Segir pólitíkina í borginni oft á lágu plani Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2020 11:31 Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir pólitíkina í borginni oft á lágu plani. Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist stundum hálf skammast sín fyrir að vera í borgarstjórn. Stemningin sé stundum erfið og pólitíkin í borginni oft á lágu plani. Þetta sagði Hildur í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun. „Það er bæði algerlega frábært og draumastarfið mitt og ég er full af ástríðu og í þessu af öllu hjarta en svo getur það líka verið alveg ótrúlega undarlegt starfsumhverfi, bara pólitíkin,“ segir Hildur. Starfið sé allt öðruvísi en hún hafi fengið að venjast í fyrri störfum, en Hildur starfaði sem lögfræðingur áður en hún fór út í pólitík. Þar sé mikil skilvirkni og maður þurfi að gera grein fyrir hverju einasta korteri sem maður vinni. Allt sé mjög faglegt og vandað og maður hræðist að gera ekki nógu vel. Ekki stemning fyrir gömlu fari „Stundum hef ég staðið mig að því að hálfskammast mín fyrir að vera partur af þessu. Það eru sem betur fer margir þarna sem eru sömu skoðunar og ég og mjög gjarnan vilja breyta þessu. Þetta er í einhverju gömlu fari sem ég held að sé ekki stemning fyrir lengur,“ segir Hildur. Kannski er það bara því fjölmiðlar matreiða það svoleiðis, en mér finnst þið dálítið óþekk? „Já, ég er ekkert hissa á því að þér finnist það. Mér finnst pólitíkin í borgini oft á svolítið lágu plani, ég verð að segja það,“ segir Hildur. „Auðvitað verður fólk að gera sér grein fyrir því að bara brotabrot af starfinu birtist í fjölmiðlum og lang stærstur hluti vinnunnar fer fram inni á lokuðum nefndarfundum sem enginn sér og þar eru almennt allir mjög „civiliseraðir“ og hlutirnir ganga vel,“ segir hún. „Auðvitað er ágreiningur en það er bara gert grein fyrir honum á yfirvegaðan hátt. Auðvitað, almennt, en ég er kannski meira að tala um borgarstjórnarfundina sjálfa þar sem eru sviðslistir í gangi þar. Þar eiga menn til að fara í manninn en ekki boltann og svona.“ „Ég trúi því að verði breytingar og eins og ég segi með nýjum kynslóðum og nýju fólki þá eru fleiri sem vilja sjá breytingar á þessu.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Hildi í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Bakaríið Reykjavík Tengdar fréttir Skrifstofustjóri borgarstjóra: „Skaðlegt að kjörnir fulltrúar þurfi ítrekað að verjast árásum borgarfulltrúans á mig“ Það er skaðlegt að kjörnir fulltrúar þurfi ítrekað að verjast árásum borgarfulltrúans á mig og annað starfsfólk borgarinnar í stað þess að geta einbeitt sér að því að vinna að góðum málum í þágu borgarbúa. Það er líka skaðlegt fyrir mig, fjölskyldu mína og mína heilsu,“ skrifar Helga Björg Ragnarsdóttir skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra í færslu á Facebook-síðu sinni. 14. ágúst 2020 23:10 Fylgisaukning þrátt fyrir „harðan og ósanngjarnan áróður“ Núverandi borgarstjórnarmeirihluti fengi rúman meirihluta væri gengið til kosninga í dag ef marka má nýja könnun Zenter sem birtist í Fréttablaðinu í dag. 14. ágúst 2020 16:47 Núverandi meirihluti fengi rúman meirihluta Meirihlutinn myndi bæta við sig þremur borgarfulltrúum og fá 58 prósent atkvæða borgarbúa. 