Man. United þrennan betri en Liverpool þrennan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2020 23:00 Marcus Rashford og Mason Greenwood til vinstri en Mohamed Salah og Sadio Mané til hægri. Samsett/Getty Mikið hefur verið látið með sóknarmenn Liverpool í allri velgengni liðsins að undanförnu en þegar markatölfræðin er skoðuð kemur í ljós að framlínuþrenna Manchester United hefur í raun gert betur en sú hjá Liverpool á þessari leiktíð. Liverpool tekur á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni um helgina en United er eina liðið sem hefur tekið stig af toppliði Liverpool í deildinni á þessari leiktíð. Liverpool hefur fjórtán stiga forskot og er búið að vinna 20 af 21 deildarleik sínum á leiktíðinni. Manchester United er 27 stigum neðar í töflunni með aðeins 9 sigra í 22 leikjum. Manchester United hefur einnig skorað fjórtán mörkum færra en Liverpool liðið en það er varla hægt að kenna ungu strákunum í framlínunni um það. Manchester United's front three has outscored Liverpool's this season #LFC#Liverpool#MUFCpic.twitter.com/qiGeclg3df— LiveScore (@livescore) January 16, 2020 Sóknarmannalína Manchester United, skipuð þeim Marcus Rashford, Anthony Martial og Mason Greenwood hefur samtals skilað 39 mörkum fyrir Manchester United í öllum keppnum á þessu tímabili. Mason Greenwood er með 9 mörk í 27 leikjum í öllum keppnum, Anthony Martial hefur skorað 11 mörk í 22 leikjum og Marcus Rashford er síðan með 19 mörk í 30 leikjum. Sóknartríó Liverpool, skipað þeim Mohamed Salah, Sadio Mané og Roberto Firmino, hefur alls skilað af sér 30 mörkum í öllum keppnum á þessu tímabili. Roberto Firmino er með 7 mörk í 27 leikjum, Sadio Mané hefur skorað 13 mörk í 27 leikjum og Mohamed Salah er markahæstur þeirra með 14 mörk í 24 leikjum. Við þetta bætist svo markaleysi framlínumanna Liverpool í leikjum sínum á móti erkifjendunum í Manchester United. Mohamed Salah hefur hvorki skorað né lagt upp mark í fjórum deildarleikjum sínum á móti Manchester United. Sadio Mané hefur bara skorað eitt mark í fimm deildarleikjum sínum með Liverpool á móti Manchester United og Roberto Firmino hefur ekki skorað í níu deildarleikjum á móti Liverpool. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira
Mikið hefur verið látið með sóknarmenn Liverpool í allri velgengni liðsins að undanförnu en þegar markatölfræðin er skoðuð kemur í ljós að framlínuþrenna Manchester United hefur í raun gert betur en sú hjá Liverpool á þessari leiktíð. Liverpool tekur á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni um helgina en United er eina liðið sem hefur tekið stig af toppliði Liverpool í deildinni á þessari leiktíð. Liverpool hefur fjórtán stiga forskot og er búið að vinna 20 af 21 deildarleik sínum á leiktíðinni. Manchester United er 27 stigum neðar í töflunni með aðeins 9 sigra í 22 leikjum. Manchester United hefur einnig skorað fjórtán mörkum færra en Liverpool liðið en það er varla hægt að kenna ungu strákunum í framlínunni um það. Manchester United's front three has outscored Liverpool's this season #LFC#Liverpool#MUFCpic.twitter.com/qiGeclg3df— LiveScore (@livescore) January 16, 2020 Sóknarmannalína Manchester United, skipuð þeim Marcus Rashford, Anthony Martial og Mason Greenwood hefur samtals skilað 39 mörkum fyrir Manchester United í öllum keppnum á þessu tímabili. Mason Greenwood er með 9 mörk í 27 leikjum í öllum keppnum, Anthony Martial hefur skorað 11 mörk í 22 leikjum og Marcus Rashford er síðan með 19 mörk í 30 leikjum. Sóknartríó Liverpool, skipað þeim Mohamed Salah, Sadio Mané og Roberto Firmino, hefur alls skilað af sér 30 mörkum í öllum keppnum á þessu tímabili. Roberto Firmino er með 7 mörk í 27 leikjum, Sadio Mané hefur skorað 13 mörk í 27 leikjum og Mohamed Salah er markahæstur þeirra með 14 mörk í 24 leikjum. Við þetta bætist svo markaleysi framlínumanna Liverpool í leikjum sínum á móti erkifjendunum í Manchester United. Mohamed Salah hefur hvorki skorað né lagt upp mark í fjórum deildarleikjum sínum á móti Manchester United. Sadio Mané hefur bara skorað eitt mark í fimm deildarleikjum sínum með Liverpool á móti Manchester United og Roberto Firmino hefur ekki skorað í níu deildarleikjum á móti Liverpool.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira