Sport

Fyrrum úr­vals­deildar­leik­maður eltir pílu­drauminn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Matthías Örn til vinstri
Matthías Örn til vinstri mynd/grindavík

Matthías Örn Friðriksson, fyrrum knattspyrnumaður, hefur undanfarin ár einbeitt sér að pílukasti og nú eltir hann drauminn.

Matthías Örn hefur leikið 233 leiki í meistaraflokki í knattspyrnu en 78 af þeim komu í efstu deild. Hann hefur leikið með Grindavík, Þór og GG á sínum ferli.

Hann lagði fótboltaskóna á hilluna í janúar á síðasta ári og einbeitti sér þá að pílukastinu.

Hann greinir frá því á Twitter-síðu sinni að nú sé hann á leiðinni til Þýskalands þar sem hann reynir að komast í úrvalsdeildina í pílukasti.







Erfitt verkefni bíður Matthíasar en pílukastið hefur vakið mikla athygli hér heima undanfarin ár.

Í byrjun janúar fór fram heimsmeistaramótið þar sem Snakebite, Peter Wright, stóð uppi sem sigurvegari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×