Tomsick: Finnum alltaf leiðir til að vinna Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 31. janúar 2020 22:50 Tomsick í leik með Stjörnunni fyrr í vetur. vísir/bára Nick Tomsick var að vonum kátur með seiglusigur gegn Njarðvík í kvöld í sveiflukenndum leik. Stjarnan vann að lokum 89-84. Njarðvíkingar tóku snemma forystuna í leiknum en þeir gerðu vel í að halda Tomsick í skefjum framan af. „Þeir gerðu vel í því að klippa mig út úr sókninni en aðrir í liðinu stigu upp á móti,“ sagði Tomsick um fyrsta leikhlutann. Hann skoraði ekki fyrr en á lokasekúndu fyrri hálfleiksins þegar hann setti flautuþrist. Nick hafði engar sérstakar áhyggjur þó að staðan hafi á tímabili verið erfið og kvaðst hafa treyst sínu liði til að tryggja þennan sigur. „Sama sagan hjá liðinu okkar á tímabilinu, við finnum alltaf leiðir til að vinna.“ Í seinni hálfleik tók Stjarnan öll völd fyrstu tíu mínúturnar og unnu þriðja leikhlutann með 17 stigum, 33-16. Nick þakkaði vörninni gegn Njarðvík og því að Stjarnan keyrði upp hraðann. „Við förum að þröngva þá í fleiri mistök, pössuðum upp á að þeir næðu ekki sóknarfráköstum og vorum duglegir að keyra í hraðaupphlaupin,“ sagði Tomsick um leikhlutann. „Þegar við náum að hlaupa á lið þá erum við besta liðið í deildinni. Njarðvíkingar voru þó ekki af baki dottnir og náðu næstum því að stela sigrinum á lokamínútunum með feiknargóðum endaspretti. Chaz Williams var þar í fararbroddi, en hann skoraði m.a. ellefu stig í röð. „Þeir eru með gott lið og Chaz er flottur leikmaður, það er ekki hægt að halda svona góðum spilara í skefjum í heilan leik,“ sagði Nick um lokakafla leiksins. Njarðvík náði eins stiga forystu með rúma mínútu til leiksloka. Hlynur Bæringsson náði hins vegar að setja mikilvæga körfu í næstu sókn til að taka forystuna á ný og Stjörnumenn unnu leikinn á lokametrunum. „Við gerðum vel í að standa af okkur áhlaup þeirra í lokin, höfðum góða leiðtoga inn á vellinum til að halda okkur á beinu brautinni og við náðum í þennan sigu,“ sagði Tomsick um seinustu móment leiksins. Stjarnan hefur núna unnið tólf sigra í röð sem byrjaði einmitt á sigri gegn Njarðvík fyrir þremur mánuðum síðan. Það er ekki úr vegi að spyrja hvort að þeir muni tapa leik það sem eftir er af tímabilinu? „Við ætlum bara að horfa fram til næsta leiks, ekki lengra í bili,“ segir Nick Tomsick brosandi og heldur inn í búningsklefann eftir góðan sigur í mjög skemmtilegum leik. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Njarðvík 89-84 | Tólfti sigur Stjörnunnar í röð Stjarnan náði aftur fjögurra stiga forskoti á toppi Domino's deildar karla með sigri á Njarðvík. 31. janúar 2020 22:00 Mest lesið Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Körfubolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjá meira
Nick Tomsick var að vonum kátur með seiglusigur gegn Njarðvík í kvöld í sveiflukenndum leik. Stjarnan vann að lokum 89-84. Njarðvíkingar tóku snemma forystuna í leiknum en þeir gerðu vel í að halda Tomsick í skefjum framan af. „Þeir gerðu vel í því að klippa mig út úr sókninni en aðrir í liðinu stigu upp á móti,“ sagði Tomsick um fyrsta leikhlutann. Hann skoraði ekki fyrr en á lokasekúndu fyrri hálfleiksins þegar hann setti flautuþrist. Nick hafði engar sérstakar áhyggjur þó að staðan hafi á tímabili verið erfið og kvaðst hafa treyst sínu liði til að tryggja þennan sigur. „Sama sagan hjá liðinu okkar á tímabilinu, við finnum alltaf leiðir til að vinna.“ Í seinni hálfleik tók Stjarnan öll völd fyrstu tíu mínúturnar og unnu þriðja leikhlutann með 17 stigum, 33-16. Nick þakkaði vörninni gegn Njarðvík og því að Stjarnan keyrði upp hraðann. „Við förum að þröngva þá í fleiri mistök, pössuðum upp á að þeir næðu ekki sóknarfráköstum og vorum duglegir að keyra í hraðaupphlaupin,“ sagði Tomsick um leikhlutann. „Þegar við náum að hlaupa á lið þá erum við besta liðið í deildinni. Njarðvíkingar voru þó ekki af baki dottnir og náðu næstum því að stela sigrinum á lokamínútunum með feiknargóðum endaspretti. Chaz Williams var þar í fararbroddi, en hann skoraði m.a. ellefu stig í röð. „Þeir eru með gott lið og Chaz er flottur leikmaður, það er ekki hægt að halda svona góðum spilara í skefjum í heilan leik,“ sagði Nick um lokakafla leiksins. Njarðvík náði eins stiga forystu með rúma mínútu til leiksloka. Hlynur Bæringsson náði hins vegar að setja mikilvæga körfu í næstu sókn til að taka forystuna á ný og Stjörnumenn unnu leikinn á lokametrunum. „Við gerðum vel í að standa af okkur áhlaup þeirra í lokin, höfðum góða leiðtoga inn á vellinum til að halda okkur á beinu brautinni og við náðum í þennan sigu,“ sagði Tomsick um seinustu móment leiksins. Stjarnan hefur núna unnið tólf sigra í röð sem byrjaði einmitt á sigri gegn Njarðvík fyrir þremur mánuðum síðan. Það er ekki úr vegi að spyrja hvort að þeir muni tapa leik það sem eftir er af tímabilinu? „Við ætlum bara að horfa fram til næsta leiks, ekki lengra í bili,“ segir Nick Tomsick brosandi og heldur inn í búningsklefann eftir góðan sigur í mjög skemmtilegum leik.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Njarðvík 89-84 | Tólfti sigur Stjörnunnar í röð Stjarnan náði aftur fjögurra stiga forskoti á toppi Domino's deildar karla með sigri á Njarðvík. 31. janúar 2020 22:00 Mest lesið Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Körfubolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Njarðvík 89-84 | Tólfti sigur Stjörnunnar í röð Stjarnan náði aftur fjögurra stiga forskoti á toppi Domino's deildar karla með sigri á Njarðvík. 31. janúar 2020 22:00
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti