„Gömlu karlarnir“ allt í öllu á æsispennandi lokamínútunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2020 07:30 Chris Paul var frábær á lokakaflanum í nótt. Getty/Nathaniel S. Butler Reynsluboltarnir Chris Paul, Derrick Rose og Carmelo Anthony gerðu allir gæfumuninn fyrir sín lið á lokasekúndunum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers unnu sinn sjötta leik í röð.LeBron James var með 31 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar á 31 mínútu þegar Los Angeles Lakers vann 117-87 heimasigur á New York Knicks en Lakers liðið hefur nú unnið sex leiki í röð og 30 af 37 leikjum tímabilsins. Anthony Davis var mjög rólegur í leiknum og skoraði aðeins 5 stig á 28 mínútum en hann datt líka illa og gat ekki klárað leikinn þess vegna. Kentavious Caldwell-Pope kom með 15 stig inn af bekknum. Rajon Rondo gaf líka 10 stoðsendingar á 23 mínútum og Dwight Howard var með 13 fráköst, 8 stig og 5 varin skot á 25 mínútum. 20 PTS combined in the 4th/OT from @CP3 guides the @okcthunder to victory in Brooklyn! #ThunderUppic.twitter.com/ZnHouAXQQ9— NBA (@NBA) January 8, 2020 Chris Paul skoraði 20 af 28 stigum sínum í fjórða leikhluta og framlengingu þegar Oklahoma City Thunder vann 111-103 útisigur á Brooklyn Nets. Staðan var 103-103 þegar Paul setti niður tvö stökkskot í röð og heimamenn í Brooklyn Nets skoruðu síðan ekki eftir það. Shai Gilgeous-Alexander skoraði 22 stig fyrir Thunder liðið sem vann þarna í sjötta sinn í síðustu sjö leikjum. Steven Adams var með 10 stig og 18 fráköst en OKC lék án Ítalans Danilo Gallinari sem er meiddur á kálfa. @drose (24 PTS) pours in 20 2nd half PTS and the late go-ahead floater to lead the @DetroitPistons! #DetroitBasketballpic.twitter.com/QbwVMKBQxs— NBA (@NBA) January 8, 2020 Derrick Rose skoraði lykilkörfu 27 sekúndum fyrir leikslok þegar Detroit Pistons vann 115-113 útisigur á Cleveland Cavaliers. Derrick Rose var með 24 stig í leiknum en karfa hans kom Detroit í 114-113. Andre Drummond var með 23 stig og 20 fráköst fyrir Detroit Pistons en þetta er í 38. sinn á ferlinum sem hann nær 20-20 leik. Kevin Love skoraði 30 stig fyrir Cleveland sem tapaði fimmta leiknum í röð. ‼️ Melo x D-Rose ‼️@carmeloanthony & @drose each come up clutch with game-winners Tuesday night! pic.twitter.com/q3RrjFbrM3— NBA (@NBA) January 8, 2020 Carmelo Anthony skoraði ekki aðeins sigurkörfuna fyrir Portland Trail Blazers í 101-99 útisigri á meisturum Toronto Raptors heldur var hann með alls 28 stig í leiknum. Anthony hitti úr 5 af 8 þriggja stiga skotum sínum og var einnig með 7 fráköst og 2 stolna bolta. „Maður með svona hæfileika þarf bara að fá tækifærið. Hann var bara með einn mann á sér og komst á sinn stað. Eftir það var ég viss um að hann myndi setja hann,“ sagði Damian Lillard sem er vanur að taka skotin í lokin hjá Portland Trail Blazers en var tvídekkaður að þessu sinni. Damian Lillard skoraði 20 stig og gaf 9 stoðsendingar, Hassan Whiteside var með 14 stig og 16 fráköst og Portland liðið endaði þarna fjögurra leikja taphrinu. Kyle Lowry var með 24 stig og 10 stoðsendingar fyrir meistrarana en það dugði ekki til. @JaMorant tallies 25 PTS (12-18 FGM), 7 AST, fueling the @memgrizz home W against Minnesota! #NBARooks#GrindCitypic.twitter.com/LP4z1Tu6kO— NBA (@NBA) January 8, 2020 Úrslitin í leikjum NBA deildarinnar í nótt: Los Angeles Lakers - New York Knicks 117-87 Phoenix Suns - Sacramento Kings 103-114 Memphis Grizzlies - Minnesota Timberwolves 119-112 Brooklyn Nets - Oklahoma City Thunder 103-111 Cleveland Cavaliers - Detroit Pistons 113-115 Toronto Raptors - Portland Trail Blazers 99-101 NBA Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira
Reynsluboltarnir Chris Paul, Derrick Rose og Carmelo Anthony gerðu allir gæfumuninn fyrir sín lið á lokasekúndunum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers unnu sinn sjötta leik í röð.LeBron James var með 31 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar á 31 mínútu þegar Los Angeles Lakers vann 117-87 heimasigur á New York Knicks en Lakers liðið hefur nú unnið sex leiki í röð og 30 af 37 leikjum tímabilsins. Anthony Davis var mjög rólegur í leiknum og skoraði aðeins 5 stig á 28 mínútum en hann datt líka illa og gat ekki klárað leikinn þess vegna. Kentavious Caldwell-Pope kom með 15 stig inn af bekknum. Rajon Rondo gaf líka 10 stoðsendingar á 23 mínútum og Dwight Howard var með 13 fráköst, 8 stig og 5 varin skot á 25 mínútum. 20 PTS combined in the 4th/OT from @CP3 guides the @okcthunder to victory in Brooklyn! #ThunderUppic.twitter.com/ZnHouAXQQ9— NBA (@NBA) January 8, 2020 Chris Paul skoraði 20 af 28 stigum sínum í fjórða leikhluta og framlengingu þegar Oklahoma City Thunder vann 111-103 útisigur á Brooklyn Nets. Staðan var 103-103 þegar Paul setti niður tvö stökkskot í röð og heimamenn í Brooklyn Nets skoruðu síðan ekki eftir það. Shai Gilgeous-Alexander skoraði 22 stig fyrir Thunder liðið sem vann þarna í sjötta sinn í síðustu sjö leikjum. Steven Adams var með 10 stig og 18 fráköst en OKC lék án Ítalans Danilo Gallinari sem er meiddur á kálfa. @drose (24 PTS) pours in 20 2nd half PTS and the late go-ahead floater to lead the @DetroitPistons! #DetroitBasketballpic.twitter.com/QbwVMKBQxs— NBA (@NBA) January 8, 2020 Derrick Rose skoraði lykilkörfu 27 sekúndum fyrir leikslok þegar Detroit Pistons vann 115-113 útisigur á Cleveland Cavaliers. Derrick Rose var með 24 stig í leiknum en karfa hans kom Detroit í 114-113. Andre Drummond var með 23 stig og 20 fráköst fyrir Detroit Pistons en þetta er í 38. sinn á ferlinum sem hann nær 20-20 leik. Kevin Love skoraði 30 stig fyrir Cleveland sem tapaði fimmta leiknum í röð. ‼️ Melo x D-Rose ‼️@carmeloanthony & @drose each come up clutch with game-winners Tuesday night! pic.twitter.com/q3RrjFbrM3— NBA (@NBA) January 8, 2020 Carmelo Anthony skoraði ekki aðeins sigurkörfuna fyrir Portland Trail Blazers í 101-99 útisigri á meisturum Toronto Raptors heldur var hann með alls 28 stig í leiknum. Anthony hitti úr 5 af 8 þriggja stiga skotum sínum og var einnig með 7 fráköst og 2 stolna bolta. „Maður með svona hæfileika þarf bara að fá tækifærið. Hann var bara með einn mann á sér og komst á sinn stað. Eftir það var ég viss um að hann myndi setja hann,“ sagði Damian Lillard sem er vanur að taka skotin í lokin hjá Portland Trail Blazers en var tvídekkaður að þessu sinni. Damian Lillard skoraði 20 stig og gaf 9 stoðsendingar, Hassan Whiteside var með 14 stig og 16 fráköst og Portland liðið endaði þarna fjögurra leikja taphrinu. Kyle Lowry var með 24 stig og 10 stoðsendingar fyrir meistrarana en það dugði ekki til. @JaMorant tallies 25 PTS (12-18 FGM), 7 AST, fueling the @memgrizz home W against Minnesota! #NBARooks#GrindCitypic.twitter.com/LP4z1Tu6kO— NBA (@NBA) January 8, 2020 Úrslitin í leikjum NBA deildarinnar í nótt: Los Angeles Lakers - New York Knicks 117-87 Phoenix Suns - Sacramento Kings 103-114 Memphis Grizzlies - Minnesota Timberwolves 119-112 Brooklyn Nets - Oklahoma City Thunder 103-111 Cleveland Cavaliers - Detroit Pistons 113-115 Toronto Raptors - Portland Trail Blazers 99-101
NBA Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira