Eyjólfur Ásberg Halldórson er genginn í raðir KR en Karfan.is greindi fyrst frá þessu í gær.
Eyjólfur Ásberg er uppalinn hjá Íslandsmeisturunum en hann hefur ekkert leikið á þessari leiktíð vegna meiðsla.
Síðast spilaði hann með Skallagrím í Dominos-deildinni í fyrra þar sem hann var lykilmaður hjá liðinu.
Hann var með tólf stig að meðaltali í leik sem og sex stoðsendingar og sex fráköst.
Eyjólfur hefur verið í yngri landsliðum Íslands en Dominos-deild karla fer aftur af stað annað kvöld eftir hlé.
KR spilar við Grindavík á útivelli annað kvöld.
Íslandsmeistararnir þétta raðirnar enn frekar
