Conor McGregor vill annan boxbardaga á móti Floyd Mayweather Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2020 12:00 Conor McGregor og Floyd Mayweather fyrir bardaga þeirra í ágúst 2017. Getty/Jeff Bottari Írski bardagakappinn Conor McGregor er á leiðinni aftur inn í UFC búrið um næstu helgi en hann er þó strax farinn að tala um næsta boxbardaga í viðtölum við fjölmiðla. ESPN segir frá því að Conor McGregor vilji nú annan boxbardaga á móti Floyd Mayweather en Írinn talaði um þessa ósk sín í viðtali í MMA þætti Ariel Helwani. Conor McGregor says he still wants a rematch with Floyd Mayweather: https://t.co/8bE41i3bGGpic.twitter.com/7SB0w30vEF— Complex (@Complex) January 13, 2020 Fyrsta val Conors væri að berjast aftur við Floyd Mayweather en McGregor væri líka til í boxbardaga á móti Manny Pacquiao. Írinn er líka sannfærður um að slíkur bardagi verði að veruleika. „Ég vil fá annan bardaga við Floyd. Hann er að daðra við að berjast aftur. Hann getur vissulega valið einhvern annan en það verður ekki það sama,“ sagði Conor McGregor í þættinum. Floyd Mayweather kláraði bardagann á móti Conor McGregor með tæknilegu rothöggi í tíundu lotu en sá fór fram 26. ágúst 2017. Tekjur af bardaganum voru yfir 600 milljónir dollara en 4,3 milljónir borguðu sérstaklega fyrir að horfa á bardagann. 600 milljónir Bandaríkjadala eru meira en 74,2 milljarðar í íslenskum krónum. Dana White, forseti UFC, hefur handasalan samning við Conor McGregor og er kominn á fullt að reyna að setja á slíkan bardaga þótt ekki sé enn vitað með hvaða hætti Conor og væntanlegur andstæðingur hans muni berjast. Conor McGregor said "I'd like to rematch Floyd" last night. Well, it hasn't taken long for Mayweather's manager to respond. HERE WE GO!https://t.co/P02Nqb33Papic.twitter.com/djdoXwEllk— SPORTbible (@sportbible) January 14, 2020 „Þetta var frábær reynsla fyrir mig á sínu tíma og ég hlakka til að gera þetta aftur. Þetta mun líka gerast aftur,“ sagði Conor McGregor sem græddi náttúrulega mikinn pening á bardaganum við Floyd Mayweather. Sagan segir að Floyd Mayweather hafi fengið samtals 275 milljónir dollara en Conor 85 milljónir dollara. Þetta er upphæðir upp á 34 milljarða og 10,5 milljarða íslenskra króna. Conor McGregor mætir Donald Cerrone í UFC 246 um næstu helgi. Box MMA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sjá meira
Írski bardagakappinn Conor McGregor er á leiðinni aftur inn í UFC búrið um næstu helgi en hann er þó strax farinn að tala um næsta boxbardaga í viðtölum við fjölmiðla. ESPN segir frá því að Conor McGregor vilji nú annan boxbardaga á móti Floyd Mayweather en Írinn talaði um þessa ósk sín í viðtali í MMA þætti Ariel Helwani. Conor McGregor says he still wants a rematch with Floyd Mayweather: https://t.co/8bE41i3bGGpic.twitter.com/7SB0w30vEF— Complex (@Complex) January 13, 2020 Fyrsta val Conors væri að berjast aftur við Floyd Mayweather en McGregor væri líka til í boxbardaga á móti Manny Pacquiao. Írinn er líka sannfærður um að slíkur bardagi verði að veruleika. „Ég vil fá annan bardaga við Floyd. Hann er að daðra við að berjast aftur. Hann getur vissulega valið einhvern annan en það verður ekki það sama,“ sagði Conor McGregor í þættinum. Floyd Mayweather kláraði bardagann á móti Conor McGregor með tæknilegu rothöggi í tíundu lotu en sá fór fram 26. ágúst 2017. Tekjur af bardaganum voru yfir 600 milljónir dollara en 4,3 milljónir borguðu sérstaklega fyrir að horfa á bardagann. 600 milljónir Bandaríkjadala eru meira en 74,2 milljarðar í íslenskum krónum. Dana White, forseti UFC, hefur handasalan samning við Conor McGregor og er kominn á fullt að reyna að setja á slíkan bardaga þótt ekki sé enn vitað með hvaða hætti Conor og væntanlegur andstæðingur hans muni berjast. Conor McGregor said "I'd like to rematch Floyd" last night. Well, it hasn't taken long for Mayweather's manager to respond. HERE WE GO!https://t.co/P02Nqb33Papic.twitter.com/djdoXwEllk— SPORTbible (@sportbible) January 14, 2020 „Þetta var frábær reynsla fyrir mig á sínu tíma og ég hlakka til að gera þetta aftur. Þetta mun líka gerast aftur,“ sagði Conor McGregor sem græddi náttúrulega mikinn pening á bardaganum við Floyd Mayweather. Sagan segir að Floyd Mayweather hafi fengið samtals 275 milljónir dollara en Conor 85 milljónir dollara. Þetta er upphæðir upp á 34 milljarða og 10,5 milljarða íslenskra króna. Conor McGregor mætir Donald Cerrone í UFC 246 um næstu helgi.
Box MMA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sjá meira