Meðal þess sem rætt var um í Framlengingunni í Domino's Körfuboltakvöldi var hvaða leikmenn þyrftu að taka sig á og spila betur á árinu 2020.
Teitur Örlygsson nefndi Kára Jónsson, Ólaf Ólafsson og Matthías Orra Sigurðarson.
„Þetta eru þeir sem mér dettur fyrst í hug. Í haust bjóst ég við því að þeir yrðu frábærir en þeir hafa valdið mér vonbrigðum,“ sagði Teitur.
Hermann Hauksson og Sævar Sævarsson tóku undir með Teiti.
„Óli Óla er klárlega sá sem hefur valdið mestum vonbrigðum. Hann á að vera burðarásinn í Grindavíkurliðinu,“ sagði Sævar.
„Það er eins og þegar bræður hans slitu sig frá liðinu hafi hann verið skilinn eftir í ólgusjó og hann veit ekkert hvað hann er að gera. Hann hefur verið mjög slakur.“
Framlenginguna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
