Neitar að sitja undir því að mega heita morðingi og raðfréttafalsari Jakob Bjarnar skrifar 21. janúar 2020 15:25 Seint verður sagt að kært sé með þeim Reyni og Arnþrúði en þau mætast í dómsal í vikunni í máli Reynis á hendur útvarpsstjóranum. Reynir Traustason blaðamaður og rithöfundur telur það kúnstugt að Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sé verjandi Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra. „Gríðarlega gaman að hann skuli vera þarna. Hann kallaði okkur á sínum tíma síbrotamenn á sviði ærumeiðinga,“ segir Reynir í samtali við Vísi. Ávallt sýknaður í meiðyrðamálum Á fimmtudaginn verður aðalmeðferð í máli Reynis á hendur Arnþrúði Karlsdóttur. Reynir vill ekki una því að sitja undir ummælum sem Arnþrúður lét falla í símatíma á Útvarpi Sögu: „Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf og fjölskylduhamingju á samviskunni, bæði frá því sem ritstjóri DV og ritstjóri Stundarinnar og þá stjórnarformaður Stundarinnar?“ var meðal þess sem haft var eftir Arnþrúði um Reyni. Gunnar Ingi og Vilhjálmur eru með þeim sjóaðari innan lögmannastéttarinnar í að fást við meiðyrðamál. Vilhjálmur lögmaður hefur talsverða reynslu í að sækja ærumeiðingamál á hendur Reyni en er nú í vörninni. Lögmaður Reynis er hins vegar Gunnar Ingi Jóhannsson en bæði hann og Vilhjálmur hljóta að teljast helstu sérfræðingar landsins á þessu sviði, í því sem snýr að ærumeiðingum og málum tengdum fjölmiðlum. Reynir segir hins vegar að greinargerð Arnþrúðar hljóti að teljast siðanefndamál fyrir Lögmannafélagið. „Í öllum siðuðum samfélögum er það svo að þegar menn eru sýknaðir í málum er þeim ekki velt uppúr því. En í greinagerð Arnþrúðar er tíundað að ég hafi margsinnis verið dreginn fyrir dóm fyrir ærumeiðingar þess látið ógetið að ég hef alltaf verið sýknaður; í hverju einasta tilviki.“ Sagður framleiða falsfréttir á færibandi Reynir segist vera slakur. Þetta fari fyrir dóm og vonandi fái málið réttláta málsmeðferð. „Í mínum huga er enginn vafi, þessi orð voru sögð og þau verða rekin til baka. Hún sagði að ég hafi falsað fréttir. Svo sagði hún að ég hafi kostað mörg mannslíf fyrir utan allan trega sem ég beri ábyrgð á. Það þýðir bara tvennt að ég sé manndrápari eða morðingi og svo að hafa falsað fréttir til að valda fólki harmi. Ég þekki engin dæmi um slíkt,“ segir Reynir. Arnþrúður og Pétur Gunnlaugsson ráða ríkjum á Útvarpi Sögu en símatími stöðvarinnar er afar umdeildur og hefur valdið usla. Hann segir þetta eins alvarlegt og það geti orðið, að fá að sitja undir því að hafa drepið fólki og svo sem blaðamaður að hafa framleitt falsfréttir á færibandi. Og engin rök færð fyrir þeim staðhæfingum eða dæmi nefnd. Neitar að sitja undir öðru eins „Hvað veldur því að konan talar svona? Og ekki minnsta tilraun gerð til að biðja fólk afsökunar eða jafna málið út. Ég er seinþreyttur til vandræða, er litið fyrir að fara með mál fyrir dómsstóla en þetta er of alvarlegt til að hægt sé að sitja undir því. Jafnvel þó það sé Arnþrúður Karlsdóttir sem segir þetta.“ Reynir segist ekki muna hver miskabótakrafan sé. Aðalatriðið í hans huga er að orð Arnþrúðar verði dæmd dauð og ómerk. „Og það verður þá bara þannig að eftir megi hún heita ómerkingur. Annað hvort verður það staðfest að ég sé morðingi eða hún dæmdur ómerkingur,“ segir Reynir og að ekkert sé þar á milli. Dómsmál Fjölmiðlar Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sjá meira
