Vilhjálmur viðurkennir mistök sem leiddu til bótagreiðslu til Ólínu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. janúar 2020 11:56 Vilhjálmur Árnason, varaformaður Þingvallanefndar viðurkennir að gert hafi verið mistök í ráðningaferli um þjóðgarðsvörð Vísir/Vilhelm Varaformaður Þingvallanefndar segir að mistök hafi valdið því að nefndin skráði ekki niður huglægt mat um umsækjendur í ráðningaferli um stöðu þjóðgarðasvarðar. Það hafi ráðið því að jafnréttisnefnd úrskurðaði að Þingvallanefnd hefði brotið jafnréttislög og kærandi fær tuttugu milljóna króna bótagreiðslu. Öll nefndin beri ábyrgð í málinu. Við sögðum frá því í gær að ríkið hefur dæmt Ólínu Þorvarardóttur tuttugu milljón króna bótagreiðslu rétt fyrir jól eftir að kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að Þingvallanefnd hefði brotið jafnréttislög þegar gengið var framhjá henni um stöðu þjóðgarðsvarðar og karl ráðinn í hennar stað. í úrskurðinum kemur fram að þau hafi verið því sem næst jafn hæf þegar kom að hlutlægum þáttum. Því hefði átt að gæta sérstakrar vandvirkni við mat á huglægum þáttum. Það hafi ekki verið gert með fullnægjandi hætti. Vilhjálmur Árnason varaformaður Þingvallanefndar segir að þar hafi átt sér stað mistök í ráðningaferlinu. „Ég er alveg sannfærður um að sá sem var ráðinn var hæfastur. Það sem úrskurður janfréttisnefndar kvað á um var að við gátum ekki sýnt fram á það á gagnsæan hátt þ.e. við skráðum ekki niður huglæga matið og þar að leiðandi endaði þetta svona. Ég veit ekki af hverju við gerum þetta ekki. Við fengum aðstoð við varðandi ráðningarferlið og treystum um of á þá aðstoð en það var ekki inní þeirri aðstoð að skrá þetta niður. Þetta eru mistök og eða yfirsjón við sjálft ferlið,“ segir Vilhjálmur. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í gær sagði Ólína Þorvarðardóttir að þeir sem tóku ákvörðunina um stöðu þjóðgarðasvarðar hafi ekki sætt ábyrgð. Vilhjálmur segir alla nefndina bera ábyrgð. „Það á við alla nefndina að hún gerði mistök þó að öll nefndin hafi ekki verið sammála um hvern átti að ráða heldur meirihlutinn þá á það við alla nefndina að engin skráði niður huglægt mat, þannig að allir bera ábyrgð,“ segir hann. Hann segir að nefndin hittist þann 22. janúar til að fara yfir málið en að öðru leiti telur hann því lokið. „Ég lít á að málinu sé lokið með samkomulagi,“ segir Vilhjálmur. Alþingi Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Stjórnsýsla Þingvellir Þjóðgarðar Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Sjá meira
Varaformaður Þingvallanefndar segir að mistök hafi valdið því að nefndin skráði ekki niður huglægt mat um umsækjendur í ráðningaferli um stöðu þjóðgarðasvarðar. Það hafi ráðið því að jafnréttisnefnd úrskurðaði að Þingvallanefnd hefði brotið jafnréttislög og kærandi fær tuttugu milljóna króna bótagreiðslu. Öll nefndin beri ábyrgð í málinu. Við sögðum frá því í gær að ríkið hefur dæmt Ólínu Þorvarardóttur tuttugu milljón króna bótagreiðslu rétt fyrir jól eftir að kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að Þingvallanefnd hefði brotið jafnréttislög þegar gengið var framhjá henni um stöðu þjóðgarðsvarðar og karl ráðinn í hennar stað. í úrskurðinum kemur fram að þau hafi verið því sem næst jafn hæf þegar kom að hlutlægum þáttum. Því hefði átt að gæta sérstakrar vandvirkni við mat á huglægum þáttum. Það hafi ekki verið gert með fullnægjandi hætti. Vilhjálmur Árnason varaformaður Þingvallanefndar segir að þar hafi átt sér stað mistök í ráðningaferlinu. „Ég er alveg sannfærður um að sá sem var ráðinn var hæfastur. Það sem úrskurður janfréttisnefndar kvað á um var að við gátum ekki sýnt fram á það á gagnsæan hátt þ.e. við skráðum ekki niður huglæga matið og þar að leiðandi endaði þetta svona. Ég veit ekki af hverju við gerum þetta ekki. Við fengum aðstoð við varðandi ráðningarferlið og treystum um of á þá aðstoð en það var ekki inní þeirri aðstoð að skrá þetta niður. Þetta eru mistök og eða yfirsjón við sjálft ferlið,“ segir Vilhjálmur. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í gær sagði Ólína Þorvarðardóttir að þeir sem tóku ákvörðunina um stöðu þjóðgarðasvarðar hafi ekki sætt ábyrgð. Vilhjálmur segir alla nefndina bera ábyrgð. „Það á við alla nefndina að hún gerði mistök þó að öll nefndin hafi ekki verið sammála um hvern átti að ráða heldur meirihlutinn þá á það við alla nefndina að engin skráði niður huglægt mat, þannig að allir bera ábyrgð,“ segir hann. Hann segir að nefndin hittist þann 22. janúar til að fara yfir málið en að öðru leiti telur hann því lokið. „Ég lít á að málinu sé lokið með samkomulagi,“ segir Vilhjálmur.
Alþingi Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Stjórnsýsla Þingvellir Þjóðgarðar Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Sjá meira