Sportpakkinn: 27 mínútur á milli sigurmarka Messi og Ronaldo í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2020 15:00 Lionel Messi og Cristiano Ronaldo fagna sigurmörkum sínum í gær. Vísir/Getty Knattspyrnusnillingarnir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo voru enn á ný á skotskónum með liðum sínum í gær og þeir skoruðu báðir sigurmarkið og það með stuttu millibili. Guðjón Guðmundsson skoðaði sigurleiki Juventus og Barcelona í gær. Cristiano Ronaldo er á miklu skriði í ítalska boltanum með stórliði Juventus sem fékk Parma í heimsókn í gær. Það var ekki fyrr en á markamínútunni, þeirri 43., að Juventus náði að brjóta ísinn. Ronaldo fékk þá boltann frá Blaise Matuidi, lét skotið ríða af og það fór í markið með viðkomu í varnarmanni. Hinn danski Andreas Cornelius náði að jafna metin fyrir Parma þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Þetta var hins vegar skammvinn gleði fyrir Parma. It’s what they do. pic.twitter.com/236AaaSq4e— B/R Football (@brfootball) January 19, 2020 Þremur mínútum síðar var aftur komið að Cristiano Ronaldo að skora en nú eftir undirbúning frá Paulo Dybala. Ronaldo er þar með búinn að skora ellefu mörk í síðustu sjö deildarleikjum. Ronaldo skoraði þarna 432. mark sitt í fimm stærstu deildum Evrópu og tókst um tíma að jafna met Lionel Messi. Lionel Messi og félagar tóku á móti Granada á Nývangi, þar sem nýr knattspyrnustjóri félagsins, Quique Setién, stýrði heimamönnum í fyrsta sinn. Barcelona réði lögum og lofum í leiknum en skoraði ekki fyrr en Granada missti mann af velli á 69. mínútu þegar Germán Sánchez fékk að líta sitt annað gula spjald í leiknum. Barcelona skoraði eina mark leiksins á 76. mínútu og það var auðvitað Lionel Messi sem skoraði, hver annar. Deildarmark númer 433 hjá Lionel Messi fyrir Barcelona sem er met yfir flest deildarmörk í fimm stærstu deildum Evrópu. Það voru aðeins 27 mínútur á milli sigurmarka Lionel Messi og Cristiano Ronaldo í gær. Hér fyrir neðan má sjá frétt Guðjóns Guðmundssonar um sigurleiki Juventus og Barcelona í gær. Klippa: Sportpakkinn: 27 mínútur á milli sigurmarka Messi og Ronaldo í gær Sportpakkinn Spænski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Sjá meira
Knattspyrnusnillingarnir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo voru enn á ný á skotskónum með liðum sínum í gær og þeir skoruðu báðir sigurmarkið og það með stuttu millibili. Guðjón Guðmundsson skoðaði sigurleiki Juventus og Barcelona í gær. Cristiano Ronaldo er á miklu skriði í ítalska boltanum með stórliði Juventus sem fékk Parma í heimsókn í gær. Það var ekki fyrr en á markamínútunni, þeirri 43., að Juventus náði að brjóta ísinn. Ronaldo fékk þá boltann frá Blaise Matuidi, lét skotið ríða af og það fór í markið með viðkomu í varnarmanni. Hinn danski Andreas Cornelius náði að jafna metin fyrir Parma þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Þetta var hins vegar skammvinn gleði fyrir Parma. It’s what they do. pic.twitter.com/236AaaSq4e— B/R Football (@brfootball) January 19, 2020 Þremur mínútum síðar var aftur komið að Cristiano Ronaldo að skora en nú eftir undirbúning frá Paulo Dybala. Ronaldo er þar með búinn að skora ellefu mörk í síðustu sjö deildarleikjum. Ronaldo skoraði þarna 432. mark sitt í fimm stærstu deildum Evrópu og tókst um tíma að jafna met Lionel Messi. Lionel Messi og félagar tóku á móti Granada á Nývangi, þar sem nýr knattspyrnustjóri félagsins, Quique Setién, stýrði heimamönnum í fyrsta sinn. Barcelona réði lögum og lofum í leiknum en skoraði ekki fyrr en Granada missti mann af velli á 69. mínútu þegar Germán Sánchez fékk að líta sitt annað gula spjald í leiknum. Barcelona skoraði eina mark leiksins á 76. mínútu og það var auðvitað Lionel Messi sem skoraði, hver annar. Deildarmark númer 433 hjá Lionel Messi fyrir Barcelona sem er met yfir flest deildarmörk í fimm stærstu deildum Evrópu. Það voru aðeins 27 mínútur á milli sigurmarka Lionel Messi og Cristiano Ronaldo í gær. Hér fyrir neðan má sjá frétt Guðjóns Guðmundssonar um sigurleiki Juventus og Barcelona í gær. Klippa: Sportpakkinn: 27 mínútur á milli sigurmarka Messi og Ronaldo í gær
Sportpakkinn Spænski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Sjá meira