14. ágúst 2020 06:40 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist stundum hálf skammast sín fyrir að vera í borgarstjórn. Stemningin sé stundum erfið og pólitíkin í borginni oft á lágu plani. Þetta sagði Hildur í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun. „Það er bæði algerlega frábært og draumastarfið mitt og ég er full af ástríðu og í þessu af öllu hjarta en svo getur það líka verið alveg ótrúlega undarlegt starfsumhverfi, bara pólitíkin,“ segir Hildur. Starfið sé allt öðruvísi en hún hafi fengið að venjast í fyrri störfum, en Hildur starfaði sem lögfræðingur áður en hún fór út í pólitík. Þar sé mikil skilvirkni og maður þurfi að gera grein fyrir hverju einasta korteri sem maður vinni. Allt sé mjög faglegt og vandað og maður hræðist að gera ekki nógu vel. Ekki stemning fyrir gömlu fari „Stundum hef ég staðið mig að því að hálfskammast mín fyrir að vera partur af þessu. Það eru sem betur fer margir þarna sem eru sömu skoðunar og ég og mjög gjarnan vilja breyta þessu. Þetta er í einhverju gömlu fari sem ég held að sé ekki stemning fyrir lengur,“ segir Hildur. Kannski er það bara því fjölmiðlar matreiða það svoleiðis, en mér finnst þið dálítið óþekk? „Já, ég er ekkert hissa á því að þér finnist það. Mér finnst pólitíkin í borgini oft á svolítið lágu plani, ég verð að segja það,“ segir Hildur. „Auðvitað verður fólk að gera sér grein fyrir því að bara brotabrot af starfinu birtist í fjölmiðlum og lang stærstur hluti vinnunnar fer fram inni á lokuðum nefndarfundum sem enginn sér og þar eru almennt allir mjög „civiliseraðir“ og hlutirnir ganga vel,“ segir hún. „Auðvitað er ágreiningur en það er bara gert grein fyrir honum á yfirvegaðan hátt. Auðvitað, almennt, en ég er kannski meira að tala um borgarstjórnarfundina sjálfa þar sem eru sviðslistir í gangi þar. Þar eiga menn til að fara í manninn en ekki boltann og svona.“ „Ég trúi því að verði breytingar og eins og ég segi með nýjum kynslóðum og nýju fólki þá eru fleiri sem vilja sjá breytingar á þessu.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Hildi í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Bakaríið Reykjavík Tengdar fréttir Skrifstofustjóri borgarstjóra: „Skaðlegt að kjörnir fulltrúar þurfi ítrekað að verjast árásum borgarfulltrúans á mig“ Það er skaðlegt að kjörnir fulltrúar þurfi ítrekað að verjast árásum borgarfulltrúans á mig og annað starfsfólk borgarinnar í stað þess að geta einbeitt sér að því að vinna að góðum málum í þágu borgarbúa. Það er líka skaðlegt fyrir mig, fjölskyldu mína og mína heilsu,“ skrifar Helga Björg Ragnarsdóttir skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra í færslu á Facebook-síðu sinni. 14. ágúst 2020 23:10 Fylgisaukning þrátt fyrir „harðan og ósanngjarnan áróður“ Núverandi borgarstjórnarmeirihluti fengi rúman meirihluta væri gengið til kosninga í dag ef marka má nýja könnun Zenter sem birtist í Fréttablaðinu í dag. 14. ágúst 2020 16:47 Núverandi meirihluti fengi rúman meirihluta Meirihlutinn myndi bæta við sig þremur borgarfulltrúum og fá 58 prósent atkvæða borgarbúa. 14. ágúst 2020 06:40 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Skrifstofustjóri borgarstjóra: „Skaðlegt að kjörnir fulltrúar þurfi ítrekað að verjast árásum borgarfulltrúans á mig“ Það er skaðlegt að kjörnir fulltrúar þurfi ítrekað að verjast árásum borgarfulltrúans á mig og annað starfsfólk borgarinnar í stað þess að geta einbeitt sér að því að vinna að góðum málum í þágu borgarbúa. Það er líka skaðlegt fyrir mig, fjölskyldu mína og mína heilsu,“ skrifar Helga Björg Ragnarsdóttir skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra í færslu á Facebook-síðu sinni. 14. ágúst 2020 23:10
Fylgisaukning þrátt fyrir „harðan og ósanngjarnan áróður“ Núverandi borgarstjórnarmeirihluti fengi rúman meirihluta væri gengið til kosninga í dag ef marka má nýja könnun Zenter sem birtist í Fréttablaðinu í dag. 14. ágúst 2020 16:47
Núverandi meirihluti fengi rúman meirihluta Meirihlutinn myndi bæta við sig þremur borgarfulltrúum og fá 58 prósent atkvæða borgarbúa. 14. ágúst 2020 06:40