Yfir þriggja sentímetra landris við Þorbjörn Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 28. janúar 2020 13:00 Horft yfir Þorbjörn og Grindavík. Vísir/Egill Landris við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi er komið yfir þrjá sentimetra. Jarðeðlisfræðingur segir þensluna óvenju hraða. Hann segir nánast ómöglegt að spá fyrir um framhaldið. Vegagerðin hefur aukið þjónustu á Suðurstrandarvegi og Nesvegi og verður séð til þess að þeir séu færir alla daga og án flughálku. Áframhaldandi landris er rétt vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Þetta sýna nýjar mælingar úr GPS-mælum Veðurstofu Íslands. Risið er á sama hraða og sagt var frá í gær, 3-4 millimetrar á dag, sem er óvenju hratt. Benedikt Ófeigsson er jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni. „Þróunin síðasta sólarhringinn er bara mjög svipuð og hún hefur verið frá upphafi. Það er stöðugt landris, þrír til fjórir millímetrar á dag, og það sem við sjáum í morgun er að það hefur haldið áfram,“ segir Benedikt. Og hvað hefur þetta verið mikið landris samtals? „Þetta er í kringum þrír sentímetrar í heildina. Þetta er líklega komið yfir þrjá sentímetra núna.“ Er þetta mikill hraði á þessu, miðað við það sem hægt er að bera saman við þegar landris verður? „Þetta er talsverður hraði. Við höfum alveg séð svona hraða, en það er þá oft í mjög stórum atburðum eins og í Holuhrauni.“ Viltu eitthvað spá fyrir um framhaldið? „Ef þetta er kvika, sem við svo sem höldum, þá er mjög líklegt að þetta sé byrjun á einhverju miklu lengra ferli. Haldi kannski áfram í einhvern tíma og stoppi svo, haldi svo áfram einhvern tímann seinna, jafnvel eftir mánuði eða ár. Það er dæmigerð hegðun hjá mörgum eldfjöllum, Eins og til dæmis Eyjafjallajökli. Hann hegðaði sér svoleiðis í talsvert mörg ár, tvo áratugi allavega áður en hann fór að gjósa. En svo getum við alveg séð hluti gerast hratt.“ Fylgjast vel með flóttaleiðum Fyrstu merki um jarðhræringar á svæðinu voru þann 22. janúar þegar jarðskjálfti upp á 3,7 að stærð reið yfir á Reykjanesskaga. Síðan þá hafa um 200 skjálftar mælst á svæðinu. Í gærkvöldi mældist einn upp á 3,1 að stærð og annar upp á 2,4 rétt eftir klukkan sjö í morgun. Vegagerðin hefur aukið eftirlit með ástandi vega á svæðinu. Samkvæmt upplýsingum þaðan verða Suðurstrandavegur og Nesvegur færir alla daga og án flughálku. Krýsuvíkurvegur er einnig inni í myndinni en sú leið er víkjandi fyrst í stað. Aðaláherslan verður á að tryggja flóttaleiðir til austurs og vesturs. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Jarðskjálfti að stærð 2,4 við Grindavík GPS-mælingar það sem af er degi sýna áframhaldandi jarðris á svæðinu. 28. janúar 2020 08:38 Taskan tilbúin úti í bíl: „Róandi að sjá að það væri ekki á leiðinni yfir okkur sprengigos“ Hjalti Þór Grettisson, íbúi í Grindavík, er við öllu búinn ásamt fjölskyldu sinni ef það skyldi koma til eldgoss í grennd við bæinn. 28. janúar 2020 10:49 Rólegt í kringum Þorbjörn eftir kippi í gærkvöldi Það hefur rólegt í kringum fjallið Þorbjörn á Reykjanesi í nótt eftir að skjálfti að stærðinni 3,1 mældist rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi 5,6 kílómetra norðnorðaustur af Grindavík. 28. janúar 2020 06:45 Alvarlegast ef hitaveitan bregst segir bæjarstjórinn í Grindavík Hann hefur vakið athygli þingnefndar á því að hugsanlega þurfi að auka fjárveitingar til ýmissa stofnanna ef þær þurfa að bregðast við. 28. janúar 2020 11:53 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Sjá meira
