Körfubolti

Stjörnurnar kveðja Stern

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
David Stern.
David Stern. vísir/getty

NBA-heimurinn er í sárum eftir að fyrrum yfirmaður deildarinnar, David Stern, lést í gær 77 ára aldri.

Stern var yfirmaður deildarinnar í 30 ár eða frá 1984 til 2014. Undir hans stjórn varð NBA-deildin að einni vinsælustu íþróttadeild heims og er enn. Körfuboltinn á Stern mikið að þakka.

Stern var fæddur og uppalinn í New York og ólst upp sem stuðningsmaður Knicks og fór iðulega á völlinn með föður sínum.

Hann útskrifaðist sem lögfræðingur frá Columbia-háskólanum árið 1966 og spilaði körfubolta í lögfræðingadeild New York-borgar. Slæm hnémeiðsli bundu svo enda á körfuboltaferilinn.

Það var mikið áfall fyrir marga að heyra af fráfalli Stern í gær og allar stærstu stjörnur körfuboltaheimsins hafa þakkað honum fyrir sitt framlag eins og sjá má hér að neðan.





























NBA

Tengdar fréttir

David Stern látinn

David Stern, fyrrum yfirmaður NBA-deildarinnar til þrjátíu ára, er látinn en NBA-deildin greindi frá þessu nú undir kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×