Maðurinn sem grófst í snjóflóðinu fluttur á Landspítalann Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. janúar 2020 12:42 Frá leitarsvæðinu í dag. Maðurinn grófst í flóði í efra horninu vinstra megin á myndinni. Vísir/egill Maðurinn sem grófst undir snjóflóði í Móskarðshnjúkum skömmu eftir hádegi í dag er fundinn og var fluttur á Landspítalann í Fossvogi með þyrlu Landhelgisgæslunnar á þriðja tímanum, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans. Tveir samferðamenn hans voru fluttir með sjúkrabifreið á Landspítalann. Allt tiltækt lið slökkviliðs, lögreglu og björgunarsveita á suðvesturhorninu var kallað út vegna snjóflóðsins. Þrír menn voru saman á göngu á svæðinu þegar snjóflóðið féll og einn þeirra grófst undir flóðinu. Í fyrstu var talið að mennirnir hefðu verið tveir saman. Flóðið féll við gönguleiðina upp á Móskarðshnjúka, sunnan megin. Fjöldi björgunarsveitarmanna og annarra viðbragðsaðila hefur verið að störfum á vettvangi í dag, ásamt leitarhundum. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig kölluð út sem og sérsveit ríkislögreglustjóra. Fyrstu viðbragðsaðilar komu á vettvang um og eftir klukkan eitt og fyrsta verkefni þeirra var að meta aðstæður, tryggja öryggi og hefja leit. Móskarðshnjúkar sjást hér á korti. Flóðið féll við gönguleiðina upp að hnjúkunum.Vísir/Hjalti Aðgerðastjórn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu hefur verið virkjuð vegna snjóflóðsins. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni féll lítið snjóflóð á sömu slóðum í gær. Nokkur lítil snjóflóð hafa einnig fallið í gær og dag í Mosfelli og Skálafelli. Þá er hættustig snjóflóða fyrir Suðvesturland á gulu og mælir Veðurstofan með því að útivistarfólk sýni ýtrustu aðgæslu við ferðir í fjalllendi á Suðvesturlandi þar sem snjóflóð geta fallið. Í tilkynningu frá lögreglu á fjórða tímanum kemur fram að mjög mikil snjóflóðahætta sé á þessum slóðum. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 15:18 en fylgjast má með nýjustu vendingum í vaktinni hér fyrir neðan.
Maðurinn sem grófst undir snjóflóði í Móskarðshnjúkum skömmu eftir hádegi í dag er fundinn og var fluttur á Landspítalann í Fossvogi með þyrlu Landhelgisgæslunnar á þriðja tímanum, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans. Tveir samferðamenn hans voru fluttir með sjúkrabifreið á Landspítalann. Allt tiltækt lið slökkviliðs, lögreglu og björgunarsveita á suðvesturhorninu var kallað út vegna snjóflóðsins. Þrír menn voru saman á göngu á svæðinu þegar snjóflóðið féll og einn þeirra grófst undir flóðinu. Í fyrstu var talið að mennirnir hefðu verið tveir saman. Flóðið féll við gönguleiðina upp á Móskarðshnjúka, sunnan megin. Fjöldi björgunarsveitarmanna og annarra viðbragðsaðila hefur verið að störfum á vettvangi í dag, ásamt leitarhundum. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig kölluð út sem og sérsveit ríkislögreglustjóra. Fyrstu viðbragðsaðilar komu á vettvang um og eftir klukkan eitt og fyrsta verkefni þeirra var að meta aðstæður, tryggja öryggi og hefja leit. Móskarðshnjúkar sjást hér á korti. Flóðið féll við gönguleiðina upp að hnjúkunum.Vísir/Hjalti Aðgerðastjórn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu hefur verið virkjuð vegna snjóflóðsins. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni féll lítið snjóflóð á sömu slóðum í gær. Nokkur lítil snjóflóð hafa einnig fallið í gær og dag í Mosfelli og Skálafelli. Þá er hættustig snjóflóða fyrir Suðvesturland á gulu og mælir Veðurstofan með því að útivistarfólk sýni ýtrustu aðgæslu við ferðir í fjalllendi á Suðvesturlandi þar sem snjóflóð geta fallið. Í tilkynningu frá lögreglu á fjórða tímanum kemur fram að mjög mikil snjóflóðahætta sé á þessum slóðum. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 15:18 en fylgjast má með nýjustu vendingum í vaktinni hér fyrir neðan.
Björgunarsveitir Esjan Landhelgisgæslan Reykjavík Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira