Maðurinn sem grófst í snjóflóðinu fluttur á Landspítalann Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. janúar 2020 12:42 Frá leitarsvæðinu í dag. Maðurinn grófst í flóði í efra horninu vinstra megin á myndinni. Vísir/egill Maðurinn sem grófst undir snjóflóði í Móskarðshnjúkum skömmu eftir hádegi í dag er fundinn og var fluttur á Landspítalann í Fossvogi með þyrlu Landhelgisgæslunnar á þriðja tímanum, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans. Tveir samferðamenn hans voru fluttir með sjúkrabifreið á Landspítalann. Allt tiltækt lið slökkviliðs, lögreglu og björgunarsveita á suðvesturhorninu var kallað út vegna snjóflóðsins. Þrír menn voru saman á göngu á svæðinu þegar snjóflóðið féll og einn þeirra grófst undir flóðinu. Í fyrstu var talið að mennirnir hefðu verið tveir saman. Flóðið féll við gönguleiðina upp á Móskarðshnjúka, sunnan megin. Fjöldi björgunarsveitarmanna og annarra viðbragðsaðila hefur verið að störfum á vettvangi í dag, ásamt leitarhundum. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig kölluð út sem og sérsveit ríkislögreglustjóra. Fyrstu viðbragðsaðilar komu á vettvang um og eftir klukkan eitt og fyrsta verkefni þeirra var að meta aðstæður, tryggja öryggi og hefja leit. Móskarðshnjúkar sjást hér á korti. Flóðið féll við gönguleiðina upp að hnjúkunum.Vísir/Hjalti Aðgerðastjórn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu hefur verið virkjuð vegna snjóflóðsins. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni féll lítið snjóflóð á sömu slóðum í gær. Nokkur lítil snjóflóð hafa einnig fallið í gær og dag í Mosfelli og Skálafelli. Þá er hættustig snjóflóða fyrir Suðvesturland á gulu og mælir Veðurstofan með því að útivistarfólk sýni ýtrustu aðgæslu við ferðir í fjalllendi á Suðvesturlandi þar sem snjóflóð geta fallið. Í tilkynningu frá lögreglu á fjórða tímanum kemur fram að mjög mikil snjóflóðahætta sé á þessum slóðum. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 15:18 en fylgjast má með nýjustu vendingum í vaktinni hér fyrir neðan.
Maðurinn sem grófst undir snjóflóði í Móskarðshnjúkum skömmu eftir hádegi í dag er fundinn og var fluttur á Landspítalann í Fossvogi með þyrlu Landhelgisgæslunnar á þriðja tímanum, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans. Tveir samferðamenn hans voru fluttir með sjúkrabifreið á Landspítalann. Allt tiltækt lið slökkviliðs, lögreglu og björgunarsveita á suðvesturhorninu var kallað út vegna snjóflóðsins. Þrír menn voru saman á göngu á svæðinu þegar snjóflóðið féll og einn þeirra grófst undir flóðinu. Í fyrstu var talið að mennirnir hefðu verið tveir saman. Flóðið féll við gönguleiðina upp á Móskarðshnjúka, sunnan megin. Fjöldi björgunarsveitarmanna og annarra viðbragðsaðila hefur verið að störfum á vettvangi í dag, ásamt leitarhundum. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig kölluð út sem og sérsveit ríkislögreglustjóra. Fyrstu viðbragðsaðilar komu á vettvang um og eftir klukkan eitt og fyrsta verkefni þeirra var að meta aðstæður, tryggja öryggi og hefja leit. Móskarðshnjúkar sjást hér á korti. Flóðið féll við gönguleiðina upp að hnjúkunum.Vísir/Hjalti Aðgerðastjórn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu hefur verið virkjuð vegna snjóflóðsins. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni féll lítið snjóflóð á sömu slóðum í gær. Nokkur lítil snjóflóð hafa einnig fallið í gær og dag í Mosfelli og Skálafelli. Þá er hættustig snjóflóða fyrir Suðvesturland á gulu og mælir Veðurstofan með því að útivistarfólk sýni ýtrustu aðgæslu við ferðir í fjalllendi á Suðvesturlandi þar sem snjóflóð geta fallið. Í tilkynningu frá lögreglu á fjórða tímanum kemur fram að mjög mikil snjóflóðahætta sé á þessum slóðum. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 15:18 en fylgjast má með nýjustu vendingum í vaktinni hér fyrir neðan.
Björgunarsveitir Esjan Landhelgisgæslan Reykjavík Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira