Conor McGregor vill annan boxbardaga á móti Floyd Mayweather Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2020 12:00 Conor McGregor og Floyd Mayweather fyrir bardaga þeirra í ágúst 2017. Getty/Jeff Bottari Írski bardagakappinn Conor McGregor er á leiðinni aftur inn í UFC búrið um næstu helgi en hann er þó strax farinn að tala um næsta boxbardaga í viðtölum við fjölmiðla. ESPN segir frá því að Conor McGregor vilji nú annan boxbardaga á móti Floyd Mayweather en Írinn talaði um þessa ósk sín í viðtali í MMA þætti Ariel Helwani. Conor McGregor says he still wants a rematch with Floyd Mayweather: https://t.co/8bE41i3bGGpic.twitter.com/7SB0w30vEF— Complex (@Complex) January 13, 2020 Fyrsta val Conors væri að berjast aftur við Floyd Mayweather en McGregor væri líka til í boxbardaga á móti Manny Pacquiao. Írinn er líka sannfærður um að slíkur bardagi verði að veruleika. „Ég vil fá annan bardaga við Floyd. Hann er að daðra við að berjast aftur. Hann getur vissulega valið einhvern annan en það verður ekki það sama,“ sagði Conor McGregor í þættinum. Floyd Mayweather kláraði bardagann á móti Conor McGregor með tæknilegu rothöggi í tíundu lotu en sá fór fram 26. ágúst 2017. Tekjur af bardaganum voru yfir 600 milljónir dollara en 4,3 milljónir borguðu sérstaklega fyrir að horfa á bardagann. 600 milljónir Bandaríkjadala eru meira en 74,2 milljarðar í íslenskum krónum. Dana White, forseti UFC, hefur handasalan samning við Conor McGregor og er kominn á fullt að reyna að setja á slíkan bardaga þótt ekki sé enn vitað með hvaða hætti Conor og væntanlegur andstæðingur hans muni berjast. Conor McGregor said "I'd like to rematch Floyd" last night. Well, it hasn't taken long for Mayweather's manager to respond. HERE WE GO!https://t.co/P02Nqb33Papic.twitter.com/djdoXwEllk— SPORTbible (@sportbible) January 14, 2020 „Þetta var frábær reynsla fyrir mig á sínu tíma og ég hlakka til að gera þetta aftur. Þetta mun líka gerast aftur,“ sagði Conor McGregor sem græddi náttúrulega mikinn pening á bardaganum við Floyd Mayweather. Sagan segir að Floyd Mayweather hafi fengið samtals 275 milljónir dollara en Conor 85 milljónir dollara. Þetta er upphæðir upp á 34 milljarða og 10,5 milljarða íslenskra króna. Conor McGregor mætir Donald Cerrone í UFC 246 um næstu helgi. Box MMA Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira
Írski bardagakappinn Conor McGregor er á leiðinni aftur inn í UFC búrið um næstu helgi en hann er þó strax farinn að tala um næsta boxbardaga í viðtölum við fjölmiðla. ESPN segir frá því að Conor McGregor vilji nú annan boxbardaga á móti Floyd Mayweather en Írinn talaði um þessa ósk sín í viðtali í MMA þætti Ariel Helwani. Conor McGregor says he still wants a rematch with Floyd Mayweather: https://t.co/8bE41i3bGGpic.twitter.com/7SB0w30vEF— Complex (@Complex) January 13, 2020 Fyrsta val Conors væri að berjast aftur við Floyd Mayweather en McGregor væri líka til í boxbardaga á móti Manny Pacquiao. Írinn er líka sannfærður um að slíkur bardagi verði að veruleika. „Ég vil fá annan bardaga við Floyd. Hann er að daðra við að berjast aftur. Hann getur vissulega valið einhvern annan en það verður ekki það sama,“ sagði Conor McGregor í þættinum. Floyd Mayweather kláraði bardagann á móti Conor McGregor með tæknilegu rothöggi í tíundu lotu en sá fór fram 26. ágúst 2017. Tekjur af bardaganum voru yfir 600 milljónir dollara en 4,3 milljónir borguðu sérstaklega fyrir að horfa á bardagann. 600 milljónir Bandaríkjadala eru meira en 74,2 milljarðar í íslenskum krónum. Dana White, forseti UFC, hefur handasalan samning við Conor McGregor og er kominn á fullt að reyna að setja á slíkan bardaga þótt ekki sé enn vitað með hvaða hætti Conor og væntanlegur andstæðingur hans muni berjast. Conor McGregor said "I'd like to rematch Floyd" last night. Well, it hasn't taken long for Mayweather's manager to respond. HERE WE GO!https://t.co/P02Nqb33Papic.twitter.com/djdoXwEllk— SPORTbible (@sportbible) January 14, 2020 „Þetta var frábær reynsla fyrir mig á sínu tíma og ég hlakka til að gera þetta aftur. Þetta mun líka gerast aftur,“ sagði Conor McGregor sem græddi náttúrulega mikinn pening á bardaganum við Floyd Mayweather. Sagan segir að Floyd Mayweather hafi fengið samtals 275 milljónir dollara en Conor 85 milljónir dollara. Þetta er upphæðir upp á 34 milljarða og 10,5 milljarða íslenskra króna. Conor McGregor mætir Donald Cerrone í UFC 246 um næstu helgi.
Box MMA Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira