Tveir skjálftar yfir þremur nærri Grindavík Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2020 06:05 Fjallið Þorbjörn sést hér fyrir miðri mynd en það er skammt frá Grindavík. vísir/arnar Tveir skjálftar yfir þremur að stærð mældust nærri Grindavík í morgun. Samkvæmt töflu Veðurstofu Íslands yfir jarðskjálfta mældist annar klukkan 04:31 og var hann 3,5 að stærð. Þá mældist hinn tæpum hálftíma síðar eða klukkan 04:59 og var hann 3,2 að stærð. Sá fyrri mældist 1,9 kílómetra norður af Grindavík og sá síðari 1,5 kílómetra norður af Grindavík. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna jarðhræringa vestan við fjallið Þorbjörn sem er í nágrenni Grindavíkur. Óvenju hratt landris hefur verið á svæðinu undir Þorbirni sem vísindamenn telja að sé líklegast tilkomið vegna kvikusöfnunar sem geti verið undanfari eldgoss. Grannt er fylgst með svæðinu af vísindamönnum og hefur meðal annars verið komið upp fleiri mælitækjum á Þorbirni til að hægt sé að fylgjast betur með því hvað er að gerast. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að á milli tuttugu til þrjátíu skjálftar hafi mælst á svæðinu frá miðnætti en þeir hafi allir verið minni en þessir tveir sem mældust á milli hálffimm og fimm; flestir undir tveimur og margir um einn. Hann segir fjölda tilkynninga hafi borist um að íbúar í Grindavík sem og Reykjanesbæ hafi fundið fyrir stærri skjálftunum tveimur. „Það er eins og skjálftarnir lendi á svæðinu á milli Grindavíkur og Þorbjörns þannig að þeir eru svolítið nær bænum núna þannig að auðvitað finnur fólk fyrir þessum skjálftum og er eflaust órólegt,“ segir Bjarki. Aðspurður hvort þessir skjálftar séu merki um að eitthvað sé að gerast eða hvort þetta sé eðlilegt eins og ástandið er nú segir Bjarki þetta hegðunina á svæðinu þegar það er landris. „Svo er einhver orka búin að safnast upp eflaust sem losnar í skjálftunum sem komu núna. En það eru engin merki um gosóróa eða neitt slíkt,“ segir Bjarki.Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Yfir þriggja sentímetra landris við Þorbjörn Vegagerðin hefur aukið þjónustu á Suðurstrandarvegi og Nesvegi og verður séð til þess að þeir séu færir alla daga og án flughálku. 28. janúar 2020 13:00 Taskan tilbúin úti í bíl: „Róandi að sjá að það væri ekki á leiðinni yfir okkur sprengigos“ Hjalti Þór Grettisson, íbúi í Grindavík, er við öllu búinn ásamt fjölskyldu sinni ef það skyldi koma til eldgoss í grennd við bæinn. 28. janúar 2020 10:49 Hér telur jarðeðlisfræðingurinn líklegast að gossprungan opnist Komi til eldgoss þykir líklegast að það verði á sprungu norðvestan Þorbjarnar. Þá myndi fjallið virka eins og varnargarður fyrir Grindvíkinga. 28. janúar 2020 21:15 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Tveir skjálftar yfir þremur að stærð mældust nærri Grindavík í morgun. Samkvæmt töflu Veðurstofu Íslands yfir jarðskjálfta mældist annar klukkan 04:31 og var hann 3,5 að stærð. Þá mældist hinn tæpum hálftíma síðar eða klukkan 04:59 og var hann 3,2 að stærð. Sá fyrri mældist 1,9 kílómetra norður af Grindavík og sá síðari 1,5 kílómetra norður af Grindavík. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna jarðhræringa vestan við fjallið Þorbjörn sem er í nágrenni Grindavíkur. Óvenju hratt landris hefur verið á svæðinu undir Þorbirni sem vísindamenn telja að sé líklegast tilkomið vegna kvikusöfnunar sem geti verið undanfari eldgoss. Grannt er fylgst með svæðinu af vísindamönnum og hefur meðal annars verið komið upp fleiri mælitækjum á Þorbirni til að hægt sé að fylgjast betur með því hvað er að gerast. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að á milli tuttugu til þrjátíu skjálftar hafi mælst á svæðinu frá miðnætti en þeir hafi allir verið minni en þessir tveir sem mældust á milli hálffimm og fimm; flestir undir tveimur og margir um einn. Hann segir fjölda tilkynninga hafi borist um að íbúar í Grindavík sem og Reykjanesbæ hafi fundið fyrir stærri skjálftunum tveimur. „Það er eins og skjálftarnir lendi á svæðinu á milli Grindavíkur og Þorbjörns þannig að þeir eru svolítið nær bænum núna þannig að auðvitað finnur fólk fyrir þessum skjálftum og er eflaust órólegt,“ segir Bjarki. Aðspurður hvort þessir skjálftar séu merki um að eitthvað sé að gerast eða hvort þetta sé eðlilegt eins og ástandið er nú segir Bjarki þetta hegðunina á svæðinu þegar það er landris. „Svo er einhver orka búin að safnast upp eflaust sem losnar í skjálftunum sem komu núna. En það eru engin merki um gosóróa eða neitt slíkt,“ segir Bjarki.Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Yfir þriggja sentímetra landris við Þorbjörn Vegagerðin hefur aukið þjónustu á Suðurstrandarvegi og Nesvegi og verður séð til þess að þeir séu færir alla daga og án flughálku. 28. janúar 2020 13:00 Taskan tilbúin úti í bíl: „Róandi að sjá að það væri ekki á leiðinni yfir okkur sprengigos“ Hjalti Þór Grettisson, íbúi í Grindavík, er við öllu búinn ásamt fjölskyldu sinni ef það skyldi koma til eldgoss í grennd við bæinn. 28. janúar 2020 10:49 Hér telur jarðeðlisfræðingurinn líklegast að gossprungan opnist Komi til eldgoss þykir líklegast að það verði á sprungu norðvestan Þorbjarnar. Þá myndi fjallið virka eins og varnargarður fyrir Grindvíkinga. 28. janúar 2020 21:15 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Yfir þriggja sentímetra landris við Þorbjörn Vegagerðin hefur aukið þjónustu á Suðurstrandarvegi og Nesvegi og verður séð til þess að þeir séu færir alla daga og án flughálku. 28. janúar 2020 13:00
Taskan tilbúin úti í bíl: „Róandi að sjá að það væri ekki á leiðinni yfir okkur sprengigos“ Hjalti Þór Grettisson, íbúi í Grindavík, er við öllu búinn ásamt fjölskyldu sinni ef það skyldi koma til eldgoss í grennd við bæinn. 28. janúar 2020 10:49
Hér telur jarðeðlisfræðingurinn líklegast að gossprungan opnist Komi til eldgoss þykir líklegast að það verði á sprungu norðvestan Þorbjarnar. Þá myndi fjallið virka eins og varnargarður fyrir Grindvíkinga. 28. janúar 2020 21:15