Körfubolti

Kuzma fór á kostum í fjarveru ofurstjarnanna

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Kyle Kuzma og Alex Caruso ræða málin í nótt.
Kyle Kuzma og Alex Caruso ræða málin í nótt. vísir/getty

Sjö leikir fóru fram í NBA körfuboltanum vestanhafs í nótt og var lítið um óvænt úrslit þar sem toppliðin unnu sína leiki nokkuð örugglega ef frá er talið Denver Nuggets sem tapaði mjög óvænt á heimavelli fyrir Cleveland Cavaliers.

Los Angeles Lakers styrkti stöðu sína á toppi Vesturdeildarinnar með öruggum 15 stiga útisigri á Oklahoma City Thunder og það þrátt fyrir að leika án sinna skærustu stjarna þar sem LeBron James og Anthony Davis voru báðir fjarri góðu gamni. 

Kyle Kuzma steig upp í kjölfarið og skilaði 36 stigum en Rajon Rondo átti sömuleiðis góðan leik með 21 stig, 12 fráköst og 8 stoðsendingar.

Giannis Antetokounmpo fór mikinn að venju þegar Milwaukee Bucks styrkti stöðu sína á toppi deildarinnar í Austrinu þar sem gríska undrið skoraði 32 stig og tók 17 fráköst í öruggum útisigri á Portland Trail Blazers, 101-122.

Khris Middleton skoraði 30 stig og Eric Bledsoe 29 en Damian Lillard var atkvæðamestur í liði heimamanna með 26 stig.

Í Boston setti Jayson Tatum upp sýningu þar sem New Orleans Pelicans var í heimsókn en leiknum lauk með 35 stiga sigri Boston, 105-140.

Tatum skoraði 41 stig og Enes Kanter skilaði 22 stigum og 19 fráköstum af bekknum. 26. sigur Celtics á tímabilinu og sitja þeir í 3.sæti Austurdeildarinnar.

Úrslit næturinnar



Houston Rockets 139-109 Minnesota Timberwolves

Boston Celtics 140-105 New Orleans Pelicans

Detroit Pistons 99-108 Chicago Bulls 

Oklahoma City Thunder 110-125 Los Angeles Lakers

Dallas Mavericks 109-91 Philadelphia 76ers

Denver Nuggets 103-111 Cleveland Cavaliers

Portland Trail Blazers 101-122 Milwaukee Bucks

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×