Matthías Örn Friðriksson, fyrrum knattspyrnumaður, hefur undanfarin ár einbeitt sér að pílukasti og nú eltir hann drauminn.
Matthías Örn hefur leikið 233 leiki í meistaraflokki í knattspyrnu en 78 af þeim komu í efstu deild. Hann hefur leikið með Grindavík, Þór og GG á sínum ferli.
Hann lagði fótboltaskóna á hilluna í janúar á síðasta ári og einbeitti sér þá að pílukastinu.
Hann greinir frá því á Twitter-síðu sinni að nú sé hann á leiðinni til Þýskalands þar sem hann reynir að komast í úrvalsdeildina í pílukasti.
Á leið til Þýskalands að reyna að vinna mér þátttökurétt í deild þeirra bestu í heimi í pílukasti Ef þið smellið á plúsinn við nafnið mitt á linknum hérna getið þið fengið email í hvert skipti sem ég spila... https://t.co/VCJsVSuJUi
— Matthías Örn (@mattiorn) January 15, 2020
Erfitt verkefni bíður Matthíasar en pílukastið hefur vakið mikla athygli hér heima undanfarin ár.
Í byrjun janúar fór fram heimsmeistaramótið þar sem Snakebite, Peter Wright, stóð uppi sem sigurvegari.