Jóhannes Þór gefur lítið fyrir lobbíistatal Björns Levís Jakob Bjarnar skrifar 15. janúar 2020 14:48 Jóhannes Þór segir fundinn fullkomlega eðlilegan hluta samskipta Alþingismanna við fólkið í landinu og á engan hátt tortryggilegur. visir/vilhelm „Ef farið væri eftir skilyrðum sem Björn Leví setur fram í dag ættu þingmenn að sitja á skrifstofu sinni og lesa skýrslur og umsagnir og taka ákvörðun um þingmál út frá þeim eingöngu. Allir sjá að þannig virkar lýðræðisleg ákvarðanataka ekki,“ segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir greindi frá því fyrr í dag að Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata hafi ekki liðið vel á fundi sem hann ásamt nokkrum þingmönnum öðrum var boðaður á af hagsmunahópi tengdum ferðaþjónustunnar. Tilefni er frumvarp um þjóðgarð á miðhálendinu sem hefur verið til umsagnar. Björn Leví telur þetta óeðlileg afskipti lobbíista af störfum þingsins, hann tjáði sig um það á téðum fundi. Þá greip Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins inn í og bað fundarmenn afsökunar á orðum Björns Levís. Andlýðræðisleg hugsun Björns Levís Jóhannes Þór var ekki á fundinum en hann hefur rætt við ýmsa sem á honum voru og er vel af honum látið; góð skoðanaskipti upplýsingamiðlun á bóga. „Björn Leví þingmaður Pírata lætur nú að því liggja að það sé á einhvern hátt óeðlilegt að þingmenn hitti umbjóðendur sína, einstaklinga, fyrirtæki og hagsmunaaðila, á fundum og ræði mál sem hafa áhrif á starfsemi þeirra. Þetta er undarleg hugsun, nánast andlýðræðisleg,“ segir Jóhannes Þór en hann hefur skrifað pistil á Facebooksíðu sína þar sem hann gerir þessa sýn Björns Levís að umtalsefni. Eðlileg samskipti við fólkið í landinu „Þetta er allt fullkomlega eðlilegur hluti af samskiptum Alþingismanna við fólkið í landinu og á engan hátt tortryggilegt. Fundurinn með ferðaþjónustuaðilum á hálendinu sem Björn Leví sótti var ekki á neinn hátt frábrugðinn öðrum fundum af þessu tagi,“ segir Jóhannes sem vill benda á að Björn Leví hafi í starfi sínu á Alþingi undanfarin ár setið fjölda slíkra harðlokaðra funda. „Með fulltrúum „lobbýista“ (eins og hann kallar það) þar sem lobbýistarnir eru sérstaklega boðaðir til fundar og fá tækifæri til að fara yfir sjónarmið sín á ýmsum málum í lokuðu herbergi með þingmönnum. Þeir fundir eru kallaðir nefndafundir Alþingis,“ segir Jóhannes Þór háðskur. En hann starfaði á árum áður sem aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þá forsætisráðherra og þekkir því gjörla hvernig kaupin ganga fyrir sig á eyrinni. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Tengdar fréttir Ásmundur bað þrýstihóp í ferðaþjónustu afsökunar á Birni Leví Kurr á fundi rekstraraðila ferðaþjónustu og þingmanna. 15. janúar 2020 12:46 Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Sjá meira
„Ef farið væri eftir skilyrðum sem Björn Leví setur fram í dag ættu þingmenn að sitja á skrifstofu sinni og lesa skýrslur og umsagnir og taka ákvörðun um þingmál út frá þeim eingöngu. Allir sjá að þannig virkar lýðræðisleg ákvarðanataka ekki,“ segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir greindi frá því fyrr í dag að Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata hafi ekki liðið vel á fundi sem hann ásamt nokkrum þingmönnum öðrum var boðaður á af hagsmunahópi tengdum ferðaþjónustunnar. Tilefni er frumvarp um þjóðgarð á miðhálendinu sem hefur verið til umsagnar. Björn Leví telur þetta óeðlileg afskipti lobbíista af störfum þingsins, hann tjáði sig um það á téðum fundi. Þá greip Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins inn í og bað fundarmenn afsökunar á orðum Björns Levís. Andlýðræðisleg hugsun Björns Levís Jóhannes Þór var ekki á fundinum en hann hefur rætt við ýmsa sem á honum voru og er vel af honum látið; góð skoðanaskipti upplýsingamiðlun á bóga. „Björn Leví þingmaður Pírata lætur nú að því liggja að það sé á einhvern hátt óeðlilegt að þingmenn hitti umbjóðendur sína, einstaklinga, fyrirtæki og hagsmunaaðila, á fundum og ræði mál sem hafa áhrif á starfsemi þeirra. Þetta er undarleg hugsun, nánast andlýðræðisleg,“ segir Jóhannes Þór en hann hefur skrifað pistil á Facebooksíðu sína þar sem hann gerir þessa sýn Björns Levís að umtalsefni. Eðlileg samskipti við fólkið í landinu „Þetta er allt fullkomlega eðlilegur hluti af samskiptum Alþingismanna við fólkið í landinu og á engan hátt tortryggilegt. Fundurinn með ferðaþjónustuaðilum á hálendinu sem Björn Leví sótti var ekki á neinn hátt frábrugðinn öðrum fundum af þessu tagi,“ segir Jóhannes sem vill benda á að Björn Leví hafi í starfi sínu á Alþingi undanfarin ár setið fjölda slíkra harðlokaðra funda. „Með fulltrúum „lobbýista“ (eins og hann kallar það) þar sem lobbýistarnir eru sérstaklega boðaðir til fundar og fá tækifæri til að fara yfir sjónarmið sín á ýmsum málum í lokuðu herbergi með þingmönnum. Þeir fundir eru kallaðir nefndafundir Alþingis,“ segir Jóhannes Þór háðskur. En hann starfaði á árum áður sem aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þá forsætisráðherra og þekkir því gjörla hvernig kaupin ganga fyrir sig á eyrinni.
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Tengdar fréttir Ásmundur bað þrýstihóp í ferðaþjónustu afsökunar á Birni Leví Kurr á fundi rekstraraðila ferðaþjónustu og þingmanna. 15. janúar 2020 12:46 Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Sjá meira
Ásmundur bað þrýstihóp í ferðaþjónustu afsökunar á Birni Leví Kurr á fundi rekstraraðila ferðaþjónustu og þingmanna. 15. janúar 2020 12:46