Reynir Traustason blaðamaður og rithöfundur telur það kúnstugt að Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sé verjandi Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra. „Gríðarlega gaman að hann skuli vera þarna. Hann kallaði okkur á sínum tíma síbrotamenn á sviði ærumeiðinga,“ segir Reynir í samtali við Vísi. Ávallt sýknaður í meiðyrðamálum Á fimmtudaginn verður aðalmeðferð í máli Reynis á hendur Arnþrúði Karlsdóttur. Reynir vill ekki una því að sitja undir ummælum sem Arnþrúður lét falla í símatíma á Útvarpi Sögu: „Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf og fjölskylduhamingju á samviskunni, bæði frá því sem ritstjóri DV og ritstjóri Stundarinnar og þá stjórnarformaður Stundarinnar?“ var meðal þess sem haft var eftir Arnþrúði um Reyni. Gunnar Ingi og Vilhjálmur eru með þeim sjóaðari innan lögmannastéttarinnar í að fást við meiðyrðamál. Vilhjálmur lögmaður hefur talsverða reynslu í að sækja ærumeiðingamál á hendur Reyni en er nú í vörninni. Lögmaður Reynis er hins vegar Gunnar Ingi Jóhannsson en bæði hann og Vilhjálmur hljóta að teljast helstu sérfræðingar landsins á þessu sviði, í því sem snýr að ærumeiðingum og málum tengdum fjölmiðlum. Reynir segir hins vegar að greinargerð Arnþrúðar hljóti að teljast siðanefndamál fyrir Lögmannafélagið. „Í öllum siðuðum samfélögum er það svo að þegar menn eru sýknaðir í málum er þeim ekki velt uppúr því. En í greinagerð Arnþrúðar er tíundað að ég hafi margsinnis verið dreginn fyrir dóm fyrir ærumeiðingar þess látið ógetið að ég hef alltaf verið sýknaður; í hverju einasta tilviki.“ Sagður framleiða falsfréttir á færibandi Reynir segist vera slakur. Þetta fari fyrir dóm og vonandi fái málið réttláta málsmeðferð. „Í mínum huga er enginn vafi, þessi orð voru sögð og þau verða rekin til baka. Hún sagði að ég hafi falsað fréttir. Svo sagði hún að ég hafi kostað mörg mannslíf fyrir utan allan trega sem ég beri ábyrgð á. Það þýðir bara tvennt að ég sé manndrápari eða morðingi og svo að hafa falsað fréttir til að valda fólki harmi. Ég þekki engin dæmi um slíkt,“ segir Reynir. Arnþrúður og Pétur Gunnlaugsson ráða ríkjum á Útvarpi Sögu en símatími stöðvarinnar er afar umdeildur og hefur valdið usla. Hann segir þetta eins alvarlegt og það geti orðið, að fá að sitja undir því að hafa drepið fólki og svo sem blaðamaður að hafa framleitt falsfréttir á færibandi. Og engin rök færð fyrir þeim staðhæfingum eða dæmi nefnd. Neitar að sitja undir öðru eins „Hvað veldur því að konan talar svona? Og ekki minnsta tilraun gerð til að biðja fólk afsökunar eða jafna málið út. Ég er seinþreyttur til vandræða, er litið fyrir að fara með mál fyrir dómsstóla en þetta er of alvarlegt til að hægt sé að sitja undir því. Jafnvel þó það sé Arnþrúður Karlsdóttir sem segir þetta.“ Reynir segist ekki muna hver miskabótakrafan sé. Aðalatriðið í hans huga er að orð Arnþrúðar verði dæmd dauð og ómerk. „Og það verður þá bara þannig að eftir megi hún heita ómerkingur. Annað hvort verður það staðfest að ég sé morðingi eða hún dæmdur ómerkingur,“ segir Reynir og að ekkert sé þar á milli.
Dómsmál Fjölmiðlar Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sjá meira