Reykjavík barnanna Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 15. janúar 2020 09:00 Í Reykjavík eiga öll börn að fá jöfn tækifæri til að öðlast sterka sjálfsmynd, trúa á eigin getu og ná árangri. Til þess að svo megi verða hefur staðið yfir heildarendurskoðun á allri þjónustu Reykjavíkurborgar við börn og barnafjölskyldur. Foreldrar eru lykilaðilar í lífi barns en það, að öll börn búi við öruggt heilsueflandi umhverfi er sameiginlegt verkefni okkar allra. Velferðarráð hefur lagt mikla áherslu á þjónustu við börn og barnafjölskyldur undanfarið ár með forvarnir og skjóta þjónustu að leiðarljósi. Farið hefur fram heildarendurskoðun á þeirri þjónustu sem velferðarsvið og þar með talið Barnavernd veitir börnum og fjölskyldum þeirra, í fjölþættu samráði við ýmsa aðila sem vinna að hagsmunum barna og barnafjölskyldna. Þetta hefur skilað endurbótum, breyttu verklagi og aðgerðum til að efla þjónustuna enn frekar. Verndum börn Skipulagi Barnverndar hefur verið breytt og þjónustan styrkt og nú hefur Framkvæmdaáætlun Reykjavíkurborgar í barnavernd til 2023 litið dagsins ljós. Þessi framkvæmdaáætlun ber með sér mjög miklar breytingar á barnaverndarstarfi til hins betra. Forgangsraðað er í þágu forvarna sem miða að valdeflingu barna og forsjáraðila, til að mynda með fræðslu, ráðgjöf og þjálfun barna í félagsfærni og tilfinningastjórnun. Skjótt verði brugðist við á vettvangi barnsins þegar vandi steðjar að barni, það sé gert með samræmdum aðgerðum allra aðila hjá Reykjavíkurborg og í auknu samstarfi við önnur þjónustukerfi sem starfa á sama sviði. Aukin áhersla er á að árangur sé metinn og upplýsingar verði kynntar opinberlega. Samstarf um stuðningsþjónustu „Samstarfsnetið” er einnig nýtt verkefni á Velferðarsviði sem ætlað er að halda utan um öll stuðningsverkefni tengd börnum óháð fötlun eða ástæðu stuðningsþarfar. Meðal verkefna þess er persónuleg ráðgjöf, liðveisla, unglingasmiðjur, námskeið, og stuðningsfjölskyldur. Markmiðið er að þessi mikilvæga þjónusta, sem um 1100 börn og fjölskyldur þeirra njóta árlega, verði bæði betri og öflugri og að jafnt aðgengi að úrræðum sé tryggt um alla borg. Nýtt verklag og reglur um stuðningsþjónustu fyrir börn eru að líta dagsins ljós en ætlun okkar er að greiða leið notenda að fyrstu þjónustu og veita börnum og fjölskyldum þeirra viðeigandi stuðning í framhaldi. Fjölskyldur vita oftast best hvaða stuðning eða þjónustu þau þurfa til að geta nýtt styrkleika sína og látið drauma sína rætast. Okkur langar að nýta þá þekkingu meira inn í mat á þjónustuþörf í framtíðinni sem mun skila sér markvissari þjónustu og stuðla að nýsköpun og þróun í takt við þarfir og samfélagslegar aðstæður. „Betri borg fyrir börn“ Velferðarráð og Skóla og frístundaráð samþykktu á sameiginlegum fundi í haust að setja af stað sameiginlegt 2 ára verkefni í Breiðholti sem miðar að því að bæta þjónustu við börn og ungmenni í skóla- og frístundastarfi borgarinnar. Skólaþjónustan þarf að vera heiltæka og samhæfð og veitt eins fljótt og auðið er helst í sem mestu mæli í skólaumhverfi barna og ungmenna. Með þessu styrkjum við einnig þjónustu við skóla, félagsmiðstöðvar og frístundaheimili og stuðlum um leið að auknum gæðum í starfi með börnum á leik- og grunnskólaaldri.Ef vel tekst til þá munum við innleiða breytt verklag með samhæfða skóla- og velferðarþjónustu í öllum borgarhlutum. Draumar rætast Reykjavíkurborg er að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í starfsemi sína og við ætlum að tileinka okkur barnaréttindanálgun í öllum okkar verkefnum, stefnumótun og ákvörðunum. Okkar sameiginlega markmið er að öll börn hafi jöfn tækifæri til að láta drauma sína rætast. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnavernd Borgarstjórn Börn og uppeldi Heiða Björg Hilmisdóttir Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Í Reykjavík eiga öll börn að fá jöfn tækifæri til að öðlast sterka sjálfsmynd, trúa á eigin getu og ná árangri. Til þess að svo megi verða hefur staðið yfir heildarendurskoðun á allri þjónustu Reykjavíkurborgar við börn og barnafjölskyldur. Foreldrar eru lykilaðilar í lífi barns en það, að öll börn búi við öruggt heilsueflandi umhverfi er sameiginlegt verkefni okkar allra. Velferðarráð hefur lagt mikla áherslu á þjónustu við börn og barnafjölskyldur undanfarið ár með forvarnir og skjóta þjónustu að leiðarljósi. Farið hefur fram heildarendurskoðun á þeirri þjónustu sem velferðarsvið og þar með talið Barnavernd veitir börnum og fjölskyldum þeirra, í fjölþættu samráði við ýmsa aðila sem vinna að hagsmunum barna og barnafjölskyldna. Þetta hefur skilað endurbótum, breyttu verklagi og aðgerðum til að efla þjónustuna enn frekar. Verndum börn Skipulagi Barnverndar hefur verið breytt og þjónustan styrkt og nú hefur Framkvæmdaáætlun Reykjavíkurborgar í barnavernd til 2023 litið dagsins ljós. Þessi framkvæmdaáætlun ber með sér mjög miklar breytingar á barnaverndarstarfi til hins betra. Forgangsraðað er í þágu forvarna sem miða að valdeflingu barna og forsjáraðila, til að mynda með fræðslu, ráðgjöf og þjálfun barna í félagsfærni og tilfinningastjórnun. Skjótt verði brugðist við á vettvangi barnsins þegar vandi steðjar að barni, það sé gert með samræmdum aðgerðum allra aðila hjá Reykjavíkurborg og í auknu samstarfi við önnur þjónustukerfi sem starfa á sama sviði. Aukin áhersla er á að árangur sé metinn og upplýsingar verði kynntar opinberlega. Samstarf um stuðningsþjónustu „Samstarfsnetið” er einnig nýtt verkefni á Velferðarsviði sem ætlað er að halda utan um öll stuðningsverkefni tengd börnum óháð fötlun eða ástæðu stuðningsþarfar. Meðal verkefna þess er persónuleg ráðgjöf, liðveisla, unglingasmiðjur, námskeið, og stuðningsfjölskyldur. Markmiðið er að þessi mikilvæga þjónusta, sem um 1100 börn og fjölskyldur þeirra njóta árlega, verði bæði betri og öflugri og að jafnt aðgengi að úrræðum sé tryggt um alla borg. Nýtt verklag og reglur um stuðningsþjónustu fyrir börn eru að líta dagsins ljós en ætlun okkar er að greiða leið notenda að fyrstu þjónustu og veita börnum og fjölskyldum þeirra viðeigandi stuðning í framhaldi. Fjölskyldur vita oftast best hvaða stuðning eða þjónustu þau þurfa til að geta nýtt styrkleika sína og látið drauma sína rætast. Okkur langar að nýta þá þekkingu meira inn í mat á þjónustuþörf í framtíðinni sem mun skila sér markvissari þjónustu og stuðla að nýsköpun og þróun í takt við þarfir og samfélagslegar aðstæður. „Betri borg fyrir börn“ Velferðarráð og Skóla og frístundaráð samþykktu á sameiginlegum fundi í haust að setja af stað sameiginlegt 2 ára verkefni í Breiðholti sem miðar að því að bæta þjónustu við börn og ungmenni í skóla- og frístundastarfi borgarinnar. Skólaþjónustan þarf að vera heiltæka og samhæfð og veitt eins fljótt og auðið er helst í sem mestu mæli í skólaumhverfi barna og ungmenna. Með þessu styrkjum við einnig þjónustu við skóla, félagsmiðstöðvar og frístundaheimili og stuðlum um leið að auknum gæðum í starfi með börnum á leik- og grunnskólaaldri.Ef vel tekst til þá munum við innleiða breytt verklag með samhæfða skóla- og velferðarþjónustu í öllum borgarhlutum. Draumar rætast Reykjavíkurborg er að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í starfsemi sína og við ætlum að tileinka okkur barnaréttindanálgun í öllum okkar verkefnum, stefnumótun og ákvörðunum. Okkar sameiginlega markmið er að öll börn hafi jöfn tækifæri til að láta drauma sína rætast. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun