Víða samgöngutruflanir vegna veðurs: Hellisheiði og Holtavörðuheiði lokaðar Eiður Þór Árnason skrifar 13. janúar 2020 17:22 Stöðvunarpóstur við hringtorgið í Hveragerði fyrr í dag. Vísir/Kristófer Helgason Vegagerðin hefur lokað fyrir umferð um Hellisheiði, Holtavörðuheiði, Öxnadalsheiði, Lyngdalsheiði, Mosfellsheiði og Fróðárheiði vegna ófærðar. Einnig er búið að loka Vatnsskarði, Steingrímsfjarðarheiði, Ólafsfjarðarmúla, Brattabrekku og Flateyrarvegi. Upptalningin er ekki tæmandi og eru ferðalangar beðnir um að fylgjast vel með færð og veðri. Þungfært eða þæfingsfærð er víða um land og fer færð sumstaðar versnandi. Greint hefur verið frá því að ekkert ferðaveður verði á landinu þar til á miðvikudag. Gul og appelsínugul viðvörun er í gildi víða í dag og þangað til á morgun. Stormur gengur nú yfir landið og tóku appelsínugular stormviðvaranir eftir hádegi á Suðurlandi, Suðausturlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og Miðhálendinu. Þá eru appelsínugular hríðarviðvaranir á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra. Í þessum landshlutum er búist við vindi allt að 28 m/s. Einna hvassast verður undir Eyjafjöllum, Snæfellsnesi, austantil á Breiðafirði og almennt við fjöll en á áðurnefndum svæðum gætu hviður farið upp í 40 m/s. Í ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar nú í morgun segir að staðbundið ofsaveður yrði suðaustanlands í dag. Hviður í Öræfum og við Lómagnúp gætu orðið allt að 40-50 m/s. Tweets by Vegagerdin Samgöngur Veður Tengdar fréttir Ekkert ferðaveður á landinu fram á miðvikudag Í dag er von á norðaustanstormi þegar líður á daginn og á morgun verður vindurinn með svipuðu móti. 13. janúar 2020 07:33 Örfá hús á norðanverðum Vestfjörðum í hættu vegna snjóflóða Á Vestfjörðum hefur snjóað talsvert undanfarna daga en norðaustan hríð er spáð alveg fram á miðvikudag. Mestur verður vindurinn og ofankoman í dag og fram á þriðjudag. Fyrir er talsvert fannfergi í fjöllum sem er lagskipt eftir mismunandi vindáttir og hitabreytingar. 13. janúar 2020 13:30 Veðrið hamlar akstri Strætó á landsbyggðinni Gul viðvörun verður í gildi um allt land í dag mánudaginn 13. janúar. Veðrið mun hafa áhrif á Strætó á landsbyggðinni. Svona lítur staðan út klukkan 08:30 að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó. 13. janúar 2020 08:48 Appelsínugular viðvaranir og hviður allt að 50 m/s Þegar hefur komið fram að ekkert ferðaveður verði á landinu þar til á miðvikudag en gert er ráð fyrir hviðum allt að 50 m/s á Suðausturlandi í dag. 13. janúar 2020 09:27 Veðrið kom aftan að Isavia og Icelandair Óveðrið í gær kom Isavia á óvart en veðurspár höfðu ekki greint frá slíkum hvelli að sögn upplýsingafulltrúa Isavia. Alls voru um 4000 farþegar voru strandaglópar á flugvellinum á miðnætti í gær. Fimm hundruð manns nýttu sér þjónustu í fjöldahjálparstöð sem opnuð var í gærkvöldi í Reykjanesbæ. Flug var á áætlun í morgun og verður flýtt í dag. Ferðamenn eru beðnir að fylgjast vel með flugáætlun. 13. janúar 2020 12:15 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira
Vegagerðin hefur lokað fyrir umferð um Hellisheiði, Holtavörðuheiði, Öxnadalsheiði, Lyngdalsheiði, Mosfellsheiði og Fróðárheiði vegna ófærðar. Einnig er búið að loka Vatnsskarði, Steingrímsfjarðarheiði, Ólafsfjarðarmúla, Brattabrekku og Flateyrarvegi. Upptalningin er ekki tæmandi og eru ferðalangar beðnir um að fylgjast vel með færð og veðri. Þungfært eða þæfingsfærð er víða um land og fer færð sumstaðar versnandi. Greint hefur verið frá því að ekkert ferðaveður verði á landinu þar til á miðvikudag. Gul og appelsínugul viðvörun er í gildi víða í dag og þangað til á morgun. Stormur gengur nú yfir landið og tóku appelsínugular stormviðvaranir eftir hádegi á Suðurlandi, Suðausturlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og Miðhálendinu. Þá eru appelsínugular hríðarviðvaranir á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra. Í þessum landshlutum er búist við vindi allt að 28 m/s. Einna hvassast verður undir Eyjafjöllum, Snæfellsnesi, austantil á Breiðafirði og almennt við fjöll en á áðurnefndum svæðum gætu hviður farið upp í 40 m/s. Í ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar nú í morgun segir að staðbundið ofsaveður yrði suðaustanlands í dag. Hviður í Öræfum og við Lómagnúp gætu orðið allt að 40-50 m/s. Tweets by Vegagerdin
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Ekkert ferðaveður á landinu fram á miðvikudag Í dag er von á norðaustanstormi þegar líður á daginn og á morgun verður vindurinn með svipuðu móti. 13. janúar 2020 07:33 Örfá hús á norðanverðum Vestfjörðum í hættu vegna snjóflóða Á Vestfjörðum hefur snjóað talsvert undanfarna daga en norðaustan hríð er spáð alveg fram á miðvikudag. Mestur verður vindurinn og ofankoman í dag og fram á þriðjudag. Fyrir er talsvert fannfergi í fjöllum sem er lagskipt eftir mismunandi vindáttir og hitabreytingar. 13. janúar 2020 13:30 Veðrið hamlar akstri Strætó á landsbyggðinni Gul viðvörun verður í gildi um allt land í dag mánudaginn 13. janúar. Veðrið mun hafa áhrif á Strætó á landsbyggðinni. Svona lítur staðan út klukkan 08:30 að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó. 13. janúar 2020 08:48 Appelsínugular viðvaranir og hviður allt að 50 m/s Þegar hefur komið fram að ekkert ferðaveður verði á landinu þar til á miðvikudag en gert er ráð fyrir hviðum allt að 50 m/s á Suðausturlandi í dag. 13. janúar 2020 09:27 Veðrið kom aftan að Isavia og Icelandair Óveðrið í gær kom Isavia á óvart en veðurspár höfðu ekki greint frá slíkum hvelli að sögn upplýsingafulltrúa Isavia. Alls voru um 4000 farþegar voru strandaglópar á flugvellinum á miðnætti í gær. Fimm hundruð manns nýttu sér þjónustu í fjöldahjálparstöð sem opnuð var í gærkvöldi í Reykjanesbæ. Flug var á áætlun í morgun og verður flýtt í dag. Ferðamenn eru beðnir að fylgjast vel með flugáætlun. 13. janúar 2020 12:15 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira
Ekkert ferðaveður á landinu fram á miðvikudag Í dag er von á norðaustanstormi þegar líður á daginn og á morgun verður vindurinn með svipuðu móti. 13. janúar 2020 07:33
Örfá hús á norðanverðum Vestfjörðum í hættu vegna snjóflóða Á Vestfjörðum hefur snjóað talsvert undanfarna daga en norðaustan hríð er spáð alveg fram á miðvikudag. Mestur verður vindurinn og ofankoman í dag og fram á þriðjudag. Fyrir er talsvert fannfergi í fjöllum sem er lagskipt eftir mismunandi vindáttir og hitabreytingar. 13. janúar 2020 13:30
Veðrið hamlar akstri Strætó á landsbyggðinni Gul viðvörun verður í gildi um allt land í dag mánudaginn 13. janúar. Veðrið mun hafa áhrif á Strætó á landsbyggðinni. Svona lítur staðan út klukkan 08:30 að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó. 13. janúar 2020 08:48
Appelsínugular viðvaranir og hviður allt að 50 m/s Þegar hefur komið fram að ekkert ferðaveður verði á landinu þar til á miðvikudag en gert er ráð fyrir hviðum allt að 50 m/s á Suðausturlandi í dag. 13. janúar 2020 09:27
Veðrið kom aftan að Isavia og Icelandair Óveðrið í gær kom Isavia á óvart en veðurspár höfðu ekki greint frá slíkum hvelli að sögn upplýsingafulltrúa Isavia. Alls voru um 4000 farþegar voru strandaglópar á flugvellinum á miðnætti í gær. Fimm hundruð manns nýttu sér þjónustu í fjöldahjálparstöð sem opnuð var í gærkvöldi í Reykjanesbæ. Flug var á áætlun í morgun og verður flýtt í dag. Ferðamenn eru beðnir að fylgjast vel með flugáætlun. 13. janúar 2020 12:15