Hvergerðingur fann systur sína í Orlando eftir 73 ár Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. janúar 2020 19:15 Það urðu heldur betur fagnaðarfundir í Orlondo um jólin þegar maður úr Hveragerði hitti í fyrsta skipti hálfsystur sína. Hann er 73 ára og hún 79 ára. Vilhjálmur Auðunn Albertsson og fjölskylda hans áttu sín bestu jól í Orlando í Bandaríkjunum um jólin. Börn Vilhjálms og konu hans höfðu fengið þau með sér út til að njóta lífsins þar með stórfjölskyldunni en ekki hafði Vilhjálmi grunað að í ferðinni ætti hann eftir að hitta systur sína, sem býr nálægt Orlando, 79 ára og heitir Nancy. Börn Vilhjálms höfðu undirbúið að þau myndu hittast. Vilhjálmur var ættleiddur sem ungbarn en fann íslenska blóðmóður sína þegar hann var um tvítugt. Faðir hans hafði verið hermaður á Íslandi 1946 en hann lést 1984. Viilhjálmur og Nancy, systir hans. Eins og sjá má þá er mikill svipur með þeim.Einkasafn Kolbrún, dóttir Vilhjálms var allt í öllu við skipulagningu hittingsins, hún lýsir hér deginum þegar systkinin hittust í fyrsta skipti á ævinni. „Ég var alveg að missa mig úr spenningi, reyna að láta á engu bera. Síðan renna tveir bílar í hlaðið. Annar með systur hans pabba og dóttur hennar og hinn með frænkunni. Ég labba út til að taka á móti þeim og pabbi kemur bara rétt á eftir mér. Svo sé ég bara, það renna bara tárin, þetta var svo magnað, þau tengdust bara strax, þau eru svo ótrúlega lík, þau hafa sama húmor. Þó að pabbi skilji varla ensku þá gat hann samt verið að fíflast í henni. Þetta var bara dásamlegt“, segir Kolbrún. Kolbrún var allt í öllu með systkinum sínum að plotta hittinginn hjá pabba þeirra og systur hans í Orlando.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En hvernig tilfinning var að hitta systur sína eftir öll þessi ár? „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því með orðum, þetta var svo stórkostlegt, maður var bara orðlaus“, segir Vilhjálmur og bætir því við að hann eigi eina hálfsystur í viðbót erlendis en hann viti lítið sem ekkert meira um hana. Bandaríkin Hveragerði Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Það urðu heldur betur fagnaðarfundir í Orlondo um jólin þegar maður úr Hveragerði hitti í fyrsta skipti hálfsystur sína. Hann er 73 ára og hún 79 ára. Vilhjálmur Auðunn Albertsson og fjölskylda hans áttu sín bestu jól í Orlando í Bandaríkjunum um jólin. Börn Vilhjálms og konu hans höfðu fengið þau með sér út til að njóta lífsins þar með stórfjölskyldunni en ekki hafði Vilhjálmi grunað að í ferðinni ætti hann eftir að hitta systur sína, sem býr nálægt Orlando, 79 ára og heitir Nancy. Börn Vilhjálms höfðu undirbúið að þau myndu hittast. Vilhjálmur var ættleiddur sem ungbarn en fann íslenska blóðmóður sína þegar hann var um tvítugt. Faðir hans hafði verið hermaður á Íslandi 1946 en hann lést 1984. Viilhjálmur og Nancy, systir hans. Eins og sjá má þá er mikill svipur með þeim.Einkasafn Kolbrún, dóttir Vilhjálms var allt í öllu við skipulagningu hittingsins, hún lýsir hér deginum þegar systkinin hittust í fyrsta skipti á ævinni. „Ég var alveg að missa mig úr spenningi, reyna að láta á engu bera. Síðan renna tveir bílar í hlaðið. Annar með systur hans pabba og dóttur hennar og hinn með frænkunni. Ég labba út til að taka á móti þeim og pabbi kemur bara rétt á eftir mér. Svo sé ég bara, það renna bara tárin, þetta var svo magnað, þau tengdust bara strax, þau eru svo ótrúlega lík, þau hafa sama húmor. Þó að pabbi skilji varla ensku þá gat hann samt verið að fíflast í henni. Þetta var bara dásamlegt“, segir Kolbrún. Kolbrún var allt í öllu með systkinum sínum að plotta hittinginn hjá pabba þeirra og systur hans í Orlando.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En hvernig tilfinning var að hitta systur sína eftir öll þessi ár? „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því með orðum, þetta var svo stórkostlegt, maður var bara orðlaus“, segir Vilhjálmur og bætir því við að hann eigi eina hálfsystur í viðbót erlendis en hann viti lítið sem ekkert meira um hana.
Bandaríkin Hveragerði Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira