Aðeins færri sjúklingar á göngum bráðamóttökunnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. janúar 2020 20:00 Yfirlæknir segir að með skammtímalausn hafi tekist að fækka þeim sjúklingum sem þurfi að liggja á göngum bráðamóttökunnar. Vísir/Vilhelm Vandi bráðamóttökunnar er ekkert annað en birtingarmynd vandans í heilbrigðiskerfinu í heild að sögn forstjóra Landspítalans. Heilbrigðiskerfið sé undirfjármagnað, jafnvel þótt fjárframlög hafi verið aukin á undanförnum árum. Yfirlæknir bráðamóttöku segir stöðuna hafa skánað síðustu daga. Staðan á bráðamóttöku Landspítalans verið í brennidepli undanfarnar vikur en Jón Magnús Kristjánsson yfirlæknir bráðadeildar var meðal gesta á fundi velferðarnefndar Alþingis í dag. „Staðan í dag er örlítið betri heldur en hún var fyrir tíu dögum síðan. Við höfum náð að opna upp sjö legurými á efri hæð bráðamóttökunnar þar sem venjulega er endurkomudeild fyrir þá sem fá beinbrot. Við þannig þrengjum að þeirri starfsemi og hún er í svolitlum vandræðum með það að vinna þar en þetta er mun betra, að geta haft sjúklinga á stofu heldur en liggjandi á göngum bráðamóttökunnar,“ segir Jón Magnús. Þessi lausn dugi þó aðeins til bráðabyrða. „Þetta er skammtímalausn sem getur fleytt okkur í gegnum nokkrar vikur en við sjáum strax árangur af þessu. Það hefur fækkað um helming sjúklingum sem liggja á göngum bráðamóttökunnar og eru nú fjórir, fimm, hæsta lagi átta á hverjum tíma, í staðinn fyrir að vera fimmtán og jafnvel þar yfir,“ segir Jón Magnús. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að spítalinn hafi þegar gripið til ýmissa ráða til að leita lausna. „Það er stundum talað um að þetta sé vandi bráðamóttökunnar, það er ekki svo. Þetta er vandi kerfisins í heild sem að birtist síðan á Landspítalanum og sérstaklega á bráðamóttökunni. Mér fannst mjög góður skilningur í umræðunni með þingmönnum í dag á því að þetta er sameiginlegt verkefni að í rauninni leysa þá áskorun sem heilbrigðiskerfið sé í,“ segir Páll. Aðeins hluti af þeim lausnum felist í aðgerðum af hálfu spítalans. Til að mynda er snýr að kjaramálum starfsfólks og „Þetta er meiriháttar mál. Það er undirfjármögnun í heilbrigðiskerfinu til lengri tíma sem þarf fyrr eða síðar að takast á við. Og það fé þarf ekkert endilega að koma til Landspítalans nema að litlu leyti því að það er ekki síður gagn í því að efla til dæmis heilsugæslu, efla hjúkrunarþjónustu, efla aðra starfsemi út um landið því þetta er eitt heildarþjónustunet í heilbrigðisþjónustunni,“ segir Páll. Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Notar orðin „fokking dísaster“ til að lýsa ástandinu á bráðamóttökunni Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og deildarforseta íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík, segir að ástandið á bráðamóttöku Landspítalans sé best lýst með orðunum "fokking dísaster“ eða eins og þýða mætti yfir á íslensku sem algjör hörmung. Þetta segir hún eftir að hafa "eytt mjög miklum tíma“ bráðamóttökunni vegna veikinda náins ættingja undanfarna tólf mánuði. 13. janúar 2020 21:00 Gera alltaf sitt besta en stundum er það ekki nóg Ragna Sif Árnadóttir er læknir á bráðamóttöku Landspítalans og Elvar Steinn Þorvaldsson er stýrimaður á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Saman eru hjónin í björgunarsveit Kópavogs. 12. janúar 2020 07:00 Læknar segja hættuástand vera orðið daglegur veruleiki á Landspítala Í ályktun frá Félagi sjúkrahúslækna og Félagi almennra lækna er lýst yfir þungum áhyggjum af "viðvarandi óviðunandi og stöðugt versnandi ástandi á Landspítala.“ 9. janúar 2020 18:38 Vilja velta við hverjum steini vegna stöðunnar í heilbrigðiskerfinu Velferðarnefnd hyggst fjalla um stöðuna í heilbrigðiskerfinu á morgun en formaður nefndarinnar segir að vanmáttur ríki innan ríkisstjórnarinnar við að taka á vandanum sem þar sé til staðar. 13. janúar 2020 12:45 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira
Vandi bráðamóttökunnar er ekkert annað en birtingarmynd vandans í heilbrigðiskerfinu í heild að sögn forstjóra Landspítalans. Heilbrigðiskerfið sé undirfjármagnað, jafnvel þótt fjárframlög hafi verið aukin á undanförnum árum. Yfirlæknir bráðamóttöku segir stöðuna hafa skánað síðustu daga. Staðan á bráðamóttöku Landspítalans verið í brennidepli undanfarnar vikur en Jón Magnús Kristjánsson yfirlæknir bráðadeildar var meðal gesta á fundi velferðarnefndar Alþingis í dag. „Staðan í dag er örlítið betri heldur en hún var fyrir tíu dögum síðan. Við höfum náð að opna upp sjö legurými á efri hæð bráðamóttökunnar þar sem venjulega er endurkomudeild fyrir þá sem fá beinbrot. Við þannig þrengjum að þeirri starfsemi og hún er í svolitlum vandræðum með það að vinna þar en þetta er mun betra, að geta haft sjúklinga á stofu heldur en liggjandi á göngum bráðamóttökunnar,“ segir Jón Magnús. Þessi lausn dugi þó aðeins til bráðabyrða. „Þetta er skammtímalausn sem getur fleytt okkur í gegnum nokkrar vikur en við sjáum strax árangur af þessu. Það hefur fækkað um helming sjúklingum sem liggja á göngum bráðamóttökunnar og eru nú fjórir, fimm, hæsta lagi átta á hverjum tíma, í staðinn fyrir að vera fimmtán og jafnvel þar yfir,“ segir Jón Magnús. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að spítalinn hafi þegar gripið til ýmissa ráða til að leita lausna. „Það er stundum talað um að þetta sé vandi bráðamóttökunnar, það er ekki svo. Þetta er vandi kerfisins í heild sem að birtist síðan á Landspítalanum og sérstaklega á bráðamóttökunni. Mér fannst mjög góður skilningur í umræðunni með þingmönnum í dag á því að þetta er sameiginlegt verkefni að í rauninni leysa þá áskorun sem heilbrigðiskerfið sé í,“ segir Páll. Aðeins hluti af þeim lausnum felist í aðgerðum af hálfu spítalans. Til að mynda er snýr að kjaramálum starfsfólks og „Þetta er meiriháttar mál. Það er undirfjármögnun í heilbrigðiskerfinu til lengri tíma sem þarf fyrr eða síðar að takast á við. Og það fé þarf ekkert endilega að koma til Landspítalans nema að litlu leyti því að það er ekki síður gagn í því að efla til dæmis heilsugæslu, efla hjúkrunarþjónustu, efla aðra starfsemi út um landið því þetta er eitt heildarþjónustunet í heilbrigðisþjónustunni,“ segir Páll.
Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Notar orðin „fokking dísaster“ til að lýsa ástandinu á bráðamóttökunni Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og deildarforseta íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík, segir að ástandið á bráðamóttöku Landspítalans sé best lýst með orðunum "fokking dísaster“ eða eins og þýða mætti yfir á íslensku sem algjör hörmung. Þetta segir hún eftir að hafa "eytt mjög miklum tíma“ bráðamóttökunni vegna veikinda náins ættingja undanfarna tólf mánuði. 13. janúar 2020 21:00 Gera alltaf sitt besta en stundum er það ekki nóg Ragna Sif Árnadóttir er læknir á bráðamóttöku Landspítalans og Elvar Steinn Þorvaldsson er stýrimaður á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Saman eru hjónin í björgunarsveit Kópavogs. 12. janúar 2020 07:00 Læknar segja hættuástand vera orðið daglegur veruleiki á Landspítala Í ályktun frá Félagi sjúkrahúslækna og Félagi almennra lækna er lýst yfir þungum áhyggjum af "viðvarandi óviðunandi og stöðugt versnandi ástandi á Landspítala.“ 9. janúar 2020 18:38 Vilja velta við hverjum steini vegna stöðunnar í heilbrigðiskerfinu Velferðarnefnd hyggst fjalla um stöðuna í heilbrigðiskerfinu á morgun en formaður nefndarinnar segir að vanmáttur ríki innan ríkisstjórnarinnar við að taka á vandanum sem þar sé til staðar. 13. janúar 2020 12:45 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira
Notar orðin „fokking dísaster“ til að lýsa ástandinu á bráðamóttökunni Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og deildarforseta íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík, segir að ástandið á bráðamóttöku Landspítalans sé best lýst með orðunum "fokking dísaster“ eða eins og þýða mætti yfir á íslensku sem algjör hörmung. Þetta segir hún eftir að hafa "eytt mjög miklum tíma“ bráðamóttökunni vegna veikinda náins ættingja undanfarna tólf mánuði. 13. janúar 2020 21:00
Gera alltaf sitt besta en stundum er það ekki nóg Ragna Sif Árnadóttir er læknir á bráðamóttöku Landspítalans og Elvar Steinn Þorvaldsson er stýrimaður á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Saman eru hjónin í björgunarsveit Kópavogs. 12. janúar 2020 07:00
Læknar segja hættuástand vera orðið daglegur veruleiki á Landspítala Í ályktun frá Félagi sjúkrahúslækna og Félagi almennra lækna er lýst yfir þungum áhyggjum af "viðvarandi óviðunandi og stöðugt versnandi ástandi á Landspítala.“ 9. janúar 2020 18:38
Vilja velta við hverjum steini vegna stöðunnar í heilbrigðiskerfinu Velferðarnefnd hyggst fjalla um stöðuna í heilbrigðiskerfinu á morgun en formaður nefndarinnar segir að vanmáttur ríki innan ríkisstjórnarinnar við að taka á vandanum sem þar sé til staðar. 13. janúar 2020 12:45