköst, 4 stoðsendingar og 80 prósent skotnýtingu (12 af 15) en lið hans tapaði enn einum leiknum. in one week Kevin Love got fined for talking shit, dared GM to do it again bc he's too rich to care, posted a cryptic IG Joker pic, threw a tantrum in front of coach, then pledged loyalty to his teammates. this trade demand rules we are so close to him scoring on his own basket.— Rob Perez (@WorldWideWob) January 5, 2020 „Ég hegðaði mér ekki eins og 31 árs karlmaður heldur eins og 13 ára krakki. Þetta skrifast bara á mig,“ sagði Kevin Love. Kevin Love appeared to be visibly frustrated with Collin Sexton. pic.twitter.com/NKA02hBOt4— SportsCenter (@SportsCenter) January 5, 2020 Kevin Love vildi ekki gera mikið úr rifrildinu við Koby Altman og segir að það sé allt í góðu á milli þeirra. Þeir hafi ekki verið að öskra á hvorn annan heldur aðeins rætt málin af hreinskilni. Skömmu eftir að LeBron James yfirgaf Cleveland Cavaliers sumarið 2018 þá skrifaði Kevin Love nýjan fjögurra ára samning sem skilaði honum 120 milljónum dollara eða 14,8 milljörðum íslenskra króna. Love segist ekki sjá eftir því að hafa skrifað undir þennan samning og segist hafa alla tíð viljað vera hjá Cleveland Cavaliers. Hann talaði einnig um að það gæti eitthvað gerst á næstu vikum en menn verði bara að bíða og sjá Love hefur einnig rætt áður opinberlega um baráttu sína við þunglyndi. Kevin Love was fined $1,000 by the Cavs for this outburst on the bench, per @ShamsCharania Kevin Love reportedly told Cavs GM Koby Altman, “Go ahead. I have plenty of money.” after Altman threatened to fine him last season after a similar outburst.pic.twitter.com/4StYaWJIbq— NBA Central (@TheNBACentral) January 5, 2020
NBA Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Sjá meira