Landris við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi er komið yfir þrjá sentimetra. Jarðeðlisfræðingur segir þensluna óvenju hraða. Hann segir nánast ómöglegt að spá fyrir um framhaldið. Vegagerðin hefur aukið þjónustu á Suðurstrandarvegi og Nesvegi og verður séð til þess að þeir séu færir alla daga og án flughálku. Áframhaldandi landris er rétt vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Þetta sýna nýjar mælingar úr GPS-mælum Veðurstofu Íslands. Risið er á sama hraða og sagt var frá í gær, 3-4 millimetrar á dag, sem er óvenju hratt. Benedikt Ófeigsson er jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni. „Þróunin síðasta sólarhringinn er bara mjög svipuð og hún hefur verið frá upphafi. Það er stöðugt landris, þrír til fjórir millímetrar á dag, og það sem við sjáum í morgun er að það hefur haldið áfram,“ segir Benedikt. Og hvað hefur þetta verið mikið landris samtals? „Þetta er í kringum þrír sentímetrar í heildina. Þetta er líklega komið yfir þrjá sentímetra núna.“ Er þetta mikill hraði á þessu, miðað við það sem hægt er að bera saman við þegar landris verður? „Þetta er talsverður hraði. Við höfum alveg séð svona hraða, en það er þá oft í mjög stórum atburðum eins og í Holuhrauni.“ Viltu eitthvað spá fyrir um framhaldið? „Ef þetta er kvika, sem við svo sem höldum, þá er mjög líklegt að þetta sé byrjun á einhverju miklu lengra ferli. Haldi kannski áfram í einhvern tíma og stoppi svo, haldi svo áfram einhvern tímann seinna, jafnvel eftir mánuði eða ár. Það er dæmigerð hegðun hjá mörgum eldfjöllum, Eins og til dæmis Eyjafjallajökli. Hann hegðaði sér svoleiðis í talsvert mörg ár, tvo áratugi allavega áður en hann fór að gjósa. En svo getum við alveg séð hluti gerast hratt.“ Fylgjast vel með flóttaleiðum Fyrstu merki um jarðhræringar á svæðinu voru þann 22. janúar þegar jarðskjálfti upp á 3,7 að stærð reið yfir á Reykjanesskaga. Síðan þá hafa um 200 skjálftar mælst á svæðinu. Í gærkvöldi mældist einn upp á 3,1 að stærð og annar upp á 2,4 rétt eftir klukkan sjö í morgun. Vegagerðin hefur aukið eftirlit með ástandi vega á svæðinu. Samkvæmt upplýsingum þaðan verða Suðurstrandavegur og Nesvegur færir alla daga og án flughálku. Krýsuvíkurvegur er einnig inni í myndinni en sú leið er víkjandi fyrst í stað. Aðaláherslan verður á að tryggja flóttaleiðir til austurs og vesturs.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Jarðskjálfti að stærð 2,4 við Grindavík GPS-mælingar það sem af er degi sýna áframhaldandi jarðris á svæðinu. 28. janúar 2020 08:38 Taskan tilbúin úti í bíl: „Róandi að sjá að það væri ekki á leiðinni yfir okkur sprengigos“ Hjalti Þór Grettisson, íbúi í Grindavík, er við öllu búinn ásamt fjölskyldu sinni ef það skyldi koma til eldgoss í grennd við bæinn. 28. janúar 2020 10:49 Rólegt í kringum Þorbjörn eftir kippi í gærkvöldi Það hefur rólegt í kringum fjallið Þorbjörn á Reykjanesi í nótt eftir að skjálfti að stærðinni 3,1 mældist rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi 5,6 kílómetra norðnorðaustur af Grindavík. 28. janúar 2020 06:45 Alvarlegast ef hitaveitan bregst segir bæjarstjórinn í Grindavík Hann hefur vakið athygli þingnefndar á því að hugsanlega þurfi að auka fjárveitingar til ýmissa stofnanna ef þær þurfa að bregðast við. 28. janúar 2020 11:53 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Sjá meira
Jarðskjálfti að stærð 2,4 við Grindavík GPS-mælingar það sem af er degi sýna áframhaldandi jarðris á svæðinu. 28. janúar 2020 08:38
Taskan tilbúin úti í bíl: „Róandi að sjá að það væri ekki á leiðinni yfir okkur sprengigos“ Hjalti Þór Grettisson, íbúi í Grindavík, er við öllu búinn ásamt fjölskyldu sinni ef það skyldi koma til eldgoss í grennd við bæinn. 28. janúar 2020 10:49
Rólegt í kringum Þorbjörn eftir kippi í gærkvöldi Það hefur rólegt í kringum fjallið Þorbjörn á Reykjanesi í nótt eftir að skjálfti að stærðinni 3,1 mældist rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi 5,6 kílómetra norðnorðaustur af Grindavík. 28. janúar 2020 06:45
Alvarlegast ef hitaveitan bregst segir bæjarstjórinn í Grindavík Hann hefur vakið athygli þingnefndar á því að hugsanlega þurfi að auka fjárveitingar til ýmissa stofnanna ef þær þurfa að bregðast við. 28. janúar 2020 11:53