Nýlegur geimsjónauki fann sína fyrstu reikistjörnu með líkindi við jörðina Kjartan Kjartansson skrifar 7. janúar 2020 12:31 Teikning af TESS-geimsjónaukanum sem var skotið á loft í apríl árið 2018. MIT Fyrsta fjarreikistjarnan með líkindi við jörðina sem bandaríski geimsjónaukinn TESS hefur fundið eftir að honum var skotið á loft árið 2018 er talinn hentug fyrir frekari rannsóknir, þar á meðal með nýrri kynslóð mælitækja. Hnötturinn er á stærð við jörðina og er í svonefndu lífbelti móðurstjörnu sinnar. Upphaflega fór TOI 700, móðurstjarna reikistjörnunnar, fram hjá stjörnufræðingum sem mögulega lífvænlegur hnöttur. Hún var á meðal þúsunda stjarna sem TESS (Transiting Exoplanet Survey Satellite) hefur fylgst með um langt skeið til að leita að fjarreikistjörnum. Stjarnan var talin á stærð við sólina okkar og reikistjörnurnar á braut um hana því stærri og heitari en þær eru í raun. Fundurinn var meðal annars staðfestur með Spitzer-geimsjónauka NASA. Vísindamenn komu auga á mistökin og komust að því að TOI 700 er svonefndur rauður dvergur, flokkur stjarna sem eru minni og svalari en sólin okkar. Hún hefur um það bil 40% af massa sólarinnar og yfirborð hennar er um helmingi svalara, að því er segir í tilkynningu frá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA. Stjarnan er í um hundrað ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu Dorado sem sést frá suðurhveli jarðar. Þrjár reikistjörnur fundust á braut um stjörnuna, tvær bergreikistjörnur og önnur sem er talin líkari ísrisanum Neptúnusi. Sú ysta, TOI 700d reyndist um það bil á stærð við jörðina og sú einan sem var innan lífbeltis stjörnunnar, þess svæðis þar sem hitastig gæti þýtt að fljótandi vatn gæti verið til staðar. Snúa líklega alltaf sömu hlið að stjörnunni TOI 700d er um fimmtungi stærri en jörðin og gengur um móðurstjörnuna á 37 dögum, tæplega tífalt hraðar en jörðin gengur um sólina. Reikistjarnan fær um 86% af þeirri sólarorku sem jörðin fær frá sólinni. Það þýðir þó ekki að TOI 700d sé endilega lífvænlegur heimur. Athuganir stjörnufræðinga benda til þess að allar reikistjörnurnar séu með bundinn möndulsnúning þannig að þær snúa alltaf sömu hliðinni að henni, líkt og tunglið gerir við jörðina. Þessi bundni möndulsnúningur gæti skapað veðuröfgar á yfirborði TOI 700d. Loftslagslíkön sem vísindamenn notuðu til að líkja eftir mögulegum aðstæðum þar gáfu margvíslegar niðurstöður. Samkvæmt einni gæti yfirborði verið þakið höfum og þykkum lofthjúpi úr koltvísýringi líkt og vísindamenn telja að Mars hafi verið í fyrndinni. Þykk skýjahula lægi þá yfir þeirri hlið reikistjörnunnar sem snýr að stjörnunni. Önnur keyrsla á líkaninu gaf veröld án skýja og hafs þar sem vindar blésu frá næturhliðinni að þeim punkti sem snýr beint að stjörnunni. Vænlegur kostur fyrir frekari rannsóknir Rauðir dvergar eru þekktir fyrir öflug sólgos og blossa sem baða umhverfi þeirra í útfjólublárri geilsun og gæti torveldað líf í kringum þá. Engir slíkir blossar sáust þó á þeim ellefu mánuðum sem vísindamenn fylgdust með stjörnunni. Það eykur líkurnar á að TOI 700d gæti verið lífvænleg og auðveldar vísindamönnum að líkja eftir að stæðum í lofthjúpi og á yfirborði reikistjörnunnar. Lítil blossavirkni gerir sólkerfið jafnframt að góðum kosti fyrir frekari rannsóknir á nákvæmum massa reikistjarnanna og stjörnunnar. Slíkar mælingar gætu staðfest kenningu stjörnufræðinganna um að innsta og ysta reikistjarnan séu bergreikistjörnur en sú í miðjunni sé úr gasi. Þegar ný kynslóð sjónauka kemst í notkun væri ennfremur hægt að rannsaka hvort reikistjörnurnar hafa lofthjúp og efnagreina hann. Þannig gætu vísindamenn komist að því hvort að vatn, sem talin er frumforsenda lífs eins og við þekkjum það, sé til staðar þar. Geimurinn Tækni Vísindi Tengdar fréttir Hefja leit að fjarreikistjörnum í bakgarði okkar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna og SpaceX munu í kvöld skjóta sjónaukanum Transiting Exoplanet Survey Satellite eða Tess á braut um Jörðu. 16. apríl 2018 17:00 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Fyrsta fjarreikistjarnan með líkindi við jörðina sem bandaríski geimsjónaukinn TESS hefur fundið eftir að honum var skotið á loft árið 2018 er talinn hentug fyrir frekari rannsóknir, þar á meðal með nýrri kynslóð mælitækja. Hnötturinn er á stærð við jörðina og er í svonefndu lífbelti móðurstjörnu sinnar. Upphaflega fór TOI 700, móðurstjarna reikistjörnunnar, fram hjá stjörnufræðingum sem mögulega lífvænlegur hnöttur. Hún var á meðal þúsunda stjarna sem TESS (Transiting Exoplanet Survey Satellite) hefur fylgst með um langt skeið til að leita að fjarreikistjörnum. Stjarnan var talin á stærð við sólina okkar og reikistjörnurnar á braut um hana því stærri og heitari en þær eru í raun. Fundurinn var meðal annars staðfestur með Spitzer-geimsjónauka NASA. Vísindamenn komu auga á mistökin og komust að því að TOI 700 er svonefndur rauður dvergur, flokkur stjarna sem eru minni og svalari en sólin okkar. Hún hefur um það bil 40% af massa sólarinnar og yfirborð hennar er um helmingi svalara, að því er segir í tilkynningu frá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA. Stjarnan er í um hundrað ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu Dorado sem sést frá suðurhveli jarðar. Þrjár reikistjörnur fundust á braut um stjörnuna, tvær bergreikistjörnur og önnur sem er talin líkari ísrisanum Neptúnusi. Sú ysta, TOI 700d reyndist um það bil á stærð við jörðina og sú einan sem var innan lífbeltis stjörnunnar, þess svæðis þar sem hitastig gæti þýtt að fljótandi vatn gæti verið til staðar. Snúa líklega alltaf sömu hlið að stjörnunni TOI 700d er um fimmtungi stærri en jörðin og gengur um móðurstjörnuna á 37 dögum, tæplega tífalt hraðar en jörðin gengur um sólina. Reikistjarnan fær um 86% af þeirri sólarorku sem jörðin fær frá sólinni. Það þýðir þó ekki að TOI 700d sé endilega lífvænlegur heimur. Athuganir stjörnufræðinga benda til þess að allar reikistjörnurnar séu með bundinn möndulsnúning þannig að þær snúa alltaf sömu hliðinni að henni, líkt og tunglið gerir við jörðina. Þessi bundni möndulsnúningur gæti skapað veðuröfgar á yfirborði TOI 700d. Loftslagslíkön sem vísindamenn notuðu til að líkja eftir mögulegum aðstæðum þar gáfu margvíslegar niðurstöður. Samkvæmt einni gæti yfirborði verið þakið höfum og þykkum lofthjúpi úr koltvísýringi líkt og vísindamenn telja að Mars hafi verið í fyrndinni. Þykk skýjahula lægi þá yfir þeirri hlið reikistjörnunnar sem snýr að stjörnunni. Önnur keyrsla á líkaninu gaf veröld án skýja og hafs þar sem vindar blésu frá næturhliðinni að þeim punkti sem snýr beint að stjörnunni. Vænlegur kostur fyrir frekari rannsóknir Rauðir dvergar eru þekktir fyrir öflug sólgos og blossa sem baða umhverfi þeirra í útfjólublárri geilsun og gæti torveldað líf í kringum þá. Engir slíkir blossar sáust þó á þeim ellefu mánuðum sem vísindamenn fylgdust með stjörnunni. Það eykur líkurnar á að TOI 700d gæti verið lífvænleg og auðveldar vísindamönnum að líkja eftir að stæðum í lofthjúpi og á yfirborði reikistjörnunnar. Lítil blossavirkni gerir sólkerfið jafnframt að góðum kosti fyrir frekari rannsóknir á nákvæmum massa reikistjarnanna og stjörnunnar. Slíkar mælingar gætu staðfest kenningu stjörnufræðinganna um að innsta og ysta reikistjarnan séu bergreikistjörnur en sú í miðjunni sé úr gasi. Þegar ný kynslóð sjónauka kemst í notkun væri ennfremur hægt að rannsaka hvort reikistjörnurnar hafa lofthjúp og efnagreina hann. Þannig gætu vísindamenn komist að því hvort að vatn, sem talin er frumforsenda lífs eins og við þekkjum það, sé til staðar þar.
Geimurinn Tækni Vísindi Tengdar fréttir Hefja leit að fjarreikistjörnum í bakgarði okkar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna og SpaceX munu í kvöld skjóta sjónaukanum Transiting Exoplanet Survey Satellite eða Tess á braut um Jörðu. 16. apríl 2018 17:00 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Hefja leit að fjarreikistjörnum í bakgarði okkar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna og SpaceX munu í kvöld skjóta sjónaukanum Transiting Exoplanet Survey Satellite eða Tess á braut um Jörðu. 16. apríl 2018 17:00