Stjörnumenn hafa ekki tapað síðan þeir mættu Keflvíkingum síðast og þeir mæta þeim aftur í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2020 17:00 Deane Williams og Ægir Þór Steinarsson í baráttunni í fyrri leik Stjörnunnar og Keflavíkur í vetur. Stjörnuliðið hefur ekki tapað síðan. Vísir/Daníel Stórleikur kvöldsins er leikur Keflavíkur og Stjörnunnar í fimmtándu umferð Domino´s deildar karla en þarna mætast tvö efstu lið deildarinnar. Keflvíkingar taka toppsætið með sigri og væru þá um leið með betri innbyrðis stöðu gegn Stjörnunni enda búnir að vinna báða leiki liðanna í vetur. Keflavík vann fyrri leik liðanna með tólf stigum, 103-91, en hann fór fram 25. október í Garðabænum. Keflavíkurliðið vann þá alla fjóra leikhlutana. Síðan þá hafa Stjörnumenn unnið alla tólf leiki sína, tíu deildarleiki og tvo bikarleiki að auki. Vinni Stjörnumenn í kvöld hafa þeir náð að vinna öll lið Domino´s deildarinnar í einum rykk. Þeir þurfa þrettán stiga sigur til að standa betri innbyrðis á móti Keflvíkingum og takist það þá eru þeir komnir með aðra höndina á deildarmeistaratitilinn enda í raun með sex stiga forskot á næsta lið þegar sjö umferðir eru eftir. Það bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig Hlyni Bæringssyni gengur á móti Dominykas Milka í kvöld. Þetta verður fyrsta viðureign þeirra í vetur því Hlynur missti af fyrri leik liðanna vegna meiðsla. Dominykas Milka var þá með 31 stig, 15 fráköst og 57 prósent skotnýtingu og saman voru hann og Deane Williams með 53 stig og 31 frákast í þessum leik. Stjörnumenn hafa síðan skipt um Bandaríkjamann og því fáum við líka að sjá hvernig Urald King gengur að stöðva stóru mennina í Keflavíkurliðinu. Hlynur og King eru frábærir varnarmenn en verkefnin þeirra í varnarleiknum verða varla mikið meira krefjandi en í Blue-höllinni í kvöld. Það er líka ljóst að bakverðirnir snjöllu, Ægir Þór Steinarsson og Nikolas Tomsick, eiga ekki marga leiki eins og þann í Garðabænum í októberlok þegar klikkuðu saman á öllum tólf þriggja stiga skotum sínum. Leikur Keflavíkur og Stjörnunnar hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Á undan verður sýndur beint leikur ÍR og Þórs Akureyri og eftir hann verður síðan Domino´s Körfuboltakvöld þar sem verður farið yfir alla fimmtándu umferðina. Dominos-deild karla Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Stórleikur kvöldsins er leikur Keflavíkur og Stjörnunnar í fimmtándu umferð Domino´s deildar karla en þarna mætast tvö efstu lið deildarinnar. Keflvíkingar taka toppsætið með sigri og væru þá um leið með betri innbyrðis stöðu gegn Stjörnunni enda búnir að vinna báða leiki liðanna í vetur. Keflavík vann fyrri leik liðanna með tólf stigum, 103-91, en hann fór fram 25. október í Garðabænum. Keflavíkurliðið vann þá alla fjóra leikhlutana. Síðan þá hafa Stjörnumenn unnið alla tólf leiki sína, tíu deildarleiki og tvo bikarleiki að auki. Vinni Stjörnumenn í kvöld hafa þeir náð að vinna öll lið Domino´s deildarinnar í einum rykk. Þeir þurfa þrettán stiga sigur til að standa betri innbyrðis á móti Keflvíkingum og takist það þá eru þeir komnir með aðra höndina á deildarmeistaratitilinn enda í raun með sex stiga forskot á næsta lið þegar sjö umferðir eru eftir. Það bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig Hlyni Bæringssyni gengur á móti Dominykas Milka í kvöld. Þetta verður fyrsta viðureign þeirra í vetur því Hlynur missti af fyrri leik liðanna vegna meiðsla. Dominykas Milka var þá með 31 stig, 15 fráköst og 57 prósent skotnýtingu og saman voru hann og Deane Williams með 53 stig og 31 frákast í þessum leik. Stjörnumenn hafa síðan skipt um Bandaríkjamann og því fáum við líka að sjá hvernig Urald King gengur að stöðva stóru mennina í Keflavíkurliðinu. Hlynur og King eru frábærir varnarmenn en verkefnin þeirra í varnarleiknum verða varla mikið meira krefjandi en í Blue-höllinni í kvöld. Það er líka ljóst að bakverðirnir snjöllu, Ægir Þór Steinarsson og Nikolas Tomsick, eiga ekki marga leiki eins og þann í Garðabænum í októberlok þegar klikkuðu saman á öllum tólf þriggja stiga skotum sínum. Leikur Keflavíkur og Stjörnunnar hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Á undan verður sýndur beint leikur ÍR og Þórs Akureyri og eftir hann verður síðan Domino´s Körfuboltakvöld þar sem verður farið yfir alla fimmtándu umferðina.
Dominos-deild karla Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira